Vikan


Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 18

Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 18
næðist nema með baráttu, þar sem annars staðar. Og baráttu- viljmn varð að fá frá fólkinu. Við vorum í sífeíldum tengsl- um við fólkið, gengum á milli þess dag eftir dag og ræddum við það til að vekja upp áhuga og skilning þess á því að það yrði að vakna upp til að ná sam- stöðu fyrir bættum kjörum. Pannig tókst að skapa vilja fólksins. Ég er þeirrar skoðunar enn þann dag í dag að efbeitt er þeim ráðum sem hæfa nútíma þjóðfélagi og með auknu upp- lýsingastreymi þá náist baráttu- vilji. Verkalýðsbreyfingin eða forysta hennar verður að koma út úr skrifstofum sínum og fara út á meðal fóiksins, ræða við það og hvetja það. Pannig er hægt að skapa þann vilja sem nauðsynlegur er. Þetta finnst mér á skorta. Þetta er kannski harður dómur en engu að síður Gnnst mér hann vera réttur. Því verður ekki á móti mælt, enda er það staðreynd sem for- ystumennirnir í verkalýðshreyf- ingunni mótmæla ekki, að það næst enginn árangur án mikillar baráttu. Ég segi það eins og það er að nú hallar verulega undan hjá verkafólki ogþarmeð verka- lýðshreyfíngunni og á skella gíf- urlegar vöruhækkanir." Þetta eru athyglisverð ummæli hjá Hermanni Guðmundssyni og virkilega umhugsunarverð, ekki síst nú þegar vinnudeilur eru jafhvel á næsta leyti. Hags- munir þúsunda fólks eru í húfi, fólks sem telur sig hafa orðið út- undan í lífsgæðakapphlaupinu í góðærinu. Það þarf sanngjarna forystu beggja megin við samninga- borðið á næstu vikum svo að komist verði hjá harðvítugum átökum á vinnumarkaði, allri þjóðinni til tjóns. J.Kr.G. 18 VIKAN Þetta var eitt i í hugleiðingunni um verkalýðsmál í greininni hér á undan er vísað til viðtals við Hermann Guð- mundsson sem í 35 ár var formaður Verkamannafé- lagsins Hlifar í Hafnarfirði og hann var um skeið for- seti A.S.Í en hann gagnrýn- ir í viðtali forystu verka- lýðsfélaganna. f framhaldi af umræðunni um verkalýðshreyfinguna spyrjum við Guðmund J. Guðmundsson formann verkamannafélagsins Dagsbrún og jafhframt sem formann Verkamannasambands- ins hvort ummæli Hermanns Guðmundssonar fyrrverandi formann verkamannafélagsins Hlífar eigi við rök að styðjast? Er forysta verkalýðshreyfingarinn- ar slitin úr tengslum við verka- fólkið? Skortir á að verkafólk standi að baki verkalýðsforyst- unni? Hefur verkafólk glatað sinni stéttarvitund? — Það er frá að segja að Her- mann Guðmundsson er einn af örfáum mönnum sem hefur efni á að tala svona. í gegnum tíðina þá man ég varla eftir manni sem hefur ástundað jafn virkt sam- band við sína félagsmenn. Ekki nóg með fjölda félagsfunda heldur kom maður varla til Hafharfjarðar svo að kvöldi dags að Hermann stæði þar ekki á einhverju götuhorni með nokkra menn í kringum sig. Hans samband við sína félaga var ákaflega gott sem sást á því trausti sem hann hlaut. Þó ádeila Hermanns sé góð og rétt, þá finnst mér hann van- meta eitt atriði, það er þetta nýja þjóðfélag sem við lifum í. Það er sjónvarpið sem er skæð- asti bölvaldurinn. Vinnutíminn er langur, var það einnig á tím- um Hermanns, en hefur styttst í sumum greinum. En sjónvarpið og hverskonar skemmtanalíf og fjölbreyttara félagslíf tekur ákaf- lega mikið frá hverskonar félög- um. Þetta er vandamál í öllum félögum. Það er erfitt að fá fólk á fundi og það á ekki bara við um verkalýðsfélögin. Þetta er ákaf- lega áberandi hér í Dagsbrún. Hér áður fyrr komu þetta 400 menn á fttndi, jafnvel 1000 ef í -segir Cuömundur J. Cuömundsson formaöur Verka- mannasambandsins í Viku viðtali brýnu sló og verkföll voru. Fyrir stríð þá var Héðínn Valdimars- son með hálfsmánaðarlega fundi í Dagsbrún og þetta var eigin- lega föst venja að halda stóra fundi. Hins vegar eru nú mætingar á félagsfundum alveg hræðilega lélegar og maður hefur reynt að nota alls konar stóra sali þar sem eru kaffiveitingar. Mætingin er nú þetta um 100 manns og mest um 350 manns. Og því er ekkert að leyna að þátttaka í fé- lagslífinu er mikið minni og það er auðvitað atriði sem vert er að staldra við. Við höfum verið að reyna að finna svör við þessu í Dagsbrún. Við höfum komið á vinnustaðafundum. Á stórum vinnustöðum náum við þannig saman allt að 150 manns, stopp- um vinnu á meðan. Eftir fjóra eða fimm slíka fundi þá höfum við ftindað með kannski allt að 800 manns. Svo höldum við fé- lagsfund eftir það og þá koma kannski 150 manns. Nýtt þjóðfélag Þarna er komið nýtt þjóðfé- lag. En það afsakar ekkert. Ef fjallið vill ekki koma til Múham- eðs þá verður Múhameð að fara til fjallsins. En það kemur ekkert í staðinn fyrir persónuleg sambönd. Það er sagt að það sé hægt að ná sambandi við fólk í gegnum útvarp eða sjónvarp en það verða þá að vera kappræður einhverjar. En áminning Her- manns er á sínum stað og við þurfum að taka okkur tak. Ég veit ekkert hvort okkur hefur tekist það hér í Dagsbrún en okk- ur hefur tekist að laga ástandið. Við náum bara ekki mönnum á félagsfundi. En við erum ekki jafn iðnir og Hermann var og það verður að leita á vinnustað- ina. Hermann var nú aldrei starfsmaður Hlífar. En þetta var alveg undravert hjá honum hvernig hann setti bókstaflega allt sitt líf í þetta. Hann var nú starfsmaður Í.S.Í. en áður var búið að reka hann af vinnustað vegna verkalýðsbaráttu sinnar. En þetta að koma á vinnustaði og rabba við menn og hafa persónuleg tengsl, það er alltof lítið um það. En á minni stöðum úti á landsbyggðinni þá er þetta allt öðru vísi. En það kannski vantar í þetta eldmóðinn. Það er alveg rétt hjá Hermanni þó þetta sé andskoti svört messa hjá honum. Það hafa komið fram hér upp á síðkastið það sem kallað er hagfræðingar og þetta er eitt af uppátækjum andskotans að koma þeim af stað. Þessir menn hafa meðal annars gert þjóð- hagsstefnur. Lengi var nú verka- lýðshreyfingin að elta þetta. Svo urðum við bara að mæta þeim með jafn góðum hagfræðingum og gerðum það. Ég held í nú- tíma þjóðfélagi þá verðum við að hafa þá. En ég veit ekki hvort það er svo gott að reikna þetta allt út því að þetta gengur út á að atvinnuvegirnir sem eru atvinnurekendur reikna út af- komu sína og það er hin eina sanna staðreynd. Sann- leikurinn er sá að fjölmörg þess- ara fyrirtækja eru ákaflega illa rekin. Kaupið á að vera hátt. Það á að vera hátt kaup því að er hvati. Lágt kaup býður upp á kyrrstöðu. Við höfum verið með þessa hagfræðinga og ég held við höfum verið nokkuð heppn- ir með menn en þó hefur hallað á okkur með þetta. Sko, Vinnu- veitendasambandið er með menn, SÍS er með menn, Iðnrek- endur eru með menn, Verslun- arráðið er með menn. Þetta er heil hrossahjörð af hagfræðing- um og þeim ber auðvitað ekki saman. Það er bókstaflega hægt að panta niðurstöður. Auðvitað eru þessir menn misjafhir. Svo kemur Þjóðhagsstofnun og Seðl- abankinn og þeir rugla í tölum. Fólk er auðvitað hrætt við verð- bólguna og á því er alið. Launastríð Það var áður spurt hvenær rann hraun það er vér nú stönd- um á. Síðastliðið ár var samið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.