Vikan - 29.09.1988, Side 17
SVEITASINFONIA
TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR / LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON
Bæjarlífið breytir á
vissan hátt um svip
um leið og leik-
húsin fara í gang á
haustin. Þá verður mannlífið
meira í miðbænum á kvöldin
og prúðbúið fólk sést rölta yflr
á veitingahúsin til að fá sér
kvöldhressingu eftir sýningu.
Meðal verka sem Leikfélag
A FJÖLUNUM
við Tjömina
Menningin gengur
fyrir öllu hjá
sýslumanninum,
svo hann htur
framhjá bruggi og
öðrum glæpum
íbúa sveitarinnar.
Gunnar Eyjólfsson
leikur tónskáldið í
sýslumanns-
gervinu.
Reykjavíkur frumsýnir í vetur
er Sveitasinfónía eftir Ragnar
Arnalds sem leikstýrt er af Þór-
halli Sigurðssyni og frumsýnt
var 22. september. Blaða-
mönnum og ljósmyndurum
var boðið að koma og horfa á
rétt fyrir ffumsýningu, þegar
allt var að smella saman og
aðeins átti eftir að sverfa af ör-
fáa agnúa.
„Átti ég ekki að vera í jakk-
anum strax í byrjun, Sigurjón?"
kallaði einn leikaranna fram í
sal. Hann fékk staðfestingu á
að svo væri, frá Sigurjóni Jó-
hannssyni leikmynda- og bún-
ingahönnuði. Síðan slökknuðu
ljósin og ieikritið hófst — í rétt-
unum. Sveitasinfónía á að
gerast uppi í sveit fyrir um 30
árum og er hér á ferðinni hefð-
bundin blanda af pólítík, ást og
þrætumálum, í gamansömum
tón að vísu. Verið er að byggja
virkjun í dalnum og auðvitað
skiptast íbúar í tvo hópa varð-
andi mannvirkið. Áfengi kem-
ur töluvert við sögu og sýslu-
maður sem lítinn áhuga hefur
á að fangelsa lögbrjóta vegna
þess að þeir syngja allir í sin-
fóníunni hans sem flytja á við
opnunarhátíð virkjunarinnar.
Skemmtilegasta persónan í
leikritinu fannst okkur Emma
sem er giff einum bóndanum.
Emma er frá Þýskalandi og er
ekki alveg búin að læra ís-
lenska beygingarfræði. Hún er
ákaflega blíðlynd kona og
fyrirgefúr bónda sínum allt...
líka framhjáhald. „Þetta gengur
yfir“, segir hún í mæðutón.
„Það gerir það alltaf.“
Þórdís prestsdóttir ætlaði að
flytja heim til unnustans, Ás-
geirs hreppstjóra, sem Öm
Ámason leikur, áður en Ör-
lygur bóndi á Illagili komst í
bólið til hennar.
„Elskan mín! Ertu með haus-
verk?“ F.mma er svo fádæma
blíð og góð kona að hún
fyrirgefur manni sinum
allt. . . drykkju og jafnvel
framhjáhald. Margrét Áka-
dóttir frábær i hlutverki sínu
- eins og hennar er vandi -
sem Emma hin þýskættaða.
Valdimar Öm Flygenring
leikur Örlyg bónda hinn
timbraða.
Og hér er Örlygur bóndi með þeirri sem hann gimist -
það sinnið. Edda Heiðrún Backman leikur prestsdóttur-
tna brjóstgóðu sem karlmennimir í sveitinni slefa yfir.
Allt hófst þetta í réttunum... og auðvitað var áfengi með í
spilinu. Jón Hjartarson, Sigurður Karlsson og Valdimar
Öm Flygenring í hlutverki bænda í sveitinni. Guðjón
Kjartansson og Flóki Guðmundsson leika til skiptis
hlutverk Gauja, sem er sonur Emmu og Örlygs.
VIKAN 17