Vikan


Vikan - 09.02.1989, Síða 17

Vikan - 09.02.1989, Síða 17
þrjár verndarverur mínar og fannst mér eins og þær væru að tala til mín. Þá fór ég út úr líkamanum í fyrsta skipti og fékk ég persónulega fullvissu um líf eftir dauðann og að við hefðum verndara sem við gætum ailtaf treyst á og ieitað ásjár hjá. Effir að ég hafði náð góðu sambandi við geimverurur, sem ég hef áður sagt frá, fékk ég fleiri verndara í fyrra, sem veittu mér margvís- lega hjálp og fór ég að fá frá þeim viss verkefni til að leysa af hendi sem má telja yfirskilvitleg. Eitt sinn var ég fenginn til að hjálpa fjölskyldu sem átti í erfiðleikum vegna þess að hún hélt að framliðinn faðir þeirra væri að reyna að láta vita af sér. Hann hafði líkiega ffamið sjálfsmorð. Þau fúndu fyrir honum á þann hátt að hlutir hreyfðust án þess að nokkur kæmi við þá. Það kom í ljós að fjölskyldan var óskaplega sorgmædd út af fráfalli hans. Ég fann að ég fékk mikla aðstoð við að hughreysta fjöl- skylduna og sannfera hana um að það væri einhver æðri tilgangur sem réði því að hann fór frá þó að það hafi verið með svip- legum hætti.“ Einu sinni ienti ég í nokkurskonar draugaútrekstri — Er það þín reynsla að ffamfiðnir viti af eftirlifandi ættingjum og vinum? „Ég hef lítið þurft á því að halda að velta slíkum spurningum fyrir mér. Einu tilvikin þar sem ég hef orðið var við famliðna, þá hefur það verið í tenglsum við syrgjendur út af sviplegu fráfalli ættingja þeirra. Mér hefúr fundist, og reyndar fengið það stað- fest af fólki sem er vel að sér um spírit- isma, að þetta látna fólk losni ekki frá jarð- sviðinu, eins og það sé fast við lifandi ætt- ingja sína. Þróaðar verur líta svo á að lang- varandi, hömlulaus sorg og sterk eftirsjá sé eins konar eigingirni, því að syrgjendur tefji framgang framlífsins hjá hinum látnu.“ — Hvernig eiga ættingjar þá að taka frá- falli ástvina sinna? „Það þarf enginn að blygðast sín fyrir til- finningar sínar, en mönnum væri hollara að gráta og tjá sorg sína þar til hinn fátni er kominn undir moldu og sætta sig síðan við orðinn hlut. Halda áfram að lifa lífinu og finna sér eitthvað annað að gera. Hvort sem menn trúa eða ekki þá geta menn litið á að einhver tilgangur liggi á bak við dauðsfallið þótt þeir þurfi að bregða sér til framandi landa sem þeir geti síðan ferðast til þegar þeir sjálfir eru ailir. Ég fékk upp frá þessu margvísleg verk- efhi sem tóku mikið á, eins og andlegar lækningar. Einu sinni lenti ég t.d. í nokkurskonar draugaútrekstri (Leifur hlær við). Ég var í því eina dagstund að losa til- tekið hús eða öllu heldur fjölskylduna við einhvers konar óþægindi eða óhugnað sem var í húsinu. Það má reyndar finna sál- fræðilega skýringu á flestum ef ekki öllum þannig yfirskilvitlegum fyrirbærum, sem er einhvers konar undirrót þess sem á eftir kemur. í þessu tilviki mátti finna að í huga a.m.k. einnar manneskjunnár þarna bjó undirliggjandi gremja og leiðindi í garð annarrar manneskju í húsinu. Þar sem þessi manneskja var mögnuð, þá geislaði hún út firá sér eitruðum örvum sem löðuðu að neikvaðar verur á „geðsveifluvakanum" á sama hátt og fallegar og jákvæðar hugs- anir laða að góðar og vinveittar verur og hugsanir. Þessar óþrifaverur eru nokkurs konar andlegar blóðsugur sem nærast á neikvæðum orkusveiflum líkt og púkinn á fjósbitanum í fjósi Sæmundar fróða. Vand- inn var í raun og veru ekki þessar ógeðs- legu verur á geðræna sviðinu heldur hug- arfar mannsins sem kallaði ffam þennan óhugnað. Það sem þurfti var að hreinsa hugarfarið hjá viðkomandi manneskju sem hreinsaði andrúmsloftið í húsinu í leið- inni. Samfara slíkum verkefnum sem ég hafði með hendi, vann ég með sjálfan mig með nuddi, hugrækt og fékkst við alls konar sál- arvaxtarlærdóm, en samt sem áður tóku þessi verkefni mikið á mig og settu á mig sitt mark sem ég átti erfitt með að losa mig við. Það virtist vera eitthvað sem ég þurfti að ganga í gegnum. Sú þrautarganga end- aði í ágúst í fyrra, en þá var eins og hvítt tjald hefði verið dregið í kringum mig. Upp ffá því hef ég haft miklu betri stjórn á því sem ég finn og sé — og ég verð aðeins var við það sem ég vil finna. Nú næ ég mér mun fljótar á strik eftir átakamikla reynslu og læt ég ekki eins auðveldlega draga mig niður ef ég fer bara eftir því sem ég tel vera rétt.“ Gat talað viðstöðulaust við verndara mína í huganum — Segðu mér frá landshornagöngu þinni og hvers þú varst var? „Ég var búinn að þrá þessa ferð í mörg ár og var hún mjög mikilvægur reynslu- tími fyrir mig. Ferðin tók 36 daga og gekk ég frá Reyðarfirði og endaði við Snæfells- jökul. Mér leist ekkert á blikuna til að byrja með en óx ásmegin effir því sem á leið. Þegar ég kom hjá Öskju og svæðinu í kringum Herðubreið fór ég að finna fyrir auknum næmleika. Þá fór ég að heyra hófadyn sem ég gat ekki staðfært, þó út- sýni og skyggni væri gott. Ég gat ekki var- ist þeirri hugsun að hér væru kannski á ferðinni útilegumenn við Ódáðahraun að smala fé á laun eins og segir í kvæðinu. Ég ályktaði að þetta hlyti að vera fortíðar- skynjun því að hughrifin voru eins og aft- an úr grárri forneskju. Þetta var eins og háttsettir menn og undirsátar þeirra væru að reka hesta yfir Ódáðahraunið nokkuð norðan við mig. Seinna þegar ég bar þetta undir gamlan leiðsögumann, sagði hann mér að á þessum slóðum tíðkaðist að biskupar færu á reið yfir í visitasíuferðum í fyrndinni. Eitt sinn villtist ég af leið og var ég að verða úrkula vonar um að ég fýndi við- komustað minn við Kistufell. Ég ætlaði að leggjast fyrir þar sem ég var niðurkominn eftir 20 tíma göngu. Þá fannst mér að vemd- arar mínir væru að gefa mér einhverja vísbendingu. Ég fýlgdi henni algjörlega og fór upp á hraunhrygg sem var greinilega úr leið fýrir mig. Þá rakst ég á spor sem ég rakti og fann þar fýrir Þjóðverja sem höfðu tjaldað þarna. Þeir urðu þmmu lostnir að hitta mann sem var að spyrja til vegar eftir allt það ómak sem þeir höfðu lagt á sig til að komast sem lengst ffá mannabyggðum. Þeir leiðréttu síðan kort mitt og allt gekk vel eftir það. Þegar ég kom á Amarvatns- heiði lenti ég í þoku og reyndi þá mikið á innsæi mitt og verndara mína. Þegar ég var á mótum Hnappadals- og Snæfellsnessýslu fann ég að óhugnaleg áhrif sóttu á mig. Ég vissi að þarna í Langavatnsdal og við Hít- ardal hafði verið byggð og fólk látist á vov- eiflegan hátt í slysfömm eða orðið úti. Ég fann fyrir einhvers konar örvæntingarfúllri ásókn, eins og einhverjar óhamingjusamar og villuráfandi sálir væru að reyna að ná sambandi við jarðlífið. Mér var bent á að beina þeim annað þar sem þær gátu fundið lausn og var kennd einhverskonar galdra- þula (mantra) til þessara hluta sem ég gæti trúað að sé komin frá einhverjum sær- Frh. á bls. 29 3. TBL.1989 VIKAN 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.