Vikan


Vikan - 29.09.1988, Side 44

Vikan - 29.09.1988, Side 44
SMÁSAGA Svona var það! Þegar við erum heima, þá dreymir okkur um að fara utan, og þegar við erum erlendis, þá dreymir okkur um að fara heim. Þetta þýddi þó ekki, að Tove nyti ekki ferðar sinnar til Ítalíu, sem hún fór í fylgd með roskinni konu, Önnu Mortensen að nafhi. Foreldrunum hafði fundist þeir vera fyllilega öruggir um hina ungu dóttur sína í fylgd með þessari konu. Þau höfðu öll lagst á eitt og varað Tove við hinu hætm- lega fyrirbrigði, sem heitir ókunnir útlend- ingar, sérstaklega hinum óáreiðanlegu Suðurlandabúum, sem sækjast gjarnan eft- ir ungum, ljóshærðum Norðurlandastúlk- um. Nei, Tove naut hvers augnabliks þess- arar fyrsm utanlandsferðar sinnar, en það var eitthvað við troðfúllt þriðja farrýmið, sem kom henni eins fyrir sjónir og hrað- lestin, sem hún ferðaðist með á hverjum morgni milli heimilis síns í Virum og vinn- unnar í Kaupmannahöfh. Venjulega var hún álíka troðfull. Hún skemmti sér við að loka augunum og ímynda sér, að hún sæti í lestinni heima. Hún hafði eins og venjulega tekið sér sæti við gluggann í lestinni, sem kom frá Holte. Smám saman bættust fleiri far- þegar við, og hún þekkti þá alla, — eins og t.d. þá sem komu í lestina við Lyngby, mið- aldra manninn með yfirvaraskeggið og þessa eilífu regnhlíf... konuna með framstæðu tennurnar... og unga manninn með trefilinn. Hann var alltaf síðastur, vegna þess að hann var svo kurteis að láta alla aðra ganga á undan sér inn. Það hafði hún séð gegnum gluggann. Fyrir bragðið hafði henni geðjast mjög vel að honum. f huganum kallaði hún hann alltaf manninn með trefilinn, því að hann gekk með hann allan ársins hring nema þegar mjög heitt var í veðri, og það var nú ekki svo oft heima í Danmörku. Hann fékk sjaldan sæti. Hann stóð oftast í miðjum gangveginum og hélt sér fast, rétt hjá, þar sem hún sat, og ruggaði með vagninum. Stundum mættust augu þeirra, og þá brosti hann, og hún brosti á móti hálfkuldalega, því að hún var feimin við hann. Hann var bráðókunnur henni... alveg á sama hátt og allt fólkiði Við vorum heppnar að fá sæti. Rödd frú Mortensen vakti hana. Tove Ström frá Virum, var að fara með ferðafélaga sínum, sem leit út eins og hún væri að gagnrýna þessa draumóra hennar um Danmörku — á sjálfri Ítalíu. — Við erum að fara fram hjá Ponte Ferroviario! Núna! tilkynnti frú Mortensen, sem hafði aflað sér allra upp- lýsinga fyrir ferðina, og bar því skynbragð á allt. - Við hljótum að vera bráðum komnar. Tove kinkaði kolli og horfði á kyrrlátt 44 VIKAN vatnið. Feneyjar! Hún sjálf, Tove Ström frá Virum, var að fara til ævintýraborgarinnar, sem hún hafði þráð að sjá, síðan hún sá hina dásamlegu mynd með Catherine Hepburn. Þetta var næstum óskiljanlegt, og hjarta hennar barðist eins og fugl í búri, .. .ef til vill vegna þess, að hún bjóst við að verða fyrir vonbrigðum, að borgin sjálf jafnaðist ekki á við drauminn. Þannig gat það verið, vissi hún. Stöðin, þar sem þær fóru úr lestinni, jók á kvíða hennar. Ilún hefði næstum getað verið hvar sem var í heiminum, en þegar þær komu út úr henni, voru Feneyjar fyrir utan með gömlum höllum, syndandi í grænu vatninu, þar sem gondólarnir flutu eins og svartir svanir og loftið kvað við af hrópum: — Gondola, signora, gondola, lady! Gondola! — Við skulum fara með vaporettoinum! sagði frú Mortensen. — Það er gufuskipið, sporvagn Feneyja. Það er ódýrara.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.