Vikan


Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 50

Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 50
Svipað og að útbúa hátíðarveislu - Örn Petersen á Stjörnunni tekinn tali Á meðal athyglisverðra þátta á Stjörnunni er þáttur Arnar Pet- ersen, „Síðan eru liðin mörg ár", sem er á dagskrá á sunnu- dagseftirmiðdögum. Eins og nafnið bendir til fer Örn aftur í tímann og spilar tónlist frá löngu horfnum árum, en Vik- unni lék forvitni á þvi hvað hann byði upp á fleira og hvernig hann ynni þáttinn sinn. „Jú, ég geri ýmislegt fleira en að spila tónlist frá ákveðnum ttma. Fyrst ákveð ég að fjalla um eitthvert ákveðið ár og síðan ligg- ur leið mín niður á Landsbóka- safn. Þar gref ég upp fréttnæma atburði frá þvl ári og skrái þá niður. Því næst reyni ég að ná tali af einhverjum sem tengist atburð- unum sem um ræðir, en það get- ur orðið mjög erfitt og oft útilokað. Maður veit aldrei fyrirfram hvort einhver sem maður ætlar að reyna að ná í er lífs eða liðinn eða hvort hann vilji yfirhöfuð tala um það sem gerst hefur. Til dæmis má nefna að ég ætl- aði að ræða við mann sem vann stórfé I happdrætti fyrir fjölda ára, en hann vildi ekkert um það ræða Örn Petersen er markaðsstjóri VISA íslands en á erfltt með að rjúfa tengslin við útvarpið. þótt þessi tími væri liðinn. Þessi undirbúningur er allur mjög tímafrekur og kannski má Ifkja þessu við að útbúa veislu- máltíð. Þú stendur í eldhúsinu í sex klukkustundir en gestimir eru bara hálftíma að borða afrakstur- inn. Þetta er ekki einn af þeim þáttum þar sem maður getur grip- ið plötubunka undir arminn og labbað inn í stúdíó í því trausti að maður bjargi þessu." Þegar hér var komið sögu vildi blaðamaður Vikunnar vita hvort Örn hefði unnið við útvarp áður. „Jú, eitthvað hef ég komið ná- lægt því. Ég vann á Ríkisútvarp- inu í átta ár, frá 1970 til 78. Með- al þátta sem ég sá um má nefna Popphornið, Tíu á toppnum, Nýtt undir nálinni og Út í bláinn. Svo ég er ekki beint nýgræðingur á þessu sviði. Eftir að ég hætti á út- varpinu tók svo ýmislegt við, en síðastliðin þrjú ár hef ég verið markaðsstjóri fyrir VISA ísland, sem er krefjandi og skemmtilegt starf. Vissulega má segja að ég hafi varla tíma til að standa í þessu útvarpsstússi. Eins og ég sagði er starfið hjá VISA mjög krefjandi og auk þess á ég stóra fjölskyldu, konu og fjögur börn. Ætli það megi ekki segja að þau þekki mig af hrotunum. En í alvöru talað myndi maður auðvitað ekki leggja á sig þessa vinnu nema maður hefði gaman af henni. Það fer öll helgin í að undirbúa hvern þátt og ein aðalástæðan fyrir því að ég stend í þessu er sú að aðstaðan og mannskapurinn hér á Stjörn- unni eru fyrsta flokks. Mórallinn er mjög góður og það er einstaklega gott að vinna með fólkinu hérna. Kominn á rétta hillu - Pálmi Guðmundsson á Hljóðbylgjunnl Pálmi Guðmundsson er maður eftirmiðdagsins á Akur- eyri. Á hverjum degi er hann í loftinu frá klukkan 13 til klukk- an 17 á Hljóðbylgjunni, út- varpsstöð þeirra norðanmanna,, sem mun jafnvel taka upp ein- hverskonar samstarf við aðra hvora frjálsu útvarpsstöðv- anna sunnan helða. Pálmi, eða Bimbó eins og hann er líka kallaður, er þaulkunnugur öllu tónlistarlifi Islendinga þar sem hann hefur um árabil staiiaö að tónlistarmálum. Það er ég viss um að flestir Norðlendingar sem eru komnir til vits og ára muna eftir ferðadiskótekinu „Bimbó" sem Pálmi rak árum saman. Þá þeytti Pálmi (Bimbó) Guðmundsson er einn af frumherjum frjáls útvarps hér á landi. hann skífum i Sjallanum um fimm ára bil. Ekki hefur hann þó látið sér það nægja að spila plötur. Um nokkurt skeið rak hann nefnilega hljóðverið „Stúdíó Bimbó" þar sem þó nokkur fjöldi platna var hljóðritaður. Á tímabili gaf hann einnig út tímaritið „Smellur" sem fjallaði um popptonlist og ungt fólk. Eins og sjá má af þessari upp- talningu hefur Pálmi komið víða við í tónlistarlífinu og fyrr á árum kom hann sér nokkrum sinnum upp ólöglegum búnaði til að út- varpa fyrir Akureyringa við mikinn fögnuð yngri kynslóðarinnar. Ekki voru yfirvöld þó jafn hrifin og ávallt var búnaðurinn gerður upptækur jafnóðum. Það hlýtur því að hafa verið mönnum sem Pálma mikil bless- un þegar frelsi fékkst loks í út- varpsmálum og segja má að þessi hugsjónamaður sé nú loks kominn á rétta hillu. Munið, á virk- um dögum frá eitt til fimm. -AE. 50 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.