Vikan


Vikan - 09.02.1989, Page 51

Vikan - 09.02.1989, Page 51
tveimur metrum fyrir aftan hana. Hún fylgdi bendingu hans með augunum og sá, að hún var stödd beint fyrir framan stein- garðinn. En hún sá samtímis Ijá, sem hékk í neðstu greininni á visnu plómutré rétt hjá, 'ög hún stökk samstundis þangað, greip ljáinn og sveiflaði honum kringum sig í örvæntingu. — Komið, ef þér þorið, hvæsti hún milli samanbitinna tanna. — Komið bara. — Sú hugsun, að hún væri ekki aðeins að berjast fyrir eigin lífl, heldur einnig fyrir framtíð og hamingju Önnu litlu, gaf henni aukinn þrótt. Eftir tíu eða fimmtán ár, þegar Anna þarfhaðist umhyggju hennar og ástar ekki lengur, mátti dauðinn koma til hennar, og þá mundi hún hlýðin beygja sig undir kröfu hans, — en ekki núna, — ekki núna. Dauðanum, hinni háu, þöglu veru, var brugðið , þegar hann sá glampa á egg Ijás- ins í fölu tunglskininu, og hann hörfaði aftur á bak. Úr andliti hans skein sama hræðslan sem einmitt hafði hrakið hana gegnum garðinn og hingað. Hann stóð þegjandi um stund. Svo tók hann eitt skref fram á við. — Frú, sagði hann í viðvörunartón, — eft- ir tíu sekúndur slasið þér yður á þessum ljá, og eftir fimmtán sekúndur beygi ég mig yfir yður og slekk á kerti lífe yðar. Eina leiðin til að bjarga lífi yðar er að sleppa ljánum strax. En hún kreppti hendurnar enn fastar um ljáinn. Hann lýgur, hugsaði hún. Hann lýgur. Á sama augnabliki og ég sleppi ljánum er aft- ur á móti úti um mig. Ljáinn, einmitt ljáinn hræðist hann, tákn hans um vald og miskunnarleysi um margar aldir. Hún lagði sig alla fram við að valda og sveifla hinum þunga ljá, og hún fýlltist hamslausri gleði og stolti, þegar hún sá að dauðinn hopaði. Þegar þessar fimmtán sekúndur voru liðnar og hún stóð enn í sinni þrjóskufullu baráttu með Ijáinn á lofti, leit Dauðinn á úr sitt, vafði möttlinum um sig og kveikti sér í vindlingi. Hann mælti ekki orð af vörum, en af hinum bitru, hörðu dráttum sem léku um bleikar, blóðlausar varir hans, mátti sjá, að honum var skapraunað, þar sem hann varð að viðurkenna, að hann hafði eytt dýrmætum tíma sínum til einsk- is. En hún sá, að hann kunni að taka ósigr- inum. Hann brosti íbygginn út í annað munnvikið, um leið og hann lyfti hattinum og bjóst til að fara. — Allt í lagi, frú. Við eigum eftir að sjást síðar. Það var mjög ffóðlegt að fá að kynn- ast yður. — Hann stansaði og sneri sér við. — Mér þykir það leitt, en áætlun mín fyrir næstu ár er svo aðkallandi, að það líður víst langur tími, þangað til við sjáumst aftur. Lifið heil þangað til, ffú. — Því næst hvarf hann út í dimma nóttina. Þegar hún gekk reikulum skrefum að húsinu, kom Markús bóndi hlaupandi á móti henni. — Hvað hefur eiginlega komið fýrir, ffú Dóra? Af hverju æptuð þér? Hinn dauðskelkaði maður snarstansaði, þegar hann sá ljáinn í höndum hennar, og saup hveljur. — Einn enn, hugsaði hún, sem heldur, að ég sé gengin af göflunum. Hún hætti við að skýra út fýrir honum, hvað gerst hafði, rétti aðeins bóndanum, sem stóð eins og þvara, Ijáinn og hélt leið sinni áfram upp að húsinu til þess að spyrj- ast fýrir um líðan barns síns. - Anna kemst yfir þetta heilu og höldnu, firú, sagði læknirinn, þegar hann kom kort- éri síðar út frá barninu. — Hún sefur núna. — Ungi læknirinn þrýsti hönd hennar blíð- lega. — Og nú ættuð þér að sofna sjálf, ffú, og hvíla þreyttar taugar yðar. Þegar hún var lögst fyrir og hafði tekið töflurnar inn, sem læknirinn hafði geflð henni, lét hann ofan í töskur sínar og bjóst til farar. — Góða nótt, frú. Ég kem aftur á morgun. — Hann þrýsti útréttar hendur hennar hughreystandi. — Og verið þér nú ekki óróleg, þótt taugarnar hafl gert yður svolítinn grikk í kvöld. Svona nokkuð kemur stundum fýrir þegar válegir atburðir gerast. Þér get- ið verið allsendis róleg. Þetta kemur varla fýrir aftur, því að það er engin ástæða til að óttast lengur um líðan Önnu litlu. — Þakka yður fýrir, læknir. Hún brosti fjarrænu brosi, meðan svefhinn var að yfir- buga hana, hamingjusama og fullkomlega rólega. SÚ LÉTTARI ík r \ t\ f. Á\íc AJí fr í) / /á'at oaa/s 5iöA/L TfLHi OFaJA FREK- du. Fí/)Ti CtTTEKT CELT ftF- MjÚKft KUEM- 1/ftRC.i í A Ék Mflr- fi'ftK 1 WGA DREiF/ ' > ./ stía/g, SOKC. ÍT'i A/'j'ÍjLU t/ ./ Z > ./ / 0 DÆúAsr GRÖM STOFIÁ SóhÐLi BÖRMiÁ T KCl Goux AP AusrRí V SftTA- þyKKT <y TOaJaJ HftTfuiL l/ÉÁA RuatA * > \f ~ t f T/fEG5 KayR H'QT'iÐ MuaiAJ/i > OR&A Tv'iflL-J. <— . / > > KwBM- AJ Pi PaJ SufJD > o P AJhRR- A/l 1 3 > y /M/9L/W ífíAAiT- STftFiK. V LAÖÖ5 ík$x. > EFsJÍ \JERK- SM/6ÖR 5* > / L> UODÍÐ ó'R 9. 3.TBL. 1989 VIKAN 51

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.