Vikan - 29.09.1988, Side 23
■160 erlendir
■ blaðamenn
runnu á ilminn
TEXTl: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: PÁLL KJARTANSSON
--------------------
Iseptember var kynntur 1
fyrsta sinn nýr herrailm-
ur frá Dior, en slíkar
kynningar eru vanalega
mikill viðburður í tísku- og
snyrtivöruheiminum. Að þessu
sinni varð ísland fyrir valinu
sem staðurinn til að opinbera
þessa nýjung og ilminum
fylgdu yfir 160 erlendir blaða-
menn og ljósmyndarar víðs
vegar að úr heiminum.
Erlendu gestirnir notuðu
um leið tækifærið til að kynn-
ast íslandi aðeins nánar og
skoðuðu sig því um og kynnt-
ust því helsta. Sjaldan eru hér
staddir í einu jafh margir
blaðamenn og Ijósmyndarar
og voru að þessu sinni, enda
greip iðnaðarráðuneytið þetta
góða tækifæri til að kynna enn
frekar það sem landið hefur
upp á að bjóða. Erlendum og
innlendum gestum var boðið
til veislu í Súlnasal Eiótel Sögu,
þar sem hægt var að smakka ís-
lenskan alþýðumat s.s. súrsað
slátur, harðfisk og hákarl og
auðvitað ákavíti eða Icy vodka
með. Þeir sem ekki voru jafn
alþýðlegir — eða vildu eitthvað
léttara — fengu sér snittur og
kampavín. Tískusýning á ís-
lenskum ullarvörum er fastur
liður á samkomum sem þess-
Vert’ekki að horfa. . .
Gylltur, fleginn og eins að-
skorinn kjóll og hugsast
getur og sú sem honum
klæðist getur verið viss um
að eftir henni sé tekið.
um og ekki annað að sjá en
gestum líkaði vel sú sem þarna
var haldin .
Blaðamaður Vikunnar og
ljósmyndari mættu í boðið og
voru sammála um að það
skemmtilegasta sem fyrir aug-
un bar væri klæðnaður kvenn-
anna, enda ekki á hverjum
degi sem tækifæri gefst til að
sjá hvernig heimskonur klæð-
ast í boðum.
Frú Vigdís Finnbogadóttir kom í boðið, erlendu blaða-
wönnunum og öðrum gestum til mikillar ánægju. Hér
skálar hún í kampavíni við Maurice Roger, yfirmann ilm-
efnaframleiðslu Dior og Friðrik Sophusson iðnaðarráð-
herra — og eins og sjá má á hún athygli herranna óskipta.
Flestar kvennanna voru í
svörtum sparikjólum. Þessi
kom frá franska tímaritinu
Marie Claire.
Þennan leist okkur vel á -
svo vel að við báðum stúlk-
una að snúa sér við og Ieyfa
okltur að mynda hann að
framan lílta. Það var auðsótt
mál og við fengum síðan að
vita að hún væri frá Spáni.
Púff, rósir og slaufúr. Þessi
glaðlegi sparikjóll var í
skærum litum og úr fallegu
glansandi efni. Svört slaufa
á hliðinni setti punktinn
yfir i-ið.
■ ( Baksvipurinn skiptir einn-
ig miklu máli - jafhvel
megin máli. Fyrir ofan
rykkingarkantinn á jakkan-
um kom marglitt silkirósa-
beð.
VIKAN 23