Vikan


Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 5

Vikan - 19.11.1987, Blaðsíða 5
Olla ákaft fagnað Ladda varð ekki stætt á öðru en að draga Olla úr Heilsubælinu firam í sviðs- Ijósið í íslensku óperunni er hann endurtók þar á sér- stakri fjölskylduskemmtun sýninguna, sem hann var með í Súlnasal Hótel Sögu síðasta vetur. Olla var geysi- lega vel fagnað þegar hann rúllaði fram á senuna I hjóla- stólnum. Lófaklappinu ætl- aði aldrei að linna. Var sem áhorfendur væru þarna að fyrirhitta ættingja eða vin, sem sárt hafði verið saknað. í næsta tbl. Vikunnar segj- um við nánar frá þeim frægu persónum, sem fram komu á þessari skemmtun Ladda. Þá verður faðerni Eiríks Fjalar afhjúpað meðal annars. Þess má að lokum geta, að skemmtun Ladda í íslensku óperunni verður endurtek- in næstu helgi þar sem upp- selt var á allar sex skemmt- anirnar síðustu helgi og fjöldamargir urðu firá að hverfa. Umfjöllun Vikunnar um hina „svörtu skýrslu“ Ríkis- mats sjávarafúrða þar sem fram kemur að stór hluti af fiskvinnsluhúsum Iandsins er óhæfúr til matvælafram- leiðslu hefúr vakið verð- skuldaða athygli. Hin „svarta skýrsla" var úttekt Ríkismatsins á 100 fiskvinnslu- fýrirtækjum og sem slík verður hún höfð til grundvallar er Ríkismatið úthlutar vinnsluleyf- um um næstu áramót. Sam- kvæmt úttektinni er ljóst að mörg fyrirtækjanna eiga ekki rétt á vinnsluleyfi án undan- genginna gagngerra breytinga á rekstrinum en búast má við að pólitíkusar muni beita Ríkismat- ið miklum þrýstingi til að veita „sínum húsum" leyfi þótt þau eigi ekki rétt á því og er vert að hafa í huga siáturhúsamálið sem nýlega kom til kasta alþingis í þessu sambandi. Strax í sumar og haust er út- tekt þessi var framkvæmd gerði Ríkismatið kröfur um úrbætur hjá viðkomandi húsum og nú er verið að kanna hvort farið hafi verið eftir þeim kröfúm og einnig hvaða valkosti Ríkismatið hafi til að fá húsin til að fram- fylgja því sem um var beðið. Þá má geta þess að fúndi þeim sem Vikan sagði að ætti að verða í þessum mánuði til að kynna niðurstöður úttektarinnar hefúr verið frestað þar til í janúar á næsta ári. -MG Þorbjörg sýnir í Skerjafirði Þorbjörg Höskuldsdóttir opnar málverkasýningu um næstu helgi í nýja galleríinu í Skerjafirðinum. List Gallerí nefnist það og er í Einars- nesi 34. Sýningin í List Gallerí verður opin um næstu helgi og þar- næstu — og ekki lengur. List Gallerí var opnað í vor sem leið en sýning Þorbjargar er hin fyrsta í haust. Reyndar er það listviðburður þegar Þor- björg sýnir, því hún hengir ekki myndir sínar oft á veggi sýning- arsala. „Eg er svo óskaplega hægvirk," segir hún í skemmti- legu viðtali sem birtist við 'iana í sýningarskrá List Gallerís. — GG VIKAN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.