Vikan


Vikan - 29.09.1988, Síða 49

Vikan - 29.09.1988, Síða 49
I LOFTINU „Þetta er fullt starf og meira en það,“ segir Helgi Rúnar, sem hefur verið með þátt á Stjömunni á virkum dögum frá klukkan 13 til 16 og sinnt að auki ýmsum innanhússmálum. Helgi Rúnar Óskarsson dagskrórgerðamnaður Ég er ákveðinn og ráðríkur TEXTI: SVALA JÓNSDÓTTIR LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON Helgi Rúnar Óskarsson er dag- skrárgerðarmaður á Stjörn- unni og hefiir starfað þar frá upphafi. Helgi Rúnar er Reykvíkingur í húð og hár, nánar tiltekið úr Austurbænum og upplýsti að hann væri 21 árs gamall. Hann hefúr starfað við dag- skrárgerð í útvarpi í tvö ár, fyrst á Bylgj- unni samfara námi í MS og síðan á Stjörn- unni. „Ég var lengi búinn að velta þessu fyrir mér. aðalástæðan fyrir því að ég hafði áhuga á að vinna við útvarp var gífúrlegur áhugi minn á tónlist. Þetta er mjög krefj- andi starf en líka mjög skemmtilegt." - Hvernig var fyrsta útsendingin? „Hún var nokkuð söguleg. Mér til að- stoðar var Páll Þorsteinsson sem tækni- maður og í þessum klukkutíma langa þætti setti hann tvisvar plötur á vitlausan hraða. Það kom afdrei ffam að hann hefði verið tæknimaður, þannig að allir héldu að þetta væru mín mistök. Að öðru leyti gekk sam- starf okkar alltaf vel. Ekki þar með sagt að ég hafi aldrei gert mistök síðan, en þetta hefur verið að mestu leyti stórslysalaust." Kvikmyndir og veggjatennis Helgi Rúnar hefúr verið með þátt á virk- um dögum frá 13-16 á Stjörnunni frá upp- hafi auk þess sem hann sá um næturvakt, en er nú einnig með breska vinsældalist- ann á þriðjudögum. Að auki sinnir hann ýmsum innanhússmálum á Stjörnunni, eins og hann orðar það. „Þetta er fullt starf og meira en það. Þegar ég tók að mér þátt- inn sem ég er með á virkum dögum reyndi ég að gera mér grein fyrir hvað fólk vildi hlusta á þegar meirihluti þjóðarinnar er að vinna, annað hvort úti á vinnumarkaðin- um eða heima. Niðurstaðan varð sú að hafa minna tal og meiri tónlist, eins fjöl- breytta tónlist og kostur er á. Það er líka mjög mikilvægt að halda góðu sambandi við hlustendur og passa sig á því að lokast ekki inni í eigin hugarheimi. Það er hætt við því þegar maður er einn með sjálfúm sér í stúdíó í þrjá tíma hvern dag.“ Aðspurður um áhugamál fyrir utan vinnuna segist hann hafa mikinn áhuga á handbolta. „Ég spilaði með Víking frá því ég var smástrákur, en hætti í fyrravetur. Ég læt mér nægja að spila veggjatennis núna en fylgist hins vegar stöðugt með því sem er að gerast í handboltanum. Að öðru leyti er ég áhugamaður um góðar breskar og bandarískar myndir, en horfi lítið á sjónvarp. Mér hefúr alltaf fundist það hálf- gerð tímasóun að horfa á sjónvarp þó það sé ágætt í hófi, ég vil frekar eyða tímanum í að ræða málin við kunningjana, enda á ég ekkert sjónvarp." Hann segist vera mjög nýjungagjarn, fylgist með því sem er að gerast hverju sinni. „Ég hlusta helst á þá tónlist sem er vinsælust hverju sinni og hef yfirleitt mik- inn áhuga á öllu nýju, til dæmis nýrri tækni. Það gildir það sama um bíómyndir, vinsældaformúlan höfðar ágætlega til mín. Ætli ég sé ekki bara þessi dæmigerði meðalmaður sem reynt er að höfða til, formúlumaðurinn!" Sœkist ekki eftir frœgð Helgi Rúnar er í sambúð og heitir unn- usta hans Ásdís Ósk Erlingsdóttir. Þau kynntust í MS þar sem þau voru bæði við nám. Hann segist stefna á framhaldsnám í nánustu framtíð og hefúr mikinn áhuga á námi erlendis. „Það er ýmislegt í deigl- unni, þar á meðal nám í stjórnun, en það er ekkert komið á hreint ennþá. Ég stefndi á verkfræðina í menntaskóla, en langir og strangir eðlisffæðitímar drógu úr áhugan- um hjá mér eins og mörgum öðrum bekkj- arfélögum mínum í eðlisfræðideildinni." - En hver er maðurinn á bak við rödd- ina? Hvernig er Helgi Rúnar? „Ég hef gaman af að taka áhættu, þó inn- an skynsamlegra marka. Ég er mjög félags- iyndur og hef gaman af því að vera innan um fólk, að skemmta sér í góðum kunn- ingjahóp er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Ég er ákveðinn og ráðríkur, vil fá mínu ffamgengt, en ég hef ekki mikinn áhuga á því að láta á mér bera.“ — Þannig að þú ert ekki í útvarpi til að verða þekkt nafn? „Nei, alls ekki. Það þurfa allir að fá útrás einhvers staðar og ég fre útrás í þessu starfi. En ég sækist ekki eftir frægð, síður en svo. Þess vegna hef ég ekki áhuga á því að starfa við sjónvarp, ég kæri mig ekki um að vera þekkt andlit. Mér finnst sumt fjöl- miðlafólk alveg búið að selja sjálff sig, það vilja sumir en aðrir ekki. Þegar ég fer á bíó veit enginn hver ég er, ég get bara verið ég sjálfúr og það er mjög þægilegt. Ég yil hafa mitt einkalíf í ffiði.“ VIKAN 49

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.