Vikan


Vikan - 29.09.1988, Side 12

Vikan - 29.09.1988, Side 12
„Ég hef gaman af öllu sem gefur mér góða reynslu" / Ivetur sem leið kvaddi sér hljóðs ný rödd í ís- lensku leiklistar- og skemmtanalífí, rödd Sig- rúnar Waage leikkonu. Sigrún er 27 ára Reykvíkingur, nýút- skrifuð £rá leiklistarháskóla í Bandaríkjunum. Hún vakti at- hygli fyrir leik og söng í Vesa- lingunum, sem sýndir voru í Þjóðleikhúsinu, og fyrir söng í undanrás Evrópusöngva- keppninnar síðast liðið vor. Sigrún leikur um þessar mund- ir í gamanleikritinu N.Ö.R.D., hjá Gríniðjunni, en hefúr jafh- ffamt í ýmsu öðru að snúast. Það var ekki auðvelt að ná í Sigrúnu dagana sem spjallið skyldi fara fram. Hún starfar sem flugffeyja hjá Flugleiðum og var að æfa nýtt hlutverk í N.Ö.R.D. ffá morgni til kvölds hvenær sem tími gafst til. Auk þess er Sigrún móðir og hús- móðir, gift Birni Jónssyni og þau eiga einn son, Sigurð Björn sem er á öðru ári. Það var þó kvöldstund eina í stuttu hléi frá æfingum á leikritinu í Gamla bíói, að Sigrún brá af sér gervinu og sagði frá sjálfri sér. „Ég var í ballett í sjö ár hjá Listdanskóla Þjóðleikhússins og fór ég snemma að taka þátt í leiksýningum. Ég lék fyrst í Sjálfstæðu fólki, lék Björt, barnabarn Bjarts í Sumarhús- um. Síðan tók ég þátt í ýmsum barnaleikritum svo sem Kard- emommubænum, Ferðinni til tunglsins, Öskubusku og flest- um ballettum sem settir voru upp á þessum tíma. Ætli ég hafl ekki verið svona níu eða tíu ára þegar ég byrjaði. Tíu ára gömul lék ég einmitt í fýrsta skipti með Randveri Þorlákssyni, en nú er ég ein- mitt að leika kærustuna hans í N.Ö.R.D. Ég var alltaf að leika og búa til leikrit, í afmælum og heima hjá mér. Ég lifði í mínum eigin leikhúsheimi og var þá stað- ráðin í að verða leikkona. Mér fannst þessi heimur svo heill- andi. TEXTI: ÞÓREY EINARSDÓTTIR Áður en ég byrjaði í ballett- inum fékk ég stundum að fara á leiksýningar með dóttur Bessa Bjarnasonar og fékk þá að fara baksviðs. Ég held ég geti kennt honum um að ég er í þessu núna,“ segir Sigrún hlæjandi, „enda er hann einn af mínum uppáhaldsleikurum. Ég varð síðan mjög áhugasöm í ballettinum og ætlaði mér að verða ballerína. En það kom að því að ég hætti við það, og fór aftur að huga að leiklistinni." — Þú hefúr ekkert verið smeyk við bágar atvinnuhorfur eða því um líkt þegar þú ákvaðst að gerast leikkona? „Ég hugsaði mjög lítið um það. Ég fór að læra það sem mig langaði til að læra og síðan varð að koma í ljós hvernig hlutirnir æxluðust. Ég ákvað það að reyna að komast í skóla úti í New York, tók þar inntökupróf og komst inn. — Hvernig þótti þér að fara í inntökupróf og síðan í nám í leiklistarskóla í Bandaríkjun- um — þú hefúr ekki mætt nein- um tungumálaörðugleikum eða slíku. „Ég hafði aðeins mína skóla- ensku og var alveg ágæt í henni. Samt sem áður var það hálfgert áfall fýrir mig að fara að læra á öðru tungumáli, ekki síst hlusta á fyrirlestra á fýrsta árinu, sem var mjög erfitt. Það var sömuleiðis mjög erfitt að leika á erlendu tungumáli. Ég hlakkaði alltaf mikið til að koma heim og byrja að leika á íslenskri tungu. Mér finnst til dæmis mjög auðvelt að læra texta á íslensku miðað við hvað mér þótti það oft erfitt á ensku. — Hvaða skóla varst þú í og ' hvernig var náminu háttað? „Skólinn heitir New York University School of the Arts. Ég var þar í tilraunaleikhús- deild og leikhúsfræðum. Nám- ið tók fjögur ár og lauk með BA gráðu. Það skiptist til helm- inga í leiklist og leikhúsfræði, en einnig var hægt að taka val- fög sem tengdust leiklistinni. LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON Meðal kennslugreina voru raddþjálfún, söngur — sem er að mínu mati mjög nauðsyn- legur — hreyfiþjálfún, spuni og alls konar líkamleg þjálfun. Ef maður vill taka þátt í uppfærsl- um á leikritum er eftir fýrsta árið hægt að fara í prufur fyrir uppfærslur innan skólans. Þá er maður í því aukalega með skólanum, og æfir á kvöldin og um helgar. Það er því hægt að fara í gegnum skólann án þess að leika í nokkru leikriti, rétt eins og verið sé að búa nem- endur undir hinn harða heim leiklistarinnar. Ég fór í svona prufur strax og ég mátti, og komst inn i þau leikrit sem ég reyndi við. Þetta var mér mjög mikilvæg reynsla. Það er mikið atvinnuleysi meðal leikara í New York — síðustu tölur sem ég heyrði nefndar voru að í borginni væru 90 þúsund at- vinnulausir leikarar!" — Komstu beint heim þegar náminu lauk? „Nei, ég útskrifaðist 1986 og þá flutti ég til Florída þar sem maðurinn minn var við fram- haldsnám. Ég var barnshafandi þegar ég útskrifaðist og var heimavinnandi húsmóðir þetta ár sem maðurinn minn var við nám. Ég kom gagngert heim til að leika í Vesalingun- um. Það var hringt í mig og ég kölluð í prufú, og það varð til þess að ég fór heim um haust- ið, en ég hafði ætlað mér að vera úti ffarn að jólum. Maður- inn minn kom nokkrum mán- uðum seinna." — Var þetta ekki mikið tæki- feri fyrir þig? — ,jú, þetta var nokkuð sem ég átti ekki von á. Ég bjóst við að þegar ég kæmi heim þyrfti ég að byrja að ganga á milli leikhúsa, kynna mig fyrir leik- stjórum." — Er þetta ekki sérstaklega erfitt fýrir þá sem lært hafa er- lendis? ,Jú, vegna þess að þeir hafa aldrei haft tækiferi til að kynna sig. Hérna geta leikstjórar farið í nemendaleikhúsið og horft á nemendurna þar.“ Leikritið sem Sigrún leikur í hjá Gríniðjunni er gaman- leikrit eftir Bandaríkjamann- inn Larry Shue. Leikstjóri er Gísli Rúnar Jónson, sem jafn- framt leikur eitt hlutverkið. Aðrir leikarar eru Edda Björgvins., Þórhallur Sigurðs- son (Laddi), Júlíus Brjánsson, Randver Þorláksson og Björg- vin Franz Gíslason. Leikritið var frumsýnt í apríl síðastliðn- um, en er nú tekið til sýningar á nýjan leik, fyrst á Akureyri en síðan í Gamla bíói í Reykjavík. Hlutverkaskipan er breytt frá því í vor að því leyti að Krist- björg Kjeld og Pálmi Gestsson, sem voru gestaleikarar hjá Gríniðjunni hafa látið af hlut- verkum sínum, en Gísli Rúnar og Edda tekið við þeim. Sigrún heíúr tekið við hlutverkinu sem Edda fór með áður. „Sú sem ég leik heitir Ransý og er kærasta arkitektsins Will, sem er fórnarlamb „Nördsins". Fólk verður bara að koma og sjá hvernig fer. Mér barst þetta hlutverk með mjög litlum fyrirvara og þar sem ég var bundin í flug- freyjustarfinu hef ég haít meira en nóg að gera. Textinn er ansi mikill og ég hef aðallega lært hann í rútunum til og frá Kefla- vík! Þetta hefur verið erfitt en mjög gaman. Ég er mjög fegin að fá tæki- feri til að fara úr söngleik í gamanleik og því næst í Shake- speare. Ég kem til með að leika Ariel í Ofviðrinu eftir Shake- speare seinna í vetur. Það er óskaplega spennandi og ég get ekki beðið eftir að byrja á því. Æfingar hefjast þó ekki fýrr en í janúar. Ég er mjög hrifin af Shakespeare, en hafði reyndar aldrei lesið hann áður en ég byrjaði í skólanum." — Nú hefúr þú sungið líka og þar á meðal í söngvakeppni sjónvarpsins. Hvernig kom það til og hvernig þótti þér það? „Það má segja að það hafi komið til vegna þess að ég söng í Vesalingunum. Við get- 12 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.