Vikan


Vikan - 09.02.1989, Síða 45

Vikan - 09.02.1989, Síða 45
Varið ykkur! 20. febrúar FULLT TUNGL HJALTI JÓN SVEINSSON SKRIFAR FRÁ V-ÞÝSKALANDI A ður fyrr var talað um hina dular- /m fullu krafta sem stöfuðu frá tunglinu. Síðar komu vísinda- ^L, mennirnir — stjörnufræðingar, eðlisfræðingar og stærðfræðingar. Þeir hófu margs konar rannsóknir á áhrifum tunglsins á jörðina. Á síðustu áratugum hefur komið í ljós að fullt tungl virðist hafa gífurleg áhrif á líf og líðan jarðarbúa. Fund- ið hefur verið samhengi á milli fúlls tungls og aukinnar tíðni innbrota og fjölgunar fæðinga svo örfá dæmi séu nefhd. Þýski dávaldurinn Claus Bick fúllyrðir að fúllt tungl snúi hreinlega ötlu við í höfði okkar — reglulega á 29 daga fresti. Af- leiðingarnar eru meðal annars þunglyndi, ofbeldishneigð og svefnleysi. Tunglið hefúr mjög mikii áhrif á heil- ann. Við fúllt tungl færist virkni hans ffá hinu rólega skynsemiráðandi vinstra hveli yfir í hið tilfinninganæma og viðkvæma hægra hvel. Claus Bick hefúr komist að þessari niðurstöðu. Hann rekur rannsóknastöð á þessu sviði og hefur dáleitt mikinn fjölda fólks á undanförnum árum. Árið 1985 kveðst hann fyrst hafa farið að gruna þetta. í ljós kom að sjúklingar, sem að öllu jöfnu áttu auðvelt með að falla í dá, gátu það ekki við fúllt tungl. Fram að þessu kvaðst dávaldurinn hafa komist að þessari niður- stöðu með því að rannsaka 624 sjúklinga. „Ég skýri þetta þannig, að um sé að ræða rafsegulmagnaðar truflanir í heilanum, sem stafi frá tunglinu þegar það er fúllt. Það er sem vinstra heilahvel hætti að vinna með hinu hægra. Það hægra tekur yfirhöndina, á meðan slokknar á því vinstra. Mér hefur orðið ljóst hverju hægra heilahvelið fær áorkað þegar því er ekki stjórnað af hinu. Það er sem mannfólkið verði við þetta miklu tilfinninganæmara á ýmsan hátt. Fram koma breytingar á hegðun - allt frá þunglyndi til ofbeldishneigðar og svefn- truflana. Við höfúm löngum vitað að tunglið stjórnar sjávarföllunum alls staðar á jörð- inni — skiptir þeim á milli flóðs og fjöru á reglulegan hátt, allt eftir því hver afstaða þess er gagnvart jörðinni á hverjum tíma. Þar eð mannslíkaminn hefúr í sér sömu hlutföll og móðir jörð — tvo þriðju vatn og einn þriðja fast efni — hlýtur tunglið einnig að stjórna ákveðnum „sjávarföllum" í lík- ama okkar. Margs konar áhrif á mannfólkið Blákaldar og áþreifanlegar staðreyndir feera okkur heim sanninn um hin margvís- legu áhrif fúlls tungls á líf okkar mannanna á jörðinni. Hér á eftir fara nokkur dæmi: • Tunglið og tíðahringur kvenna. Að meðaltali stendur tíðahringur kvenna yfir í 29,5 daga. Því er hér um að ræða tímabilið frá einu fullu tungli yfir í það næsa — það er 29 daga, 12 klukku- stundir og 44 mínútur. Rannsóknir hafa leitt í ljós að hjá meirihluta kvenna hefjist blæðingar við nýtt tungl eða fúllt. í nýlegri könnun sem gerð var á meðal kvenna í Frankfúrt varð niðurstaðan sú að þannig var í pottinn búið hjá 60% þeirra. • Tunglið og Érjósemi. Vísindamenn hafa komist að því að sam- hengi er á milli fúlls tungls og eggloss, sem er tími getnaðar hjá konum. Rafmagnið fór af allri austurströnd Bandaríkjanna 9. nóvember 1965. Níu mánuðum síðar varð algjör fæðingar- sprengja á þeim slóðum. Ástæðan er ekki bara sú að fólk hafi elskast þá nótt meira en aðrar nætur til þess að halda á sér hita og afbera myrkrið betur. — Þessa nótt var nefnilega fullt tungl! Telja menn það hafa haft sitt að segja. • Tunglið og faeðingar. í háskólabænum Freiburg í Þýskalandi hefur staðið yfir rannsókn á þessu síðast- liðin sjö ár og í dæminu eru 33.250 fæði- ngar. Samkvæmt niðurstöðum er greini- legt að fæðingar eru tíðari við nýtt tungl eða fullt. • Tunglið og sveÉntruflanir. Lífefnaffæðingar segja að hugsanlegt sé að fúllt tungl hafi áhrif á efnafræðilega starfsemi í miðheilanum á þann hátt að það trufli hinn fasta og heilbrigða svefh. Ástæðan mun vera sú að jafnvægið raskast á milli „svefnefnisins“ serotonin og „vöku- efnisins" noradrenalin. • Tunglið og höfuðverkjaköst. Sænski efnaffæðingurinn Jöns Jakob Berzelius var ffægur fýrir rannsóknir sínar á ýmsum sviðum. Hann var sjálfúr sárþjáð- ur af mígreni. Hann komst að því að köstin helltust ætíð yfir hann við nýtt og fúllt tungl. • Tunglið og ofbeldi. Rannsóknir á Englandi og í Bandaríkjun- um hafa leitt í ljós að við fullt tungl fjölgar jafnan afbrotum sem framin eru með of- beldi. • Tunglið og umferðaróhöpp. Klaus Engels, helsti umferðarsérfræð- ingur Þýskalands og prófessor við háskól- ann í Köln, fúllyrðir að samkvæmt margra ára könnunum sé fúllsannað að við fúllt tungl fjölgi umferðarslysum. Hann segir að þetta megi rekja til þess að sumt fólk eigi erfiðara með að einbeita sér við aksturinn þegar tungl er fúllt. Eru „tunglrannsóknir" ekki teknar alvarlega? Dr. Hilmar Heckert, læknir í Berlín, hef- ur rannsakað tungláhrif síðastliðin þrjátíu ár. „Ég óttast," segir hann, „að innan fárra ára verði enginn vísindamaður sem nenni og hafi áhuga á að rannsaka þessi áhrif tunglsins á mannlegt líf. Þeir trúa þessu ekki og taka okkur hina ekki alvarlega. Ekkl enn, en það kemur að því.“ Kenning dávaldsins Claus Bicks um áhrif tungls á vinstra heilahvelið er á hinn bóginn sannarlega allrar athygli verð. Hafið þið, lesendur góðir, það ekki oft á tilfinningunni að ykkur líði á einhvern hátt öðruvísi þegar „máninn fullur fer um stræti"? 3.TBL.1989 VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.