Vikan


Vikan - 26.01.1989, Page 21

Vikan - 26.01.1989, Page 21
Þorramaturinn frá Múlakaffl hefúr notíð mikilla vinsælda í áraraðir. áreiðanlega fest í málinu með vísu sem Helgi Sæmundsson orti að beiðni Halldórs. Hún er svona: Inni á Nausti aldrei þverr ánægjunnar sjóður. Þorramatur þykir mér, þjóðlegur og góður. En það var margt til að gleðja menn í Naustinu yfir þorramatnum. Meðal annars var efnt þar til átkeppni. Útbúin voru verð- launatrog með 3 kg af þorramat. Áttu menn að ljúka úr troginu og fengu í verð- laun ævagamalt brennivín. Ýmsum tókst að torga fullu trogi af þorramat, meira að segja einni reykvískri frú, en svo upphófst neikvæð umræða um þessa keppni svo hún var látin niður falla að sögn Halldórs. En hvað sem öðru líður tókst að vekja áhuga fólks á þessum gamla og þjóðlega ís- lenska mat, sem á líklega tæpast sinn líka, nema þá ósúrt íslenskt slátur í skosku pyls- unni - haggis. □ Burns’ Supper og íslendingar í janúar ár hvert er haldið upp á afmæli skáldsins Burns með Burns’ Supper í Skotlandi og ekki síður hjá Skotum og Skotavinum í öðrum löndum. Hér á landi eru starfandi tvö félög fyrrverandi námsmanna i Skotlandi, Edin- borgarfélagið og Lúkas, sem er félag þeirra sem stunduðu nám í háskólunum í St. Andrews og Dundee. Bæði þessi félög eru vön að minnast afmælis Burns og borða þá gjarnan haggis innflutt- an frá Skotlandi. Haggisinn er borinn inn undir sekkjapípu- blæstri og óður Burns tii haggis- ins er fluttur. Löng hefð mun vera fyrir því að halda Burns’Supper en þar fyrir utan má geta þess að haggis er dagleg fæða Skota og þykir mesti herramannsmatur. Islendingar sem ég hef rætt við sem stunduðu nám í Glasgow fyrr á árum minn- ast þess að ekki hafi maturinn alltaf verið góður í stúdentamötu- neytunum þar, en þegar haggis var á borðum voru allir ánægðir. iuiarv Barbour ÁVÖXTUR omy hafði glatað hjarta sínu til Karls Remmer þegar á þeirri stundu er hann gekk inn í skurðstofu stóra sjúkrahússins í Glasgow en þar starfaði hún sem hjúkrunarkona. í byrjun hafði hún alis ekki gert sér grein fýrír þessu. En hann virkaði svo unglegur, svo ein- beittur og ömggur og hann sökkti sér svo niður í verkefni sín. Hann hafði þegar unnið sér mikið álit sem skurðlæknir. Þrátt fyrír þetta var ertthvað svo drengjalegt við hann og bjarminn í augunum fékk hverja og eina af hjúkranar- konunum til að falla fyrír honum ... allar nema Morny, hétt hún sjálf. En svo þegar það rann upp fyrír henni að þrátt fyrír mótstöðu hennar var hún mjög svo ástfangin af honum og þess vegna varð uppgjöf hennar miklu meiri. BÓKAUTGÁFAN RAUDSKINNA Rauðskinna Sími: 651099 2. tbl. 1989 VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.