Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 46
atrix
handáburður
verndar,
styrkir
og mýkir.
(0
J.S. HELGASON HF.
Draghálsi 4. Simar: 37450 og 35395.
Ef ég lifði því Hfí
semégdaHam
gæti ég ekki skrífað
- segir Jackie Collins, höfundur „Eiginkvenna í Hollywood"
Metsöluhöfundurinn Jackie Collins
veit líklega meira um ást, losta og svik
en nokkur annar. Neistandi skáldsögur
hennar (sem eru tíu og þar með talin
sú nýjasta Hollywood Husbands) eru
skrásetning á ástarævintýrum hinna
ríku frá Beverly Hills til Malibu til Palm
Springs. Hvem er þá betra að spyrja um
rómantík í dag en glimmer- og sora-
drottninguna sjálfa?
Jackie samþykkti að taka sér hlé frá rit-
störfunum og ræða málið yfir hádegisverði.
„Það er skortur á rómantík hjá karlmönn-
um,“ hefur Jackie mál sitt, um leið og hún
smeygir sér í sætið. „Karlmenn gleyma róm-
antíkinni jafnskjótt og þeir hafa kvænst. Það
er eins og þeir hafi unnið kapphlaupið og að
þeim finnist að nú eigi þeir skilið að slappa
af og njóta afrakstursins. Einn gallinn sem
mennirnir í Hollywood Husbands hafa er að
þeir eru aldrei í rómantískum hugleiðing-
um með konum sínum, aðeins hjákonum."
„Er þetta þá vonlaust? Er rómantíkin
dauð?
„Nei, alls ekki. Hún lifir enn góðu lífi í
góðum hjónaböndum og það er rómantíkin
sem gerir það að verkum að sambandið
helst,“ segir Jackie sannfærandi. „Ég þekki
hjón sem eru alveg ótrúlega rómantísk —
hann er kvikmyndaframleiðandi og hún er
falleg. Þau fara til Acapulco á hverju ári og
þar sér hann til þess að þeim sé færð yndis-
leg máltíð á ströndina sem þau snæða við
fiðluundirleik. Michael Caine og kona hans
eru mjög rómantísk," heldur Jackie áfram.
„Þegar Michael var að leika í myndinni
JAWS IV í Nassau þá hringdi hann í konuna
sína, Shakira, og sagði við hana: ’Komdu og
vertu hjá mér í New York í tvo daga.’“
Dýrt. Hugsuðum við með okkur á meðan
við skoðuðum matseðilinn. „Er rómantíkin
þá aðeins ætluð þeim ríku?“
Peningar ekki nauðsynlegir
„Alls ekki. Það er hægt að vera rómantísk-
ur þó lítið sé um peninga. Það getur verið
rómantískt að fara saman í göngutúr niður í
bæ og fá sér pylsu saman. Það sem skiptir
máli er að samband á milli fólks má ekki
verða að gömlum vana, það verður að halda
glóðinni við og endurnýja eldinn sem
oítast. Rómantík þýðir að það verður að
skapa kynæsandi aðstæður af og til.“
„Ef karlmenn gera ekkert í því að við-
halda rómantíkinni, á konan þá alfarið að sjá
um að spennan haldist?"
„Það er nú ansi erfitt fyrir konuna að sjá
um þetta upp á eigin spýtur. Allt þetta kjaft-
æði sem stendur í kvennablöðum um það
að þú eigir að taka á móti manninum þínum
í svörtum, gegnsæjum undirkjól, vera með
steikina tilbúna í ofninum og búin að
kveikja á kertunum á borðinu hefur ekkert
að segja ef hann ákveður að hann vilji ffekar
horfa á íþróttirnar í sjónvarpinu. Bæði verða
að vera samþykk."
„Hvað með sjónvarpið? Þessi ávani að
vera alltaf að horfa á sjópnvarpið hlýtur að
eiga töluverðan þátt í að drepa rómantík-
ina?“
„Það er ekkert að því að hafa sína föstu
ávana svo framarlega að hægt sé að bregða
út afvananum af og til. Fastir vanar geta verið
ágætir og veitt öryggiskennd, en við höfúm
öll heyrt söguna um gæann sem gat aldrei
sleppt höndinni af kærustunni sinni, áður
en þau giftu sig; eftir giftinguna hefur hann
heldur viljað horfa á sjónvarp. Þetta er Ma-
donnu komplexinn og sjónvarpskomplex-
inn samantvinnaður."
„Hljómar hræðilega... hvað er til ráða?
Við vonuðumst til að viðmælandi okkar
lumaði á alls herjar lausn, en hún sá aðeins
frekari vanda.
„Sá aðili sem enn er rómantískur í sér er
þarna kominn á viðkvæmt stig. Ef kæmi að
því að hún hitti mann sem er rómantískur í
sér á móti, þá væri hann varla lengi að telja
hana á að koma með sér. Þannig að öll sófa-
dýrin mega fara að vara sig,“ segir Jackie.
„Hvað með „gráa fiðringinn“?“
„Karlmenn eru fæddir með flökkueðlið í
sér,“ svarar hún að bragði. „Það er að segja
FLESTIR menn. Það eru þeir sem ekki leita
annað sem eru raunverulega aðlaðandi,
vegna þess að ekkert jafnast á við mann sem
hefúr viljastyrk. Horfúmst í augu við stað-
reyndirnar — það þarf viljaþrek til að halda
sig við einn og sama makann allt lífið. Ég
held að framhjáhald spilli sambandinu á
milli hjóna. Það er skemmtilegt að hugsa sér
að maður geti hvenær sem er farið í rúmið
með þeim sem manni lýst á það sinnið, en
svo kemur að því að maður hittir þann sem
breytir því að maður hugsi á þennan hátt.
Og þó það sé gaman að kynnast náið mörg-
um mönnum áður en maður giftir sig þá
getur það líka verið hættulegt."