Vikan


Vikan - 09.02.1989, Síða 66

Vikan - 09.02.1989, Síða 66
SEINNI HLUTI: Þannig er vatnsberi Vatnsberinn og hjónabandið Hjónabandið er ekki auðvelt fyrir vatnsberann, en hann þarf þó íremur en nokkur annar á skilningsríkum félaga að halda sem skilur að hann vill fá að vera sjálfstæður og vill ekki láta eiga sig. Makinn verður að skilja að vatnsberinn er öfga- fullur og óútreiknanlegur og verður að kunna á honum lagið. Og hvað sem öllu öðru líður verður makinn að sýna skilning. Þegar vatnsberinn er kominn í hjónaband lítur hann á sambandið alvarlegum aug- um og oft mun alvarlegar en flestir aðrir. Tilfinningalegar efasemdir Vatnsberinn er fordómalaus en þó ekki í þess orðs venju- legri merkingu og hann lætur sem vind um eyrun þjóta það sem aðrir gera. Hann hefur einfaldlega gert upp við sig hvað og hvernig hann vill ffamkvæma hlutina og honum stendur á sama hvernig aðrir fara að. Honum er sama um allt umtal og hefúr ósköp lít- inn áhuga á að heyra sögur af nágrönnunum. Vatnsberinn finnur sig van- máttugan á tilfmningasviðinu en geri hann sér ljóst að hann er jafhvel viðkvæmari en al- mennt gerist um vatnsbera verður það til þess að hann fær skömm á sjálfúm sér og reynir að breyta þessu. Hann má alls ekki gráta og byggir um sig múr til að koma í veg fyrir slíkt. Vatnsberi sem grætur er hlægilegur að hans mati. Sjálfstæðisþörfin Vatnsberinn verður að fá að vera fúllkomlega sjálfstæður og það gengur stundum svo langt að hann á á hættu að verða einmana. Sé vatnsberinn ógiftur vill hann fremur búa í lítilli íbúð, einn sér, heldur en deila íbúð með öðrum. Neyð- ist hann þó þrátt fyrir allt til þess að búa með öðrum á hann ekki auðvelt með að blanda við þá geði. Afleiðingin er sú að hann kemur því svo fyrir að hann fær að vera einn í eldhúsinu og gætir þess að fara ekki þangað fyrr en allir hafa lokið sér þar af. Vatnsberanum líður best þegar hann er einn og hann velur að fara einför- um. Þrátt fyrir það geta aðrir treyst honum og þurfa ekki að biðja hann um hjálp, hann finnur á sér þegar einhver er hjálparþurfi. örgeðja á stundum Það sérkennilegasta við vatnsberann er hvað hann er sérvitur. Hann getur þó verið svolítið hrífandi og stundum skemmtilegur þótt örgeðja sé. Hann er af og til svolítið öfga- fúllur og skrýtinn svo við sjálft liggur að hann sé eitthvað óeðlilegur. Af þessu leiðir að erfitt getur verið að eiga við hann. Hann er alveg óútreikn- anlegur. Það er aldrei hægt að vita hvemig hann bregst við hvort heldur er atburðum eða ákvörðunum, sem aðrir hafa tekið. Stundum er hann sam- mála eða þá skoðanir hans em svo fjarri því sem venjulegt má teljast að áheyrendurnir em fúrðu lostnir og vita hreint ekki hvar þeir hafa hann. Af þessu má draga þá ályktun að hann geri sér grein fyrir sér- visku sinni og sé jafnvel að reyna að halda aftur af henni. En það er síður en svo auðvelt, því hann hefur gaman af þessu innst inni, ekki síst þegar hann hefur gengið algjörlega fram af þeim sem nærstaddir em. STJÖRNUSPÁIN Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Eitthvað, sem þú hefur kviðið fyrir alllengi, dynur nú yfir þig. Eigi að síður þarftu ekki að kvarta, því þú hafðir möguleika til að afstýra þessu. Þú færð afar erfitt verkefni til úrlausnar en öll- um til furðu, og þér sjálfum mest, ferst þér það prýðisvel. Nautið 20. apríl - 20. maí Þú hefur samviskubit vegna einhverrar ógoldinnar skuldar. Þú ættir að keppa að því að losa þig við hana. Þér hefur borist bréf eða smágjöf sem hef- ur komið þér í nokkurn vanda. Heillatölur þessa viku eru 6, 14 og 37. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Þú verður gagnrýndur að ósekju fyrir eitthvað, sem þú hef- ur framkvæmt í algjöru granda- leysi. Til allrar hamingju verða endalokin þér í hag. Síðari part vikunnar færðu gest sem þér er fremur hvimieiður. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Margir meðlimir þessa merkis munu verða einstaklega næmir fyrir umgangspestum og liggja af þeim sökum ef til vill nokkra daga rúmfastir. Fyrir þá sem verða heilsuhraustir og í fullu fjöri er laugardagurinn eink- ar varasamur. Vogin 23. sept. - 23. okt. Þú verður mjög bjartsýnn og lífsglaður þessa viku, enda munu vonir þínar í sambandi við atvinnu þína rætast. Ástvinur þinn virðist nokkuð erfiður í skapi og verðurðu að sýna hon- um meiri tillitssemi og þolinmæði en endranær. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Þér hættir til að beita sjálfan þig of harðri gagnrýni, þannig að þú verður kjarklaus og hlédrægur. Þú færð óvænta og gleðilega heimsókn gamals fé- laga. Þér berst tilboð, sem þú ættir að íhuga nákvæmlega. , Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Það steðja að þér alls kyns freistingar en yfirleitt muntu maður til að standast þær - nema eina. Það ber dálítið á tor- tryggni hjá þér í garð félaga þinna, en slíkt hugarfar bætir hag þinn síst af öllu. tMeyjan 24. ágúst - 23. sept. Það hefur borið alltof mikið á eigingirni í fari þínu undanfarið, en vegna utanað- komandi áhrifa breytist hugarfar þitt og framkoma til batnaðar. Vinur þinn, eldri maður, efnir heit sitt, sem betur fer fyrir þig. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Vikan verður mjög skemmtileg. Þú hefur nóg að starfa og nógan félagsskap. Vin- ur þinn dvelst fjarri þér um stund og eftirlætur þér skemmtilegan hlut til varðveislu. Fyrir ástfangna skortir ekkert á rómantíkina. Steingeitin 22. des. - 19. janúar Þú munt eiga margar ánægjustundir við nýtt áhuga- mál. Náinn ættingi þinn kemur þér á óvart með framkomu sinni og gerðum. Þú ættir ekki að leggja í neitt sem hefur í för með sér fjárútlát í þessari viku. Vatnsberinn 20. janúar - 18. febrúar Þessi vika verður nokkuð með öðrum hætti en þú hafðir gert ráð fyrir, en síst óskemmti- legri. Þú hefur verið í mikilli óvissu um nokkurn tíma, en nú mjög bráðlega finnurðu lausnina á þessu máli. Heillatölur eru 4,11 og 36. Fiskarnir 19. febrúar - 20. mars Gleymska þín á eftir að koma sér nokkuð illa fyrir þig, en þú veist að þú getur gert betur. Varastu dökkhærðan mann sem talar um viðskipti. Dveldu sem mest með fjölskyldu þinni og sinntu áhugamálum, sem þú átt heimavið. 66 VIKAN 3. TBL. 1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.