Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 23
Að mati nemdarinnar mega kvikmyndir innihalda ótakmarkað ofbeldi svo fremi að ekki sé neitt kynlíf sýnt í þeim. Frekar má
sýna fólk sundurlimað en í samförum.
finna má í flestum myndbanda-
leigum og bókabúðum hér á
landi, heldur reyndu nefndar-
menn að grafa upp allan þann
versta ósóma sem þeir gátu og
dæma svo allt út frá honum.
Þannig kom það til að Sears, í
nafhi nefhdarinnar, sendi versl-
unarkeðjum út um öll Bandarík-
in hótunarbréf sem ritað var á
bréfsefhi dómsmálaráðuneytis-
ins vegna þess að þær seldu
blöð eins og Penthouse og
Playboy. Nú eru flestir sammála
um að þessi blöð geti varla talist
til klámblaða og hvað þá skaðleg
fyrir lesendur sína.
Rithöf undar mótmæla
Enda urðu viðbrögð almenn-
ings og fjölmiðla geysilega hörð
þegar störf nefhdarinnar kom-
ust upp á yfirborðið. Þekktir rit-
höfundar þustu fram á ritvöllinn
og fordæmdu störf nefhdarinn-
ar. Meðal þeirra má nefha John
Updike, John Irving, Susan Is-
aacs og William Kennedy. Susan
Isaacs segir meðal annars: „Hvar
drögum við línuna og hver á að
draga hana? Ég veit það ekki og
ég held að enginn viti það. Það
sem getur virkað svolítið kitl-
andi á mig getur verið fullkom-
inn viðbjóður í þínum augum.
Sú manneskja er ekki til sem ég
treysti tii að velja fyrir mig. Ég
vil ekki hafa Jerry Falwell eða
Andreu Dwarkin (Dwarkin er
vinstrisinnuð kvenréttindakona
sem berst gegn klámi með svip-
uðum hætti og Siðprúði meiri-
hlutinn) nálægt bókasafhinu
mínu eða kvikmyndahúsi til að
ákveða hvað má sýna mér og
hvað ekki."
Meðal annarra fjölmiðla sem
mótmæltu þessari aðför nefnd-
arinnar er hið íhaldssama blað
Chicago Tribune, en þar er efast
um getu Reaganstjórnarinnar til
að fylgja stjórnarskránni í hinni
siðferðilegu krossför hennar. í
leiðara blaðsins segir orðrétt:
„Bréf nefhdarinnar varaði
verslunarkeöjurnar við því að
þær væru að dreifa klámi vegna
þess að þær seldu tímarit sem
nefhdin hefði úrskurðað óvið-
unandi, þar á meðal Playboy og
Penthouse... Nefndin heldur
kannski að hún komist upp með
svona lagað í þetta sinn vegna
þess að hún ræðst á blöð eins og
Playboy og Penthouse. Nefhd-
armeðlimir álykta kannski að
venjulegt, siðprútt fólk muni
ekki mótmæla þar sem það sé
ekki svo hrifið af útgáfu þessara
blaða. En þetta er ekki spurning
um smekk. Þetta er spurning
um grundvallar lagafram-
kvæmdir. Þetta er gróf misnotk-
un á ríkisvaldi og ætti að vera
fordæmt, sama hvað manni kann
að þykja um blöðin sem ráðist
er á."
Ráðuneytið fór fram
á frávísun
Eins og sagði í upphafi grein-
arinnar höfðaði Playboy fyrir-
tækið mál á hendur bæði nefhd-
inni og Edwin Meese og vann
það í undirrétti. Þegar undirrit-
aður hafði samband við lög-
fræðinginn sem sótti málið fyrir
Playboy, Bruce Ennis, og innti
hann eftir fréttum hafði hann
þetta að segja:
„í júlí í fyrra úrskurðaði
undirréttur að nefndinni væri
óheimilt að birta svartan lista
eða gera nokkuð til að koma í
veg fyrir málfrelsi og prentfrelsi.
Störf nefhdarinnar voru harð-
lega vítt og markmið hennar
fordæmd. Eftir að þessi dómur
féll fór dómsmálaráðuneytið
fram á það við hæstafétt að mál-
ihu yrði vísað frá vegna form-
galla. Ekkert hefur ennþá komið
út úr því svo segja má að málið
sé í biðstöðu. En dómsmála-
ráðuneytið er þegar búið að
framfylgja nokkrum af þeim til-
lögum sem nefndin lagði fram í
áttina að því að skerða prent-
frelsi."
Sem fyrr eru andstæðurnar í
bandarísku þjóðfélagi miklar en
þar er tjáníngarfrelsið og frelsi
einstaklingsins lofsungið meira
en víðast annars staðar. Samt
sem áður komast samtök heitt-
trúaðra kristinna hægri manna
upp með það að stunda ritskoð-
un í stórum stíl. Nærtækt dæmi
um það eru hinir vinsælu sjón-
varpsþættir Löður sem sýndir
voru hér á sínum tíma. Fram-
leiðslu þeirra var hætt vegna
þess að félagar í Siðprúða meiri-
hlutanum hótuðu að skipta ekki
við fyrirtæki sem auglýstu í þátt-
unum. Nú er þessi ritskoðun
komin á enn hættulegra stig
þegar þessi samtök eru farin að
beita fyrir sér opinberum stofn-
unum og ráðherrum í baráttu
sinni gegn „illu". AE.
Heimildir: Playboy, Chícago Tribune, Los
Angeles Times.
VIKAN 23