Vikan


Vikan - 29.09.1988, Page 53

Vikan - 29.09.1988, Page 53
Feitt hár Einnig getur orðið vandamál með hár sem fitnar fljótt. Upptökin eru í fitukirtli sem er utan á hárslíðrinu. Á gelgjuskeið- inu, við rangt mataræði, stress og af fleiri orsökum fer kirtillinn að pumpa mikla fltu. Oft kemur að því að olían fyllir hár- slíðrið og stíflar það. Hárið dettur út. Næsta hár sem ætlar að komast upp í staðinn kemst ekki út vegna stíflunnar. Gerist þetta á stóru svæði kemur ffam skalli. Á konum verður hárið yfirleitt þunnt án þess að um beinan skallablett sé að ræða og kemur kvenhormónið þar til aðstoð- ar. Sú aðstoð verður augljós á meðgöngu- tímanum, þegar oestrogen er framleitt í miklum mæli og hárið virðist heilbrigðara en ella. Oestrogen eykur vaxtartímabil hár- anna. Á breytingaskeiðinu hættir oestrog- en að vernda konuna fyrir hárlosi, og stundum verður þá vart við hárþynningu hjá konum. Karlhormínið nær þá að örva fitumyndun fitukirtilsins og þá minnkar ummál slíðursins vegna fitulags, svo að- eins fínni hár komast í gegn. Hjá karl- mönnum kemur erfðaþátturinn inn í dæm- ið til viðbótar við starfsemi androgens, karlhormónsins. Starfsemi þvagblöðrunn- ar og gallblöðrunnar spila inn í dæmið einnig samkvæmt upplýsingum frá eigend- um Orkugeislans. Orkugeislinn Orkugeislinn er í húsi Framtíðarinnar. Fyrirtækið sérhæfir sig í að fá hárið á höfð- inu til þess að vaxa. Bæði karlar og konur geta notið góðs af meðferð til þess að bæta úr miklu hárlosi og skallablettum, svo framarlega sem hárrótin er virk ennþá. Sé hún dauð getur ekkert lífgað hana við. Kínverjar hafa kennt okkur á Vestur- löndum aldagamla tækni sína sem við köll- um nálastunguaðferðina. Jafnvel þeir, sem ekki nota nálar, geta notfært sér þekkingu á orkupunktum og miðlínum líkamans. Þannig er svæðameðferð miðuð við þessa punkta og línur. Eigendur Orkugeislans, Sigurbjörg Olsen, Sigríður Gunnarsdóttir og Yvonne Nielsen nota þekkingu sína á orkupunktunum til þess að ná árangri í endurnýjuðum hárvexti hjá viðskiptavin- um sínum. Þær örva orkupunktana sem tengjast hárvexti. Þær stöllur brugðu sér tvisvar sinnum til Hollands á fjögur námskeið hjá fyrirtæk- inu sem ffamleiðir leysitæki sem þær nota. Á „lasersun" tæki þessu,sem viðurkennt er t.d. í Noregi, er punktaleitartæki, raförv- unartæki og leysigeislatæki. Leysi (laser) geisli er ljósgeisli. Við meðferðina er not- aður kaldur geisli (helium-neon), sem leiddur er um glerþræði. Á námskeiðinu fengu þær að auki bækur um orkulínurnar og punktana. Meðferðin felst í því að þær nota tæki, sem gefur vægan rafstraum og örvar punktana á höndum, höfði og aftan á hálsi, í stað nálanna, sem notaðar eru nálastungumeðferð. Síðan er rúllað yfir höfúðið með rúllu sem gefur vægan straum og örvar blóðrásina í höfuðleðrinu. Ári síðar er greinilegt að hárvöxtur hefur örvast töluvert. Að lokum er notaður leysigeisli á höfuðið. Leysigeislinn örvar blóðstreymi og endur- nýjun fruma. Hann eykur rakann í hár- botninum, sem þornar upp þegar hárfram- leiðslan hefur stöðvast. Þess má einnig geta að svipuð þjónusta fer fram hjá fyrirtækinu Heilsuvali. Manex Auk þessarar meðferðar mælir starfsfólk Orkugeislans með Manex vökva, sem get- ið hefur verið áður í Vikunni. Hann er gerður úr 22 amínósýrum. Uppbygging hans eru svipuð eins og í hárinu sjálfu. Móle- kúlin í Manex eru svo lítil að þau smjúga inn í hárslíðrið og losa um fitustífluna og hreinsa upp, og svo nær vökvinn niður í hárbotninn. Fólk ber vökvann á sig einu sinni til fimm sinnum í viku, eftir því hversu mikil lokunin hefur orðið á hár- slíðrinu. Þegar Manex vökvinn er notaður er ekki notuð raförvunin, heldur ein- göngu leysitækið. Einstaklingsbundið Húð og hár fólks eru afskaplega mis- munandi og einstaklingsbundin. Þess vegna tekur meðferð mislangan tíma. Sumir sjá mun eftir eitt skipti, aðrir verða að sýna meiri þolinmæði. Ekki skiptir ald- ur einstaklingsins máli í þessu sambandi. Yngsti viðskiptavinur þeirra er 16 ára gamall, en elsti um sjötugt. En vegna kven- hormónsins gengur hraðar að bæta ástand- ið hjá konum. Hárkúrinn er 10 meðferðir sem vara í 45 mínútur í senn. Ef valin er Manex meðferð, þá tekur hún aðeins um hálftíma í senn. Við töluðum við 41 árs gamlan mann, sem hafði farið að missa hárið fyrir tveim- ur árum. Hann vildi ekki láta nafhs síns getið, þar sem hann kvað skalla vera mikið viðkvæmnismál. Hann vildi allt til vinna að fá hárvöxt að nýju. Hann hafði séð auglýst sérstakt sjampó sem átti að auka hár- vöxt. Þegar það var borið á roðnaði höfuð- leðrið, en notkun sjampósins hafði ekkert að segja. Viðmælandi okkar las síðan grein í dagblaði þar sem talað var um leysimeð- ferð. Hann tók tíu tíma kúrinn hjá Orku- geislanum, og fann strax mun eftir 3 tíma. Þegar hann renndi höndunum yfir skalla- blettinn var eins og komið væri við nagla- bursta. Þar var komið um millimetra langt hár. Viðmælandi okkar hefur alltaf látið klippa sig á hárgreiðsiustofunni Tinnu. Hann bað Ólöfu Einarsdóttur hárgreiðslu- konu að fylgjast með hárvextinum sem hlut- laus aðili. í samtali við Vikuna staðfesti hún að hár hefði vaxið aftur á blettinum, þótt ekki væri hárið komið í eðlilega lengd. Meðferð þessi hófst í apríl 1987, með 10 tíma kúrnum. Síðan stoppaði hann í 1-2 mánuði og kom aftur. Hann kemur við hjá Orkugeislanum í meðferð svona meira til að viðhalda hlutunum, eins og hann segir. Þegar hann var spurður hvort skalli væri í ættinni svaraði hann því til að afi hans hefði verið sköllóttur. Að tilhlutan eigenda orkugeislans er hann nýbyrjaður á, Manex vitamínkúr. '/ Ama Edström með bók sína um hárið og meðferð þess. Þessi mynd er tekin fyrir u.þ.b. ári, þegar meðferð var að hefjast. L VIKAN 53

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.