Vikan


Vikan - 04.02.1988, Síða 53

Vikan - 04.02.1988, Síða 53
RÚV. SJÓNVARP 17.55 Ritmálsfréttir. 18.00 Nilli Hólmgeirs- son.50. þáttur um þennan skemmtilega prakkara. Sögumaður er Örn Árna- son. 18.25 Kaja og trúðurinn. Barnamynd frá norska sjónvarpinu. 18.50 Fréttaágrip og tákn- málsfréttir. 19.00 Steinaldarmennirn- ir. Teiknimynd um fjand- vinina og nágrannana Fred og Barney. 19.30 Staupasteinn. Tí- undi þáttur af þessum geysivinsæla bandaríska gamanmyndaflokki um starfsfólk og fastagesti á bar í Boston. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Þingsjá. 20.50 Annir og appelsín- ur. I þetta sinn fáum við að kynnast því hvað nem- endur í Fjölbrautaskólan- um í Garðabæ eyða tímanum í. Umsjónarmað- ur er Eiríkur Guðmunds- son. 21.15 Mannaveiðar. Lög- regluforinginn þýski held- ur áfram að eltast við glæpamenn með tilþrif- um. 22.05 Næstur í röðinni. The next Man. Bandarísk bíómynd frá 1976. Aðal- hlutverk: Sean Connery, Cornelia Sharpe, Albert Paulsen og Adolfo Celi. Leikstjóri: Richard Sarafi- an. Sean Connery leikur hér ráðherra Arabaríkis sem er næsti maður á dauðalista hryðjuverka- samtaka. Morðinginn er Ríkissjónvarpið kl. 22.05. Næstur í röðinni. The Next Man. Hér tekst gamli Bondarinn Sean Connery á við hlutverk þar sem hann leikur ráðherra arabaríkis sem hryðjuverkasamtök ætla að myrða. Cornelia Sharpe leikur morðingjann sem hrffst af fórnarlambinu og á í miklu sálarstríði um hvort hún eigi að hlýða málstaðnum eða tilfinningum sínum. kaldrifjaður og slægur kvenmaður sem lendir í innri átökum eftir því sem hún kynnist fórnarlamb- inu betur. 23.55 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. STÖÐ2 16.35 Glatt á hjalla (Stand Up and Cheer). Iburðar- mikil kvikmynd sem gerð var á kreppuárunum í Bandaríkjunum til þess að létta mönnum lífið. Aöalhlutverk: Shirley Temple, John Boles, Warner Baxter og Madge Evans. Leikstjóri: Hamilton McFadden. 17.50 Föstudagsbitinn. Blandaður tónlistarþáttur með viðtölum við hljóm- listarfólk og ýmsum uppákomum. 18.45 Valdstjórinn (Captain Power). Leikin barna- og unglingamynd. 19.19 19.19. 20.30 Bjartasta vonin (The New Statesman). Hver myndi samþykkja að taka að sér að koma heilum bílfarmi af kjarna- úrgangi í lóg? Það gerir þingmaðurinn okkar og bjartasta vonin í þættin- um í kvöld enda álitleg hóknun í boði sem gerir lonum kleift að klifra hærra í metorðastiganum. En þingmaðurinn reiknaði ekki með þeim erfiðleik- um sem því eru samfara að hafa kjarnaúrgangs- efni undir höndum. 21.00 Kærleikshjal (Smooth Talk). Þrjár unglingsstúlkur bíða fullorðinsáranna með óþreyju og halda að þar með verði lífið dans á rósum. Ein þeirra vaknar upp við vondan draum þegar hún þarf óvænt að segja skilið við unglings- árin og takast á við vandamál hinna full- orðnu. f bakgrunni mynd- arinnar er lífleg tónlist sem fólk á þessum aldri kann vel að meta. Aðal- hlutverk: Treat Williams og Laura Dern. Leikstjóri: Joyce Chobra. 22.30 Skemmdarverk (Blechschaden). Svartur bíll þýtur gegnum nótt- ina. I honum er par á heimleið eftir ánægjulega helgi. Skyndilega birtist hjólreiðamaður í Ijósgeisla bílsins, en of seint. Sker- andi hemlahljóð rýfur kyrrð næturnnar, dynkur, brothljóð og maðurinn liggur í blóði sínu á götunni. Ofsahræðsla grípur parið, hvað er til ráða? Ókumaðurinn stígur bensínið í botn og þau hverfa út í nóttina. Aðalhlutverk: Klaus Schwarzkopf og Götz George. 00.20 Hættuspil (Roll- over). Kauphallirnar laða til sín auðuga ekkju og kaupsýslumann. En ein- hver fylgist með gerðum þeirra. 02.15 Dagskrárlok. Stöð 2 kl. 22.30. Skemmdarverk. Blechschaden. Þýsk mynd með Klaus Schwarzko og Götz George í aðalhlut verkum. Myndin segir pari sem keyrir á hjólreiða- mann og stingur af frá slysstað. En sögunni er ekki aldeilis þar með lokið. Stöð 2 kl. 21.00. Kærleikshjal. Smooth Talk. Bandarísk sjón- varpsmynd frá 1985 með Treat Williams og Laura Dern f aðal- hlutverkum. Leikstjóri er Joyce Chobra. Myndin segir frá þremur unglingsstúlkum sem dreymir um að verða fullorðnar og ímynda sér að þá verði lífið dans á rósum. Ein þeirra kemst þó að þvf að sú er ekki raunin þegar hún þarf að takast á við alvöru Iffsins. STILLTU Á STJÖRNUNA Stjarnan er stillt á þig. FM 102 og 104 Auglýsingasími 689910 VIKAN 53

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.