Vikan


Vikan - 29.09.1988, Page 35

Vikan - 29.09.1988, Page 35
HELGI tíðleg tækiferi. Hafði Wasson verið við- staddur slíka athöfn, neytt af sveppum þessum og lýst ótrúlegum áhrifúm þeirra í grein í hinu ffæga tímariti Life. Koma þeir Puharich og Wasson sér nú saman um að sá síðarnefhdi fari til Mexíkó, reyni að fá samband við curandera, en svo nefhist völva sú sem stjórnar sveppaathöfhinni, og reyni þeir að koma á huglægu fjarhrifa- sambandi milli curandera og rannsóknar- stofhunar Puharichs í Maine. Framkvæmdi læknirinn ásamt starfsmönnum ýmsar at- hafnir á ákveðnu tímabili, sem curandera átti síðan að reyna að sjá og lýsa fyrir Wesson. En tilraun þessi fór út um þúfur vegna ófýrirsjáanlegra atvika. Wasson komst í samband við merkan curandero í Mexíkó, en hann varð svo hrifinn af þekk- ingu Wassons og virðingu fyrir helgiat- höfh sveppanna að hann vígði Wasson til hinnar lokuðu reglu þeirra sveppamanna °g hlaut það að gerast á kostnað fyrr- nefhdrar tilraunar, því það reyndist afar flókin athöfh. En víkjum nú að frásögninni til rann- sóknarstofnunarinnar í Maine. Það er eitt kvöldið að Puharich læknir ákveður að teyna dáleiðslu við Harry Stone. Þá er þar viðstödd vinkona hans, frú Bouvarie, sú er fyrst hafði kynnt hann fyrir Stone. Þegar hann er að dáleiða Harry gerist það fúrðu- lega að frú Bouvarie dáleiðist og fellur í einskonar trans, en það hafði aldrei hent hana áður. Segir hún í dáinu að hún hafi lif- að áður og átt heima í Sýrlandi. Harry hafði alltaf haldið því fram þegar hann var 1 dái að hún væri kona að nafni Antinea. Pni Bouvarie segir nú ffá því hvar hinn helgi sveppur amanita muscara, sem er afar fágætur í Maine, gæti fúndist þarna í oágrenninu. Er hún vaknar úr dáinu hefúr hún ekki hugmynd um hvað gerðist en Puharich segir henni að sjálfsögðu ffá því. Tveim dögum seinna finnur hún sveppinn a þeim stað sem hún hafði lýst og reyndist ókleift að finna fleiri jurtir, þótt víða væri ieitað. En þetta nægir vísindamanninum vitan- *ega hvergi nærri til þeirra rannsókna sem hann hyggst gera með þessa merkilegu lurt og áhrif hennar. Er skemmst frá því að segja að með feiknalegri fyrirhöfn tekst honum að lokum að afla sér nægilegra hirgða. Nú er hann tilbúinn til þess að hefja athuganir sínar á verkunum amanita Wuscaria á manninn. En hér verður hann að gæta ítrustu varúðar, því að jurt þessi er haneitruð. Aðalefnin í jurtinni, sem áhrif- um valda á neytanda, eru þrenn: Muscar- 'ne 0g atropine, sem bæði eru banvæn en hafa andstæð áhrif hvort á annað í manns- hkamanum, og þriðja efnið, bufotenin, Sem valdið getur ofsjónum. Puharich gef- Ur nú ýmsum mönnum örsmáa skammta af SVeppnum og reynist hann ekki hafa nein J'erstök áhrif á venjulegt fólk. En öðru máli gegnir um þá sem eru það sem hann kallar „sensitives", næmir. Þá koma fram athygl- isverðar verkanir. Það sem gerist þegar Harry Stone etur af sveppnum er það að hann fellur þegar í dásvefh og persónan Ra Ho Tep tekur við stjórninni. Ra Ho Tep krefst þess að sér sé ferður sveppurinn, amanita muscaria, og sýnir síðan í smá- atriðum hvernig á að útbúa hann og nota á réttan hátt. Aldous Huxley, vinur Puhar- ichs, fylgdist með tilraunum hans af mikilli athygli. Þegar hér er komið í tilraununum vill Puharich fá annan mjög næman mann til þess að gera tilraunir á þeim sameigin- lega, honum og Harry Stone. Og er nú leit- að til hins fræga Péturs Hurkosar og veitir hann fúslega samþykki sitt. Andrija Puharich lýsir Pétri Hurkos með þessum orðum: „Hann er risavaxinn maður, sex fet og þrír þumlungar á hæð, og vegur á þriðja hundrað pund. Hann er fúllur af krafti, fjöri og sjálfstrausti. Hann er algjör and- stæða Harrys, sem er veikbyggður, hlé- drægur og innhverfur maður. En þótt ótrúlegt sé urðu þeir mestu mátar og unnu saman með sérstökum ágætum við tilraunir mínar.“ Eins og ljóst er af kaflanum um hann í bók minni Ókunnum afrekum, er aðalhæflleiki Hurkosar fólginn í hlut- skyggni og nefndi ég ýmis dæmi þess, enda sannaði hann Puharich það fljótlega. En nú átti að reyna áhrif þessa merkilega svepps, amanita muscaria, á hann. Slíkt hafði Hurkos aldrei reynt áður. Við skul- um heyra Puharich sjálfan lýsa þessu: „Fyrsta skipti sem hann var látinn neyta sveppsins var 19. október 1956. Ég gaf Pétri inn af sveppnum kl. 10 e.h. Sjálfúr tók ég einnig skammt til þess að fýlgjast betur með. Við sátum einir í rannsóknar- stofunni í þögn og fylgdumst með við- brögðum okkar. Og vitanlega fylgdist ég einnig sérstaklega með viðbrögðum Péturs. Nú vil ég geta þess að Pétur er einn þeirra manna sem aldrei geta staðið kyrrir á sama stað lengur en í fimm mínútur í senn, svo eirðarlaus er hann. Er ég hafði gefið honum skammtinn furðaði ég mig á því að Pétur sat hinn rólegasti í klukku- stund. Ég ávarpaði hann og tók þá eftir því að hann var fallinn í létt dá og var það í fyrsta sinn síðan ég hóf rannsóknir á honum, en þær höfðu staðið í sex mánuði. Hann var ekki sofandi með þeim hætti sem ég get skilið venjulegan svefri. Hann var greinilega í trans eða dái. Augu hans voru galopin. Hann virtist horfa eitthvað út í buskann en ekki taka eftir neinu í návist sinni. Þannig sat hann í þrjár klukkustund- ir. Þetta var blátt áfram ótrúlegt þegar um var að ræða jafn eirðarlausan mann og Pét- ur Hurkos. Eitt sinn skrifaði hann í dáinu í Frh. á bls. 38. y/Ævar R. Kvaran segir að þessu sinni frá athyglisverðum rann- sóknum lœknisins Andrija Puharich. Dr. Puharich hefur komið á stofn sérstakri rannsóknarstöð, sem hann rekur og stjórnar sjálfur í Maine-fylki í Bandaríkjunum þar sem hann fœst við rannsóknir umdeildra fyrirbœra. / í bók sinni sinni „Sveppurinn helgi" skýrir hann frá því hvernig hann komst í samband við ungan myndhöggvara, sem varð fyrir furðulegum skynjunum í transi eða miðilsdái. Hér fer sveppateg- undin amanita muscar- ia með stórt hlutverk, en þessa svepps er víða getið í þjóðsögum og álfasögum. Er sveppur- inn m.a. notaður í dag við hátíðlegar athafnir í Síberíu og Mexíkó. VIKAN 35 ÆVAR R, KVARAN SKRIFAR UM DULSPEKI

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.