Vikan


Vikan - 29.09.1988, Side 45

Vikan - 29.09.1988, Side 45
Þetta var allt saman lelkur. Yndislegur leikur. Þau borðuðu spag- hetti á veitingahúsinu við Canale Grande og á eftir settust þau inn í svalan skugga gamallar kirkju. Og í búð við Rialtobrúna keypti hann dálítið handa henni - lítinn fugl úr lituðu gleri. Hún tók hann varlega upp og varð hugsað til fuglsins í hennar eigin brjósti. Ferðafélagi Tove var mjög skynsöm í peningamálum, og það hafði komið sér vel. Þess vegna mótmælti unga stúlkan ekki heldur, þó að hana langaði fremur til þess að reyna gondólana strax. En hún hafði geflð það loforð, að hún skyldi hlýða félaga sínum í öllu, — í einu og öllu. Og þó að vaporettoinn væri jafnþéttskipaður og lestin hafði verið, naut Tove útsýnisins í ríkum mæli. Hin syndandi borg var orðin að veruleika og líktist draumi. Litli fuglinn * brjósti hennar barðist ótt og títt um. — Þarna sérð þú Santa María della Salute! sagði ífú Mortensen hátíðlega og benti. Tove endurtók nafnið með sjáifri sér. Henni fannst það eins og klukknahljómur. Samt vonaði hún með sjálfri sér, að frú Mortensen kæmi nú ekki með allt of marg- ar útskýringar. Hún hafði það í huga, að Feneyjar væru borg, sem ætti að finna. Þessir sjaldgæfu töfrar áttu að hafa áhrif.. í þögn. Og nú áttu þær að fara í land. Frú Mort- ensen stikaði ákveðin yfir Markúsartorg með Tove á hælum sér. Hún vissi upp á hár, hvert þær áttu að fara, þó að hún hefði aldrei komið þarna áður. Hún var mjög dugleg, alveg eins og heima á skrifstof- unni. þetta var gott gistihús, en þær ætl- uðu að búa í úthýsi þess. Það var ódýrast, sagði frú Mortensen. Tove hafði ekkert við það að athuga, því að úthýsið var gamalt, dálítið niðurnítt, en mjög myndarlegt hús, og þær urðu að fara inn um járnhlið með allskyns útflúri, og það kom Tove til að hugsa um elskendur, sem hittust og skildust. Þegar þær komu inn í herbergið, varð hún strax að fara að glugganum og halla sér út. AIls staðar annars staðar hafði út- sýnið verið þröng gata. Hér var það þröng- ur skurður, því að þetta voru Feneyjar. Fyrir neðan var gondóli á leið ffam hjá. — Ég veit nú ekki, sagði frú Mortensen fýrir aftan hana, — en mér finnst, að svona hlutir veki ekki sérlega mikið traust. Tove hlustaði naumast á hana. Hún hlust- aði á ósýnilega tenórinn, sem barst henni til eyrna úr kaffihúsinu á horninu: Venite allagile baichette mie. Santa Lucia! Santa Lucia! — Já, sagði fiú Moretensen þurrlega, — hér búa þeir til tenóra á færibandi. En nú skulum við taka upp úr töskunum og fá okkur eitthvað að borða. Ég legg til, að við förum snemma í háttinn í kvöld, því við þurfúm margt að gera á morgun: San Marco, Dogehöllina og glergerðina í Mu- rano þurfum við að skoða. Við þurfúm að fara snemma á fætur, því við verðum ekki lengi hér í Feneyjum. Tove kinkaði ósjálfrátt kolli og kæfði um leið andvarp. Auðvitað áttu þær að skoða sig um á morgun, eins og sómdi sér á ferðalagi siðprúðra kvenna. Og auðvitað áttu þær að fara áfram til annarra frægra borga. Ferðin var mjög vel skipulögð af ffú Mortensen, og hún var alitaf á undan áætl- un. Þær voru varla komnar til einnar borgar, er hún hóf að tala um þá næstu og allt það, sem þær ættu að skoða þar. Þær áttu gjarnan að geta komið heim og sagt, að þær hefðu haldið áfram og séð allt saman. Tove fannst aðeins, að það hefði verið svo yndislegt að láta tímann standa í stað, þann stutta tíma, sem var áætlaður fyrir Feneyjar. Og í kvöld yrðu gondólarn- ir upplýstir, og loftið yrði fúllt af tónlist og ást. En hún átti að fara snemma að hátta og safna kröftum fyrir rannsókn merkisstað- anna. Morguninn eftir gekk allt samkvæmt áætlun: Markúsarkirkjan og Palazzo Duc- ale. Því næst fóru þær og fengu sér kaffi í kaffihúsi hjá Piazzettunni. Frú Mortensen hélt því fram, að það hefði verið allt of dýrt. í kringum sig heyrðu þær raddir, sem töluðu ensku, þýsku, ffönsku, sænsku og dönsku, — allt of mikla dönsku, fannst Tove. — Við skulum ljúka úr bollunum, sagði frú Mortensen. — Við getum séð Della Salute fyrir há- degisverð. Loftið þar er málað af Tizian. Mig langar alls ekkert til þess að sjá þetta loft, hugsaði Tove, en hún beit á vör- ina. Mig langar miklu meira til þess að sigla á gondólum á kyrrlátum síkjum fram hjá höllum, sem ég þarf ekki að skoða. — Þú ert vonandi ekki lasin? spurði ferðafélagi hennar og sendi henni rannsak- andi augnaráð. Það er betra að gæta sín hérna suður frá þrátt fyrir allar bólusetn- ingar. Maturinn er ekki eins og heima. Ég kenni jafnvel sjálf ógleði og höfúðverkjar. — Eigum við kannski að fara svolítið hægar í sakirnar, stakk Tove varlega upp á. —Já, það er rétt hjá þér. Við skulum fara heim og leggja okkur. Það er betra að eiga ekki neitt á hættu. Þær fóru heim í gistihúsið. Frú Morten- sen tók inn nokkrar höfúðverkjatöflur og háttaði. Það leið ekki á löngu, þangað til hún var sofnuð. En, Tove var alls ekkert syfjuð. Litli, órólegi fúglinn í brjósti henn- ar hélt henni vakandi. Hann vildi fara út. Og hún fór út með hann. Hún lét berast með straumnum gegnum miðborgina, en þar var urmull af þröngum, krókóttum götum og götustíg- um. Ef til vill fengi hún ákúrur fyrir það, en henni stóð á sama. Hún var ekki vitund hrædd, og hún talaði ágæta ensku, en alls staðar voru ferðamenn. Hún virti fýrir sér glæsilega búðargluggana með perlum, kristallsvörum og Feneyja-knipplingum. Því næst leitaði hún á brott ffá mann- mergðinni og fann dálítinn stað, sem var kyrrlátur, og þaðan lá bogabrú yfir síki nokkurt. Hún gekk út á brúna og leit í kringum sig. Hún kom auga á hvítan kött, sem lá á marmarahellu og sleikti sólskinið. Frh. á næstu síðu VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.