Vikan


Vikan - 09.02.1989, Page 13

Vikan - 09.02.1989, Page 13
öðrum ráðamönnum í flokknum og gera það að verkum, að hún á ekki upp á pall- borðið hjá þeim. Guðrún Helgadóttir er jafhréttissinnuð, um það blandast fæstum hugur. Á sama tíma hefúr hún hins vegar lent í því hlut- verki að verða einn helsti andstæðingur Kvennalistans innan Alþýðubandalagsins. Umræður um kvennalistann innan banda- lagsins hafa verið miklar, því fylgi sitt hef- ur hann greinilega sótt mjög til Alþýðu- bandalagsins. Tekur kvennalistann föstum pólitískum tökum Menn hafa því spurt: Hvað er til ráða? Guðrún hefúr verið þeirrar skoðunar að taka yrði þær kvennalistakonur föstum pólitískum tökum og svara þeim fúllum hálsi. Þetta hefur mælst misjafnlega fyrir meðal Alþýðubandalagsfólks. Málstaður kvennalistans hefúr notið þar töluverðs skilnings innan dyra og margir viljað sýna þeim vissa tillitssemi. Þegar Guðrún síðan skammar þær miskunnarlaust á opinber- um vettvangi og tekur ekkert meira tillit til þingmanna kvennalistans heldur en annarra þingmanna þá hefúr hún með því komið sér upp andstæðingum innan eigin flokks og jafnframt meðal einhvers hóps kvenna almennt. Afstaða kvennalista- þingmanna til Guðrúnar er síðan eðlileg út frá þessu. Guðrún Helgadóttir er þar í hlutverki höfúðóvinarins og hötuð eins og pestin. Hvorki dúkka né menningar- leg skrautfjöður — en vildi völd og reifa stólpakjaft Sjálf hefúr Guðrún Helgadóttir aldrei fúndið neina merkjanlega þörf hjá sér til þess að skera sig úr innan þingflokks Al- þýðubandalagsins vegna þess að hún væri kona. Þar innan dyra varð mönnum snemma ljóst að Guðrún var ekki sest á Al- þingi tii þess að verða nein dúkka fyrir flokkinn eða menningarleg skrautfjörður í þingmannahópnum. Guðrún Helgadóttir gerði mönnum það strax ljóst, að hún vildi völd og hún reif stólpakjaft og gerir enn. Svo mikinn kjaft að mörgum þykir nóg um. Guðrún ætlar sér ekkert kvenlegt menningarsæti á þing- mannabekknum. Sjálfri blandast henni ekki hugur um það, að hún hefði með réttu átt að fá sæti menntamálaráðherra, þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð. Þessu eru nægilega margir af ráðandi samflokksmönnum hennar ósammála til þess að Guðrún fékk ekki menntamálin í ríkisstjóminni en í staðinn situr hún nú í sæti forseta Sameinaðs Alþingis. Árið 1978 sat hægri stjórn að völdum hér á landi. Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur vom í ríkisstjórn. Þessi ríkisstjóm tók sig til og lækkaði launin í landinu. Verðbólgan innanlands var enn einu sinni búin að stinga af allar hækkanir á verði afurða okkar á erlendum mörkuð- um. Flestar ef ekki allar ríkisstjórnir á ís- landi hafa á einn eða annan hátt lækkað launin en komist misjafnlega upp með það. Ríkisstjórnin sem sat árið 1978, undir fomstu Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, komst ekki upp með launalækkun. Það var ljóst snemma árs 1978. Skoðanakannanir bentu til þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur mundu tapa í næstu kosningum. Meira að segja benti margt til þess, að sterkur meirihluti þessarra flokka á þingi mundi falla. Skellti íhaldinu í beinni útsendingu 1978 í skugga þessara hörðu deilna á lands- málasviðinu fóm ffam kosningar í Reykja- vík og öðmm sveitarfélögum vorið 1978, aðeins einum mánuði áður en þingkosn- ingar áttu að fara fram. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar voru því fýrstu kosningarnar um langa hríð, þar sem fólki gafst kostur á að láta í ljósi skoðanir sínar á frammistöðu stjórn- málaflokkanna. Snemma varð ljóst að úr- slitin í Reykjavík yrðu mjög tvísýn. Rétt fýrir kjördag mættust þau í sjónvarpinu, Birgir ísleifur Gunnarsson, þáverandi borgarstjóri í Reykjavík, og Guðrún Helga- dóttir, sem þá var á lista Alþýðubandalags- ins til borgarstjórnar. Að venju var Guð- rún hress og talaði eins og venjulega, beint til fólks. Það leyndi sér ekki heldur, Frh. á bls. 46 3. TBL. 1989 VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.