Vikan


Vikan - 29.09.1988, Síða 10

Vikan - 29.09.1988, Síða 10
til þess að við snerum okkur að þorskeldi eða lúð- ueldi svo ekki sé nú talað um ef okkur hefði borið gæfa til að fara út í markvissa ræktun regnbogasilungs eins og Skúli á Laxalóni ætlaði að gera á sínum tíma. Nú eða þá að fara út í álarækt. Við vorum nokkrir sem stofnuðum félag um slíka ræktun fyrir nokkrum árum en það var drepið niður þar sem ekki fékkst leyfi til að flytja inn glerál svo unnt væri að hefja starfsemina." Daglegur óvinafagnaður Árni segir að ástandið í peningamálum brenni mun heitar á landsbyggðarfólki en Reykvíkingum. Hann bendir á að fólk úti á landi sem flytji í þéttbýlið verði að selja eigur sínar lágu verði. Fyrir góða bújörð fáist ekki meira en sem nægi fyrir kjallaraholu í Reykjavík. Ævilangt strit hjóna sem þurfi að bregða búi skili nánast engu þegar upp er staðið. Launafólk sé sífellt að verða fátækara á sama tíma og fjármagnseigendur safni stöðugt meiri auðæfum. „Mér finnst sem við kratar höfúm fjarlægst uppruna flokksins í augum almennings. Okkur er kennt um svonefnd- an matarskatt og sagt að við höfúm gengið harðast ffam í vaxtafárinu, sem fólk er að kikna undan. Það voru hörmu- leg mistök þegar gengisfell- ingarleiðin var farin. Þá hækkaði lánskjaravísitalan um 8% á tveimur mánuðum sem þýðir að einnar milljónar króna skuld hækkaði um 80 þúsund í einu vetfangi. Ef ekki tekst að draga úr verðbólgunni þá á Alþýðuflokkurinn ekki mikið erindi í þessari ríkis- stjórn. Sundrung vinstriaflanna er sorgarsaga íslenskra stjórn- mála. Þar fer daglega fram óvinafagnaður í stað samvinnu eða samruna. Foringjarnir geta aldrei lagt fortíðina til hliðar. Gylfi Þ. Gíslason átti á sínum tíma í alvarlegum viðræðum við menn úr öðrum flokkum um stofnun nýs flokks, Jafúaðarmanna- flokks íslands. Því miður varð sú flokksstofúun ekki að veruleika. Nú, þegar menn hafa fengið reynslu af nýfrjáls- hyggjunni, eru skilyrði til að sameina vinstriflokkana. Það væri til góðs fýrir íslenskt þjóðfélag og ég vil benda á að í kosningunum 1978 fengu A-flokkarnir tæp 50% atkvæða. Hluti af miklu fylgi Kvennalist- ans í skoðanakönnunum eru mótmæli gegn þessu þrefi vinstri flokkanna sín á milli. Kjósendum finnst sem þeir finni valkost í Kvennalistanum og það eru ósköp eðlileg viðbrögð." Hjólparstofnun kirkjunnar Enn ræðum við pólitíkina um stund. Síðan vendum við okkar kvæði í kross. Fyrir nokkrum árum var mikil þörf fyrir hjálp og aðstoð. í þau tvö ár sem Árni hefúr verið stjórnarformaður Hjálp- arstofúunarinnar hefúr hún rétt hlut sinn mjög og öðlast traust þjóðarinnar á nýjan leik. En hvernig gekk að snúa dæminu við? „Fyrsta verkið var að taka allar samþykktir til endur- skoðunar og gera breytingar með mjög harðri eftirlits- skyldu með öllum mannkyns er framundan, Afríkusprengingin. Þar er gífúrleg fólksfjölgun á sama tíma og stórlega dregur úr matvælaframleiðslu og meiri neyð en dæmi eru til um áður blasir við.“ - En er ekki íslenska ríkið með umtalsverð fjárframlög til hjálpar vanþróuðum löndum? „Sannleikurinn er nú sá að þrátt fyrir það að við séum með tekjuhæstu þjóðum heims, þá er sú þróunaraðstoð sem við veitum skammarlega lítil. íslendingar eru í hópi þeirra þjóða sem hafa skrifað undir sáttmála Sameinuðu þjóðanna þess efnis að stefnt skuli að því að veita sem nemur einu prósenti af vergri þjóðarffamleiðslu í þróunarað- stoð. Svíar og Norðmenn hafa náð þessu marki, en margar þjóðir hafa ákveðið framlag sitt 0,7% og það mark hefur Alþingi íslendinga samþykkt. Efúdirnar eru hins vegar á þann veg, að á þessu ári nemur framlag okkar 0,06%. Svo kyrfilega hefur þessi samþykkt verið svikin og þetta er okkur til háborinnar skammar. Þróunarstofúun íslands er í fjárhagssvelti og það eina sem hún hefúr getað gert er að aðstoða íbúa Grænhöfðaeyja. Það sem hefúr bjargað andliti fslands út á við er starf Hjálparstofú- unar kirkjunnar og Rauða krossins. Við virðumst ekki skilja hvað það er okkur mikils virði að komast í tengsl við þessar þjóðir. Enda erum við svolítið sturluð þjóð. í æðislegu kapphlaupi við að eyða samstundis öllu sem við öflum í eitthvað sem við höldum að færi okkur sanna hamingju.“ Nú truflaði síminn okkur og þetta símtal dróst svo á langinn að það batt enda á viðtalið, enda-varð einhvers staðar að setja punktinn. Af orðum Árna í símann heyri ég að hinum megin á línunni er forsvarsmaður einhvers fýrirtækis fyrir norðan sem á í baráttu við kerfið og það er greinilegt að Árni ætlar að gera hvað hann getur til að greiða úr vandræðunum. Það er komið langt ffam á kvöld. Stundum er talað um að þingmenn hafi góð laun þótt þau þættu eflaust ekki há í einkageiranum. En ég er hræddur um að tímakaup þingmanna sé ekki hátt þegar allt er talið, alla vega ekki hjá landsbyggðarþingmönnum eins og Árna Gunnarssyni. Cv/ Kötturinn Keli kominn í fang Áma. Þetta er afar gamall köttur. Miðað við mannsaldur er hann orðinn 98 ára gamall. Keli hef- ur lent í ýmsu stórbrotnu um ævina. M.a. fallið út um glugga á áttundu hæð, 111 sinnum sína eigin hæð, og skollið á 76 km hraða á malbikinu fyrir neðan. Seigur sá gamli. umræða um starfsemi Hjálpar- stofnunar kirkjunnar og kom ffam gagnrýni á ýmsa þætti starfseminnar. Fór svo að stjórn Hjálparstofnunarinnar sagði af sér sem og fram- kvæmdastjórinn. Álit stofnun- arinnar setti talsvert ofan og lfamtíð hjálparstarfsins var undir því komin að þar tæki maður við stjórnartaumunum sem flestir bæru traust til. Leitað var til Árna Gunnars- sonar um að verða formaður nýrrar stjórnar. Árni varð við þeirri beiðni. Hann hafði þá sjálfur farið til hungursvæða í Afríku og dvalist þar mánuð- um saman við hjálparstörf. Horft á sveltandi og deyjandi börn og fullorðna, séð þessa gífurlegu neyð með eigin augum og þessa brennandi rekstrinum. Ráðinn var nýr framkvæmdastjóri, Sigríður Guðmundsdóttir, sem er ákaflega hæf og hefur mjög góða þekkingu á þessum málum. Við finnum fyrir trausti meðal almennings og frábær árangur jólasöíúunar- innar í fyrra sannar það best. Við höfum líka sýnt og sannað að við erum verðug þessa trausts því hver króna sem safnast kemst til skila til þess verkefúis sem safúað er fýrir hverju sinni utan þeirra 8% sem fara í rekstrarkostnað. En það er ekki nóg að safna. Við höfum ákveðið að fara út í mikið fræðslustarf til að upplýsa fólk um þörfina og hvernig ástandið er víða. Um 80% mannkyns líða skort af einhverju tagi. Mesta skelfing 10 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.