Vikan


Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 44

Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 44
Ragnar Lár: Raupað ogríssai Friðjón ogpresturinn Friðjón hét maður og bjó á Bjarnastöðum í Mývatnssveit en þar heitir nú á Heiði. Friðjón var orðhvatur og orðheppinn og ekki fyrir að skafa utan af hlutunum. Eitt sinn vann Friðjón að vegghleðslu fyrir prestinn á Skútustöðum. Prestur kemur þar að sem Friðjón vinnur að hleðslunni og þykir vel unnið. Verður presti þá að orði: „Ég skal halda fallega ræðu yfir pér, Friðjón minn, þegar þar að kemur." Friðjón svarar að bragði: „Ég vil ekki láta hafa neitt yfir mér nema klám og níð." Friðjón Og 200 metramir Þegar hin svonefnda samnor- ræna sundkeppni fór fram í fyrsta sinn var Friðjón orðinn fullorðinn maður og óvanur sundi. En hann lét sig þó hafa það að fara ásamt fleirum niður í Laugar í Reykjadal til að leggja sinn skerf til keppninnar. Þegar Friðjón kom til baka var hann spurður hvernig honum hefði gengið að synda 200 metrana. Friðjón svaraði: ,Jú, mér gekk vel að synda en ég losnaði bara aldrei frá botni!" Stofnaukinn og kringlukastarinn Þeir Reykvíkingar sem komnir eru til vits og ára kannast margir við „Stofnaukann", en það viður- nefni hafði maður sem þekktur var í bæjarlífinu á sínum tíma en er nú látinn fyrir nokkrum árum. Ennfremur kannast menn líka við einn af okkar fremstu frjáls- íþróttamönnum frá fyrri tíð en sá varð fyrir því óláni að nota of létta kringlu í keppni og var því settur í keppnisbann. Sá maður býr nú í Svíþjóð. Eitt sinn var Stofnaukinn staddur á Hótel Borg og var heilsan ekki upp á það besta. Kringlukastarinn kemur þar að sem Stofnaukinn sat við borð og sá hvernig honum leið. Bauðst hann þá til að gefa honum í glas en gerði það á þann hátt sem Stofnaukanum líkaði ekki og svaraði: „Nei takk, nú má ég ekki Iáta neitt ofan í mig nema flóaða mjólk og léttar kringlur." Káerringar og Valsarar Hjálmar Jóhannsson pípulagn- ingameistari og innrammari er mikill Valsari og lætur sig sjaldn- ast vanta þegar Valur leikur knattspyrnu. Eitt sinn sem oftar var hann staddur á Laugardals- vellinum en þar áttust við erki- fjendurnir KR og Valur. Með Hjálmari var dóttursonur hans og nafni og var afi að sjálfsögðu búinn að skýra fyrir nafna sínum hvaða lið væri best á landi hér og þó víðar væri leitað. Svo vildi til að Valur byrjaði með boltann og hélt honum dá- góða stund. Þá kallar strákur upp svo hátt að glumdi við í stúkunni: „Afi, afl, eiga Káerringarnir engan bolta?" Eins og gefur að skilja gall við hlátur í stúkunni og hlógu stuðningsmenn Valsara hærra en hinir. Að launum fékk strák- urinn fullan poka af sælgæti frá nærstöddum aðdáanda. STILLTU A STJORNUNA Stjarnan er stillt á þig. FM 102 og 104 Auglýsingasími 689910 44 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.