Vikan


Vikan - 09.02.1989, Síða 39

Vikan - 09.02.1989, Síða 39
Blús í æðum, pabbi breskrar blústónlistar Þann 26. febrúar verða k tónleikar með John r Mayal & Bluesbrak- ers á íslandi. Þeir sem fylgst hafa með tónlist sl. 15 til 20 ár vita að þarna er á ferð- inni tónlistarmaður sem kann sitt fag upp á tíu. Bluesbrakers var stofhuð 1962 og í gegnum árin hefur það þótt mikil viðurkenning að hafa spilað í þeirri hljómsveit. Mayall hef- ur alltaf haft góða hljómlistar- menn með sér og eru líklega frægastir, Eric Clapton, Jack Bruce, Ginger Baker og Mick Taylor svo einhverjir séu nefndir. Clapton, Bruce og Baker störfuðu á sama tíma í Bluesbrakers og stofnuðu upp úr því eina virtustu hljóm- sveit sem fram hefúr komið í bresku tónlistarlífi, Cream. Mick Jagger sagði eitt sinn að hljómsveit John Mayall væri „Blús skóli“ og þar hitti hann naglann á höfúðið. Margir sem unnu með honum urðu vel þekktir í poppheiminum eins og áður segir. Einnig störfúðu með honum um tíma John McVie, Mick Fleedwood og Peter Green sem stofhuðu Fleewood Mac. Hvernig stóð svo á því að John Mayall yrði faðir breskr- ar blústónlistar? Hann er feddur 29. nóv- ember 1933 í Manchester. Hann segir, „ég byrjaði að spila á hljóðferi þegar ég var 13 ára, mest boogie woogie á píanó sem hefur verið mitt aðal- hljóðfæri. Síðan byrjaði ég að safha plötum með Meade Lux Lewis, Peter Johnson og Django Reinhardt, en aldrei átti ég mér þann draum að verða atvinnumaður í tónlist- inni. Mér líkaði blúsinn alltaf betur og betur en ég vissi að þetta var ekki sú tónlist sem var hvað vinsælust. Þegar ég heyrði plötur með Muddy Waters og Big Bill Broonzy árið 1950 ákvað ég að ég vildi verða blús gítarleikari". Ekki rættist sá draumur hjá Mayall nema að litlu leyti. Hann fór í herinn og kom sér undan ýmsum skildustörfum með því að spila í hljómsveit hersins. Sinn fyrsta gítar keypti hann í Tokyo meðan hann var enn í hernum. Hann stofnaði sína fyrstu hljómsveit 1955 og settist þá við píanóið. „Þetta voru erfiðir tíma,“ sagði Mayall er hann rifjaði þetta upp. í þá daga vildu fáir hlusta á blús. En tíu árum síðar horfði málið öðruvísi við. John Mayall seg- ir um Eric Clapton: „Hann er sá eini sem spilaði með mér í þá daga sem vissi hvað það var að spila blús." Mayall hefur sent frá sér fjöldann allan af plötum en það er sjaldan sem hann hefur komist með einstök lög eða plötur á vinsældalista. Koma Mayall hingað til lands er mikill fengur fyrir að- dáendur blústónlistar og munu þeir áreiðanlega leggja vel við hlustirnar 26. febrúar. BOY MEETS GIRL Meira en nafnið \TTið sögðum ffá því / síðast að á næstu vik- um fjölluðum við um listamenn sem eru lík- legir til að setja svip sinn á árið. Að þessu sinni ræðum við um dúett sem samanstendur af George Merill og Shann- on Rubicam. Þau starfa undir nafhinu Boy meets girl. Ein- hverjir kannast eflaust við lag- ið „Waiting for a star to fall“ sem hefur verið á íslenska list- anum. Það lag er á nýútkom- inni plötu þeirra „Reel Life“. Hún er önnur breiðskífan sem þau senda ffá sér. Hin fyrri kom út 1985 og þá náði lagið „Oh girl“ nokkrum vinsæld- um í Bandaríkjunum. George Merill og Shann- on Rubicam hittust fyrir tæp- um 13 árum og hafa gengið saman í gegnum súrt og sætt síðan. Þau giftu sig í maí síðast liðinum eftir að hafa búið sam- an í 12 ár. Hann er 32ja ára en hún 36 ára. Tónlistin hefur verið sem rauður þráður ffá því þau hittust í Seattle í Bandaríkjun- um og með það eitt að mark- miði að slá í gegn sem flytjend- ur. Það var hins vegar Whitn- ey Houston sem kom þeim á blað poppsögunnar þegar hún ákvað að syngja lagið „How will I know“ á fyrri plötu sinni og „I wanna dance with somebody who loves me“ á seinni plötunni. Þegar Merill og Rubicam ákváðu að senda Narada Michael Wald- en upptökustjóra Houston lagið „How wÚI I know“ var það vegna þess að þau töldu lagið ekki nógu gott á þá plötu sem þau voru með í vinnsiu um svipað leyti. Narada varð hrifinn af laginu en þurfti að gera nokkrar breytingar og gerði sig að aðstoðarhöfundi. Það líkaði hjónunum ekki. Þau ákváðu þó að láta þar við sitja því þeim var mikið í mun að fá Houston til að syngja lagið fyrst svona var komið. Þau höfðu annan hátt á er þau létu hana hafa „I wanna dance...“, þá unnu þau það fullkomlega, með öllum útsetningum og nánst tilbúið í uptöku. Narada Michael Walden þurffi mjög lítið að vinna það og eiga þau allan heiður af laginu. Þau segjast vera nokkuð rokkaðri en framangreind lög gefa til kynna. Arif Mardin upptökustjóri sem aðstoðar þau á þessari plötu hefur reynt að ná því besta út úr þeim. Þegar þau sömdu „How will I know“ höfðu þau aldrei samið jafn hratt lag. Ballöður voru þeirra fag. „Raunveruleikinn er ekki alltaf eins og maður kýs,“ sagði George Merill í viðtali nýlega. Þau skildu um smátíma til að átta sig á hvort öðru og einnig til að reyna að þroskast sem einstaklingar. Þegar þau komu saman aftur ákváðu þau að giffa sig og hefjast handa við nýja plötu. „Það þarf að vera ástæða fyrir hverri plötu. Það var ástæða fýrir fyrri plötu okkar, þá var það okkar fyrsta tækifæri til að senda frá okkur eitthvert efni. Það var ekki þörf hjá okkur eða ástæða til að senda frá okkur nýja plötu fyrr en síðast liðið haust. Við vorum að hefja nýtt líf saman," sögðu George Merill og Shannon Rubicam um tilurð plötunnar. Það er ljóst, að dúettinn Boy meets girl er ekki stundarfýr- irbrigði. Eftir jafn mikinn árangur sem lagahöfundar get- ur leiðin ekki verið nema upp. Lagið „Waiting for a star to fall“ hefur notið mikilla vin- sælda í Bandaríkjunum og hérlendis. Annað lag af þessari plötu sem þegar hefur náð mikilli hylli vestra er „Bring down the rnoon". Þetta er reyndar uppáhaldslag þeirra hjóna og þar er hægt að finna ástæðu þess að þau tóku upp þráðinn aftur r' sínu sambandi. Boy meets girl er dúett sem vert er að setja í samband. 3. TBL. 1989 VIKAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.