Vikan


Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 34

Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 34
SVEPPURINN Maður er nefiidur Andrija Puharich og er læknir að mennt. Um hann hefur hinn firægi rithöfundur og gáfumaður Aldous Huxley haft þessi orð: „Dr. Puharich is one of the most brilliant minds in parapsycho- logy.“ Eða: „Dr. Puharich er í hópi allra gáfuðustu manna, sem fást við rannsóknir yfirskilvitlegra fyrirbæra." En orðið parapsychology er sarnan- sett af grísku orðunum para, sem þýð- ir eiginlega við hliðina á, og psyke, sem þýðir sál. Þetta táknar því þau fræði, er fjalla um það, sem fi-ábrugð- ið hlýtur að teljast í andlegum hæfi- leikum manna öllu venjulegu, svo og íjalla þau um margs konar umdeild fýrirbæri, eins og t.d. hugsanaflutn- ing, skyggni, fjarhrif, spádómsgáfu, hlutskyggni og fleiri fyrirbæri, sem ýmsir merkir vísindamenn eru nú loksins famir að gefa fúllan gaum og rannsaka á vísindalegan hátt. Þó emm við ekki lengra komin í þessum efn- um en það, að mikill meirihluti þess- ara lærðu manna þorir hvergi nærri slíkum rannsóknum að koma af ótta við að missa við það álit starfsbræðra sinna og vera kenndir við kukl. En Andrija Puharich er ekki einn í þeirra hópi. Hann er þvert á móti svo áhugasamur um rannsóknir þessara fýrirbæra, að hann hefúr komið á stofii sérstakri rannsóknastöð, sem hann rekur og stjómar sjálfur í Maine-fylki í Bandaríkjunum þar sem hann á heima. Hann hefúr skrifað bók um rannsóknir sínar, sem vakið hefúr mikla athygli og hann nefnir The Sacred Mushroom eða Sveppur- inn helgi. í þessari bók sinni skýrir hann fiá því hvemig hann komst t samband við ungan hollenskan myndhöggvara, Harry Stone að nafiii, sem varð fýrir fúrðulegum skynjun- um í transi eða miðilsdái. Það var vin- kona höfundar, Alice Bouverie, sem fýrst vakti athygli hans á þessum unga manni, en hún var auðug og mikils metin kona í New York, listelsk mjög, gjöfúl, gestrisin og mikill vinur lista- manna. Kvöld nokkurt var Harry Stone í kvöld- verðarboði hjá þessari ungu konu og var hún að sýna honum málverkasafn sitt, en hún átti verk eftir ýmsa fræga nútímamál- ara. Segir hún frá því, að Stone hafi virst þykja lítið til þeirra koma, enda var hugur hans allur í höggmyndalistinni. Datt henni þá í hug að sýna honum ýmsa egypska dýr- gripi sem hún átti. Meðal þeirra var háls- men eitt, sem Sir Wallis Budge Egypta- landsfræðingur við British Museum hafði sagt tengdamóður frú Bouverie, að væri áletrað nafni Tii, frægrar drottningar Forn- Egypta, og hefði það að öllum líkindum 34 VIKAN verið persónuleg eign hennar. Frú Bouverie lýsir þessu í símtali frá New York fyrir vini sínum, dr. Puharich, sem þá var herlæknir staðsettur í Maryland-fylki, með þessum orðum: „ ... Hann hafði ekki fyrr tekið við hálsmeninu en hann tók allur að skjálfa og augnaráð hans varð starandi, eins og í vitflrringi. Hann reikaði um stund um stofúna, en hneig að lokum niður á stól. Ég varð skelfmgu lostin og óttaðist að hann væri að fá flog. Betty, kona Harrys, sagðist aldrei hafa séð hann í slíku ástandi. Ég þaut ffarn til þess að sækja vatn handa honum á meðan Betty studdi hann. Þegar ég kom aftur sat hann teinréttur í stólnum og starði með ofsalegu augnaráði eitthvað út í buskann. Hann virtist alls ekki sjá okkur, en var að horfa á eitthvað sem við gátum ekki séð.“ „Þetta hljómar Iíkast því að hann hafl verið í miðilsdái," sagði Puharich læknir. ,Já, þetta virðist allforvitnilegt," svaraði frú Bouvarie. „Þegar það gerðist hafði ég ekki minnstu hugmynd urn hvað þetta var. Þú hefðir vitanlega ekki óttast þetta af því að þú ert læknir, en ég hafði aldrei fyrr séð mann falla í dá.“ „Nú, en hvað gerðist þá, sem sannfærði þig um að þetta væri miðilsdá?" spurði læknirinn. „Hann sat bara þarna og starði út í tóm- ið í um það bil fimm mínútur. Því næst spratt hann upp og greip fast um hönd mér, eins og í örvæntingu. Þetta verkaði ákaflega óþægilega á mig, ekki síst vegna þess hvernig hann starði í augu mér. Ég hef aldrei séð jafn sterkblá augu á ævi minni. Hann endurtók í sífellu: „Manstu ekki eftir mér, manstu ekki eftir mér.“ Þetta sagði hann hvað eftir annað. Ég svar- aði: „Vitanlega man ég eftir þér, Harry.“ En þetta hafði engin áhrif á hann. Því næst tók hann að tala á mjög skýrri ensku um upp- eldi sitt. En hann er nýkominn ffá Hollandi og ennþá mjög stirður í enskunni. Mér var ekki Ijóst að neitt væri sérstaklega eftir- tektarvert við það sem hann sagði fyrr en hann bað um pappír og blýant og fór að teikna egypst myndletur. Ég þóttist vita að þetta væri hýróglýfúr, þótt ég kunni ekki orð í egypsku. Af þessu varð mér ljóst að hann væri í svefndái. Þá tók hann að segja mér frá einhverju lyfi sem verkaði hvetj- andi á sálræna hæfileika manns. Þess vegna hringdi ég líka til þín, því að þú ert eini maðurinn sem ég þekki og kynni að geta lesið eitthvert vit út úr því sem Harry sagði. Mér leikur nokkur forvitni á að vita um hvað þetta snýst allt saman.“ ,Já, þetta virðist allt forvitnilegt," svar- aði dr. Puharich. „Sendu mér afrit af því sem hann sagði og þá skal ég láta skoðun mína í ljós.“ „Sem betur fer skrifuðum við niður,“ sagði frúin. „Ég sendi þér það með hraði þegar í stað. Vertu blessaður, nú ætla ég að sleppa þér aftur til sjúklinganna þinna." „Vertu blessuð. Þú munt heyra frá mér strax og ég hef eitthvað að segja um þetta.“ Og þar með lauk þessu kynlega samtali, sem jafhframt var upphaf að ítarlegum rannsóknum dr. Puharics á hæfileikum hollenska myndhöggvarans Harrys Stones. að sem Puharich lækni þótti einna merkilegast af því sem Harry Stone sagði í svefndáinu var lýsing hans á jurt nokkurri sem nota mætti til þess að koma fólki í dá. Eftir víðtækar athuganir komst Puharich að því að þetta mundi vera sveppategund nokkur, amanita muscaria. En þessa svepps er víða getið í þjóðsögum og álfasögum. Hann komst jafnffamt að því að sveppur þessi væri notaður við hátíðleg tækifæri í Síberíu til þess að shaman, eða æðstiprestur, gæti farið sálförum, þ.e. losn- að úr líkamanum. En hvað egypska mynd- letrið snertir, þá reyndist það við þýðingu bera með sér að það væri skrifað gegnum Harry af Ra Ho Tep nokkrum sem hélt því ffam að hann væri prins, sonur faraós fjórðu egypsku konungsættarinnar. Við rannsókn kom í Ijós að Ra Ho Tep þessi er söguleg persóna, þótt af honum fari ekki miklar sögur og fátt sé vitað með vissu um það tímabil er hann var uppi. En það sem Puharich lækni þótti merkilegast af því sem Ra Ho Tep sagði í gegnum Harry Stone var það að dásvefin sá sem notaður er til þess að losa sálina úr líkam- anum hefði verið aðferð sem Egyptar beittu þegar hann var uppi, en það var um 2700 f. Kr. eða 2000 árum áður en slíkt þekktist á Vesturlöndum. Ennfremur virt- ist Ijóst að eitthvert samband væri milli þessa fyrirbæris og sveppsins, sem ýmsir sértrúarflokkar víða um heim hafa haft mikla helgi á, en hingað til var ókunnugt um að slíkt þekktist meðal Egypta. Puharich læknir sparar sér sannarlega ekki fýrirhöfh til þess að komast að sannleikanum í þessu máli, því nú snýr hann sér að Egyptalandsfræðum til þess að vera sjálfstæðari í rannsóknum sínum, og næstu þrjú ár rekur hann sérhvert spor, sem hann finnur, í þessa átt. í tvö ár hefúr hann Harry Stone til rannsóknar, ræður hann til rannsóknarstofu sinnar í Maine. „Skilaboðin" frá Ra Ho Tep halda áfram að koma í gegnum Harry í tvö ár, en síðan 1956 hefur hann verið laus við allan trans og var því raunar alls hugar feginn, því sjálfur hafði hann engan áhuga á þessu, tók þetta ffemur nærri sér. Hans eina áhuga- mál hefur alltaf verið að fá að halda áfram að skapa höggmyndir í friði. Þessu næst kynnist læknirinn R. Gordon Wasson, sem er sveppasérfræðingur er hefúr skrifað feiknamikið verk um þetta efni. Hjá honum fær hann staðfestingu á því að viss trúarflokkur manna í Mexíkó noti þennan helga svepp við ákveðin há- J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.