Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 33
með sig sjálfar, skulu hafa kosningarétt,
þegar kjósa á í hreppsnefnd, sýslunefnd,
bæjarstjórn og á safnaðarfundum, ef þær
eru 25 ára og að öðru leyti fullnægja þeim
skilyrðum, sem lög ákveða fyrir þessum
réttindum.“ 9>
Það var tveimur árum seinna að sauma-
kona á ísafirði notfærði sér kosningarétt-
inn.
Árið 1885 var flutt frumvarp um kosn-
ingarétt til Alþingis fyrir ekkjur og ógiftar
konur. Frumvarpinu var vísað írá.
Skúli Thoroddsen var mikill baráttu-
maður fyrir kosningarétti og kjörgengi
kvenna. í blaði sínu Þjóðviljanum birti
hann margar greinar um kvenréttindamál.
Ýmsar þeirra eru undirritaðar dulnefninu
Gerður og ætla má að margar hafi verið
samdar af Theódóru konu hans. í fyrsta
tölublaði, 30. október 1886, segir: „Rétt
fírrnst oss, að karlar og konur séu jafht sett
að lögum.“w>
Nú fóru konur að gera sér grein fyrir að
jafnrétti fengist ekki nema þær sjálfar
gengju í fárarbroddi. í lok árs 1887 auglýsti
kona og flutti fyrsta opinberan fyrirlestur
kverma hérlendis. Þetta var Bríet Bjarn-
héðinsdóttir. Fyrirlesturinn var um hag og
réttindi kvenna og mæltist vel fyrir, og var
hann gefinn út á prenti ári síðar.
Bríet var brautryðjandi kvenréttinda-
baráttunnar á íslandi. Hún var ágætur
blaðamaður og í skrifúm sínum fjallar hún
um pólitísk réttindi kvenna, afskipti þeirra
af opinberum málum og menntamálum.
Hún vakti máls á skóla fyrir vinnukonur en
á þessum tíma voru þær fjölmenn stétt og
taldi hún fulla þörf á því að þær stofnuðu
með sér samtök til að gæta hagsmuna
sinna en réttindaleysi vinnukvenna var
algjört.
Máttu hengja kjólinn
i skáp frúarinnar
Á mörgum efnameiri heimilum var al-
gengt að fastráða þrjár vinnukonur. Þær
báru mismunandi starfsheiti; eldhússtúlka,
stofustúlka og barnfóstra. Haft er eftir
Elínu A.R. Jónsdóttur sem var í vist í
Reykjavík í byrjun 20. aldar:
„Flestar vinnustúlkur sváfu í stofunni og
fengu að geyma koffortin sín í geymstunni.
Sumar fengu að hengja sparikjólinn sinn í
skáp húsfreyjunnar og fór það eftir ríki-
dæmi þeirrar síðarnefndu: Þeim mun
mirma sem þar var, þeim mun meiri líkur
voru á því að kjólinn fengi að hanga í
skápnum.“n>
Annað dæmi um réttindaleysi vinnu-
kvenna er getið um í bók Jóhönnu Egils-
dóttur 99 ár:
„Ég þekkti unga stúlku, sem Quttist til
Reykjavíkur utan aflandi. Þá var erfítt að fá
virmu. Hún réðist sem vinnukona til verk-
stjóra nokkurs. Hann réði hana síðan í aðra
vinnu. Þar tókhún á móti fjórtíu og tveim-
ur krónum og fór með þær til húsbónda
síns — í lok hverrar einustu viku. Hins veg-
ar greiddi hann henni umsamið kaup,
fjörtíu og fímm krónur — fyrir mánuðinn!
Þessi stúlka fór til vinnu sinnar um rismál
á hverjum degi. í hádeginu þurfti hún að
kaupa til heimilisins, þvo upp — og þjóta
síðan í Gskvinnuna. Á kvöldin sótti hún
vatn í bæirm, skúraði gólf og tók til.“I2>
Erfiðust var lífebarátta ekkna með mörg
börn. Þær fóru á fætur fyrir dögun hvern
morgun, sinntu heimilisstörfúm, útbjuggu
bita fyrir börnin og héldu síðan til vinnu
sinnar. í bók Jóhönnu 99 ár, segir frá ekkju
einni er neyðst hafði til að þiggja hjálp af
bænum um skamman tíma.
„Litlu seinna voru kosningar, og þegar
hún ætlaði að kjósa, var henni vísað frá.
Hún kom til mín og sagði mér frá þessu.
Hún var miður sín af heift — enda mikil
skapkona. Þá skildi ég, hvað það var, sem
ég hafði lesið um í íslendingasögunum, að
hagl hafði hrotið af auga. Það var ekki tár,
sem hrundi af auga hennar. Það var
hagl.“l}>
Hin lélegu kjör vinnustúlkna breyttust
lítið til batnaðar. Mikið vinnuálag og frí-
tími af skornum skammti. En Kvenrétt-
indafélag íslands tók málið upp á lands-
fúndi félagsins 1938. Fundurinn sam-
þykkti tillögu um að vinnustúlkur ættu
rétt á að fá sumarfrí eins og annað launa-
fólk.
„5. landsfundur kverma álítur réttlátt, að
stúlkur þær, sem ráðnar eru í ársvist eigi
rétt á 7 daga sumarfríi.“'4>
■ í lok árs 1887 auglýsti
kona og flutti fyrsta
opinberan fyrirlestur
kvenna hérlendis. Þetta var
Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
■ Nú á tímum er
kennarastéttin að miklu
leyti kvennastarf og veldur
það erfiðleikum í
launabaráttu stéttarinnar.
Með frelsisanda og þjóðernisboðskap
lýðveldisáranna beinist athyglin meira að
stöðu konunnar. Ugla Falsdóttir söguhetja
Atómstöðvar Halldórs Laxness, er ekki
eingöngu fulltrúi íslenskrar alþýðu hún er
líka fúlltrúi kvenna sem heimta sinn rétt:
„Og hvað ætlist þér fyrir?
Ég vil verða maður.
Maður, hvemig?
Hvorki kauplaus ambátt einsog konur
þeirra fátæku né keypt maddama einsog
konur þeirra ríku; þaðanaf síður launuð
hjákona; og ekki heldur fangi þess barns
sem mannfélagið hefur svarið fyrir. Maður
með mönnum;“15>
Þannig hljómaði ádeilan í verki Halldórs
Laxness.
Átti að vinna kauplaust!
Ein af elstu iðngreinum kvenna er
saumaskapur. Öldum saman saumuðu þær
föt á börn sín, sjálfar sig og eiginmenn sína
og oft á annað heimilisfólk. Stúlkur komu
oft með talsverða peninga til baka úr
kaupavinnu eða síld að þeim fannst. Þær
sem ekki vildu fara í vetrarvist við heim-
ilisstörf, leigðu herbergi með aðgang að
eldhúsi, síðan voru þær „sjálfrar sín“ með-
an sumarkaupið entist.
Sumar vildu þó gjarna afla sér menntun-
ar til munns eða handa. í frásögn Steinunn-
ar Þórarinsdóttur segir:
og hvað gat það annað verið en
saumaskapur? Ég fór því til Andersen &
Lauth og falaðist eftir plássi. Fékk ég það
með þeim skilyrðum, að ég ynni kaup-
laust." 13)
Nýjar stéttir taka við af þeim gömlu. í
stað vinnukvenna koma verkakonur í fisk-
vinnu, þjónustustúlkur hjá hinum ýmsu
stofnunum og einkafyrirtækjum og iðn-
verkakonur við margvíslegan iðnað.
Rjómabústýrurnar voru arftakar sel-
kvenna og síðar konurnar í mjólkurbúðun-
um. Vefltonur og þær sem ullina unnu og
aðrar þær sem máttu hafa ljós við vinnu
sína finna eftirmenn sína í ullarverksmiðj-
unum og í hópi listvefara og prjóna-
kvenna. En ullariðnaður og sauðfjárrækt
voru aðal tekjulindir landsmanna.
Fóstrur og fóstrar eru fyrirrennarar
barnakennara- og fóstrustéttanna. Áður en
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði og
Kennaraskólinn fóru að útskrifa kennara
árið 1893 og 1909 var algengt að konur
með kvennaskólamenntun væru kennarar
við barna- og kvennaskóla. Þar fengu þær
lægra kaup en karlar. Úti í sveitunum
höfðu konur oft kennslu heima fyrir, voru
þá börnin í heimavist.
Nú á tímum er kennarastéttin að miklu
leyti kvennastarf og veldur það erfiðleik-
um í launabaráttu stéttarinnar.
Fyrsta menntaða stétt
kvenna á íslandi
Ljósmæður eða yfirsetukonur, eins og
ljósmæður voru fyrrum kallaðar, eru fýrsta
stétt kvenna á íslandi sem fær menntun og
laun á vegum þess opinbera.
„YRrsetukonur verða fyrsta opinbera
launastétt kvenna: Konungsbréf 20. júní
1766 ákveður allra mildilegast, að 100
ríkisdölum skuli skipt milli yfírsetukvenna
í landinu. 1760 var landlækni gert skylt að
veita ljósmæðrum „tilhlýðilega fræðslu í
ljósmóðurlist og vísindum.““ 17>
Áttu ljósmæður áður að fá „sanngjarn-
lega“ greitt fýrir ómak sitt en fátækum
hjálpa fýrir guðs sakir. Þó er það ekki fyrr
en árið 1919 að ljósmæður stofna með sér
félag.
Árið 1907 birtist grein í Skírni um
réttarstöðu ógiftra mæðra og barna þeirra
á íslandi og á Norðurlöndum. f ffamhaldi
af því var flutt tillaga um réttindi þeirra á
fúndi í júnímánuði.
Þetta sama ár hafði Bríet forgöngu um
stofnun Kvenréttindafélags íslands.
Markmið þess var að konur fengju fúllt
stjómmálajafnrétti við karlmenn þ.e. kosn-
ingar, kjörgengi svo og rétt til embætta og
atvinnu með sömu réttindum og þeir.
í nóvember 1907 fengu konur í Reykja-
vík og Hafnarfirði með lögum kosninga-
rétt og kjörgengi til bæjarstjórnarkosinga
með sömu skilyrðum og karlmenn.
f janúar 1908 varð mikill pólitískur sig-
ur íslenskra kvenna er þær buðu fram sér-
stakan kvennalista með fjórum konum til
3. TBL.1989 VIKAN 33