Vikan - 29.09.1988, Síða 61
Hjá hjónunum í fjöllunum þar sem gist
var eftirminnilegan sólarhring. Svona
hús sjást víða í fjöllunum.
Við hylinn í Amazon þar sem ferðalang-
arnir böðuðu sig ásamt innfæddum sem
einnig stunduðu fiskveiðar þar.
til La Paz. Vegurinn ffá Copacabana til La
Paz var sá versti sem við höfðum kynnst til
þessa, og töldum við okkur þó vera ýmsu
vön.
Þegar til La Paz var komið sáum við hóp
af fólki í sérkennilegustu búningum, með
grímur fyrir andlitunum, syngjandi og
dansandi um göturnar. Fréttum við að
þetta væri fyrsti dagurinn í árlegu þriggja
daga „karnivali" Bólivíubúa.
Ekki urðum við vör við neina dansara
næsta dag, en fundum þeim mun meira
fyrir vatnssprengjunum á göngu okkar um
borgina. Eftir hádegi var farið í skoðunar-
ferð til „Moon-valley,“ sem útleggst á ís-
lensku Mánadalurinn. Nafhið er mjög vel
við hæfi, því þetta er mjög einkennilegur
staður og erfitt er að lýsa hinni sérstöku
náttúrufegurð sem þar er. Síðan var geng-
ið yfir í Cactusgarðinn. Við höfðum mjög
góðan innfæddan leiðsögumann sem gat
frætt okkur um nær allar þær jurtir sem
þarna uxu, en mest megnis voru það kakt-
usar.
Seinasta dag „karnivalsins" var haldin
heljarmikil veisla á hótelinu og var þar
samankominn dágóður hópur innfæddra
og gesta sem dansaði og söng af mikilli
innlifún. Byrjaði fagnaðurinn um morgun-
inn og stóð langt fram eftir nóttu. Lífinu
var því tekið með ró daginn eftir og eytt í
gönguferðir um miðborg La Paz. Um
kvöldið fóru nokkur okkar þó á Pena Naira
sem er þekkt fyrir mjög góðar sýningar, en
þar koma bestu skemmtikraftar ffá ýmsum
löndum Suður-Ameríku fram.
Eftirminnileg lestarferð
Um morguninn var haldið af stað til
Puno, sömu leið og við komum, og þar
gistum við um nóttina. Rafmagnslaust var
mestan hluta kvöldsins og ekkert heitt
vatn var hægt að fá. Við þurftum að bíða
með að þvo okkur þar til í Cuzco. Þegar
við vorum búin að koma okkur vel fyrir í
lestinni og biðum eftir því að hún héldi af
stað urðum við fýrir töluverðu áfalli.
Lestarstjórinn var alls ekki viss um hvort
hann væri að koma eða fara, því sjö sinn-
um lögðum við að stað, fáeina metra í
einu, og jafhoft til baka aftur. f áttunda
skiptið var hann orðinn harðákveðinnn í
að fara til Cuzco og skipti ekki um skoðun
eftir það. Það var mikið fjör í lestinni, fólk
kom inn að selja vörur, aðrir til að syngja
og dansa og enn aðrir héldu þrumandi
ræður - við misjafnar undirtektir. Svona
uppákomur eru jafht í rútum sem lestum.
Mikið hafði verið um skriðuföll á þess-
um slóðum og fórum við ekki varhluta af
þeim. Á stórum kafla höfðu brautartein-
arnir sigið þó nokkuð og allt var á kafi í
kring. Til Cuzco komumst við þó um
Gömul Inka híbýli sem tilheyra Pisaq rústunum, en það tekur um klukkutíma að
ganga um svæðið.
Hjá Ollantaytambo rústunum. Það var vel þess virði að Ieggja á sig að ganga upp á
topp því útsýnið var stórkostlegt.
VIKAN ól