Vikan


Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 35

Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 35
gamall maður með hvíta skeggbarta, hafði verið höfuðsmaður í her hans hátignar. Fínn maður, virðulegur og göfugmannlegur. „Gott kvöld, herra F.d. Hvernig er heils- an?" hóf hann mál sitt. „Það er verið að segja mér að þér séuð búnir að fá yður aðra konu alveg að yðar smekk og að svo liggi hún hér á líkbörunum... Má ég votta yður dýpstu samúð mína... Ég skal nú þegar taka til við krufningu á frúnni sáiugu fyrir hönd vísind- anna og hinnar konunglegu tollþjónustu." Hann gekk nú að stóru borði í varðstof- unni en á það hafði kona vefnaðarvörusalans verið iögð. Virtist hún verahin gerðarfegasta persóna en þögul og hreyfingarlaus var hún sem fyrr. „Fögur kona getur frúin naumast hafa verið," hélt höfuðsmaðurinn áfram. „Hvað sé ég; hún er neflaus. Ekki klæðir það vel... hm, og hvorki munnur né augu heldur - nú, það var nú kannski heppiiegast fyrir mann- inn hennar... Annars hefur hún óeðlilega stórt höfuð... þar mætti koma fjársjóðum fyrir... Nei, má ég nú trúa augunum? Knippl- ingar, ósviknir knipplingar frá Brussel í stór- um stíl... hefur bara verið pjöttuð, ha, ha, ha... Pá komum við að brjóstunum... Nei, sjáið þið, sjáið þið... allur barmurinn fullur af fegurstu úrum úr frönsku gulli... göfugt hjarta sem bæði slær og gengur... í>á er það maginn... Drottinn minn dýri! Innyflin úr dýrlegasta silki... silkisokkar nógir á allar hinar ellefu þúsund meyjar... og fæturnir, nei, viljið þið ekki gera það fyrir mig að Hta hér á! Er annars hægt að ímynda sér glæsi- legra silkiflauel, svart er það að vísu ... svart- ir fætur! ha, ha, ha, hún var þá negri í aðra ættina sú fagra frú... hefur að vísu ekkert að segja... Guð gæfi að allar konur væru jafh mikils virði og þessi og að allir handlæknar hefðu eins mikið í aðra hönd og ég, vísindun- um til verðugs ábata." Meðan á þessu eintali stóð leystist líkami frúarinnar smám saman upp í fjöldann allan af smáum og stórum pökkum sem voru auð- vitað allir rannsakaðir. Eftir stundarbið eða svo og eftir að allar nauðsynlegar regiur höfðu verið viðhafðar var herra F.d. og bókara hans leyft að hverfa afhólmi. „Hvert á ég nú að fara?" spurði ég. „Farðu til helvítis," svaraði kaupmaðurinn um leið og hann reikaði inn í vagninn. „Allt í lagi, ég tek það svo að ég eigi að aka herrunum heim til sín," ansaði ég og hottaði á hestana. Farþegar mínir stigu af heilu og höldnu við húsdyr sínar en hvorutveggja gleymdu þeir'að bjóða mér góða nótt og rétta mér þjórféð. Ég hef sjaldan sofið betur en þá nótt því að mér fannst þeir eiga skilið grikkinn sem ég gerði þeim. En ekki var þó vefnaðarvörusal- inn gersneyddur mannlegum tilfinningum eins og ég hafði áður leyft mér að halda því það hef cg fyrir satt að seinni konu sína hafi hann syrgt af innsta grunni hjarta síns. Smásaga eftir August Blanche. Áður birt í Vikunni fyrir 50 árum VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.