Vikan - 09.02.1989, Síða 30
KAFFISOPINN HÉLT
í ÞEIM U'FINU
- úr atvinnusögu íslenskra kvenna
TEXTI: BJÖRG K. JÓNSDÓTTIR / GUÐRÚN E. AÐALSTEINSDÓTTIR / ÞORGERÐUR M. GYLFADÓTTIR
A llt frá þeim degi þegar konur fæðast,
/% gangast þær undir ótal reglur og
/"» hefðir sem ákveða hvernig líf
-J- JL. þeirra sem fullorðinna kvenna
lítur út svo framarlega sem ekki er spyrnt
við fótum og sagt: „Eru aðrir möguleikar
til?“
Að gera sér þetta ljóst, að vakna til vit-
undar um kvenímynd sína og skilja að það
að vera kona, móðir, eiginkona og vinnu-
afl, allt í senn, krefst forgangsröðunar, þess
að velja og hafna, og vilja til að hafa áhrif á
eigin aðstæður í lífinu. Þetta á einnig við
um karlmenn.
En hver hefur forgang gagnvart
hverjum? Karlmenn hafa allt til þessa dags
haft forréttindi í hlutverkum sínum sem
karlmenn, feður, eiginmenn og vinnuafl.
Hvers vegna? Vegna þess að þeir hafa átt
þess kost að vera þjónað bæði í einkalífi og
atvinnulífi, og þeir hafa nánast fengið
viðurkennt að ekki sé hægt að sinna öllum
hlutum samtímis svo vel fari.
Hefðir og venjur umhverfisins styðja þá
í þessu og gera þeim kleift að velja og
hafna. Ekki síst vegna þess að margar kon-
ur gera lífið léttara fyrir margan karlmann-
inn á leið til frama eða góðrar menntunar,
með því einfaldlega að leysa þá af á heimil-
inu og bæta þeirra vinnu á sig. Samtímis er
ýtt undir viðhorf vinnumarkaðarins gagn-
vart karlmönnum, að þeir séu sveigjanleg-
ir og áhugasamir í starfi.
Hluti sannleikans er hins vegar sá, að sá
sveigjanleiki og áhugi getur einungis þrif-
ist með því móti að einhverjar aðrar
manneskjur geri litlar kröflir og sætti sig
við sitt hlutskipti. Það kemur greinilegar í
Ijós að margar konur vilja nú einnig eiga
hlut í forréttindunum. Þær vilja vinna við
hlið karlmannanna í góðum störfum og
þar sem ráðum er ráðið, en einnig á verk-
stæðisgólfinu og heimilinu.
Konur vilja ekki lengur vera varavinnu-
afl og láta sér ekki nægja einhæf, slítandi
og þreytandi störf.
Stjórnendur, framleiðendur
og uppfræðsla
Verkaskipting hefur ríkt frá örófi alda. í
fornöld var talið að mannfólkið skiptist í
þrjár stéttir eftir uppruna sínum: þrælaætt-
ir, bændaættir og jarlaættir. í Rígsþulu,
einu af Eddukvæðunum er stéttaskiptingin
augljós og fastmótuð. Sérhver verður að
vera þar í stétt sem hann er fieddur, hvort
sem er stétt erfiðismanna, eða höfðingja.
Er verkaskipting milli karla og kvenna
mjög greinileg þegar húsbændur eiga í
hlut, auk þess sem vinna þeirra er í sam-
ræmi við efnahag og stétt. Aftur á móti er
verkaskiptingin óljósari milli dætra og
sona í hverri stétt, enda virðist aðallega
vera átt við synina þegar sagt er frá hvað
afkomendurnir höfðust að. Sú mynd sem
Rígsþula dregur upp er án efa mjög í sam-
ræmi við verkaskiptingu karla og kvenna
jafht ríkra sem fátækra á miðöldum og
lengi fram eftir öldum.
30 VIKAN 3. TBL. 1989