Vikan


Vikan - 09.03.1989, Page 6

Vikan - 09.03.1989, Page 6
PALLADÓMUR Salóme Þorkelsdóttir, alþingismaður: ÞINGMAÐUR MEÐ STÍL TEXTI: ÓLAFUR GEIRSSON LITLJÓSM.: EINAR ÓLASON Salóme Þorkelsdóttir alþingismaður gaf kost á sér sem forseti sameinaðs þings haustið 1987. Samkvæmt því samkomulagi, sem þáverandi ríkistjómar- flokkar gerðu með sér „átti“ flokkur hennar, Sjálfstæðisflokkurinn, embættið. Framboð Salóme í forsetaembættið átti sér forsögu. Á Landsþingi sjálfstæðiskvenna fyrr um sumarið 1987 var mikill hugur í sjálfstæðiskonum. Meðal annars var sam- þykkt þar ályktun þess efnis að þingflokk- ur Sjálfstæðisflokksins beitti sér fyrir því, að kona yrði kosin forseti sameinaðs þings. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins varð ekki við þessarri ósk og Salóme Þor- kelsdóttir varð ekki forseti sameinaðs þings. Tók úrslitunum þunglega Hún tók þessum úrslitum þunglega svo ekki sé meira sagt. Taldi þau raunar sýna, að konur nytu ekki sannmælis innan for- ustu Sjálfstæðisflokksins. Þarna væri á ferð- inni „tímaskekkja í hugsunarhætti og sam- bandsleysi." Það var ekki aðeins að Salóme sjálf tæki þessum málalokum í baráttunni um forsetasætið illa. Konur í Sjálfstæðis- flokknum létu líka í sér heyra um málið og voru margar mjög óánægðar. Árið 1987 var Sjálfstæðisflokknum á margan hátt mjög erfitt. Fyrsta áfallið var upphlaupiö í kringum Albert Guðmunds- son, sem ekki verður frekar fjölyrt um hér. Síðan kom myndun ríkisstjórnar þar sem til stóð að allir eldri ráðherrar flokksins, að undanskildum formanninum, skyldu víkja. Þá reis fyrsti þingmaður Reyknesinga og einn af fyrri ráðherrunum upp og gerði kröfu um ráðherrastól. Á móti því varð ekki staðið að mati formannsins og ráð- gjafa hans. Menn treystu sér hreinlega ekki í það að fá fyrsta þingmann Reyknesinga upp á móti forustunni ofan á þau ósköp, sem orðið höfðu í átökunum við fyrrum fyrsta þingmann Reykvíkinga. Er þó ekki verið að jafha hugsanlegum eftirmálum andstöðu Matthíasar Hafnflrðings við af- leiðingar Albertsmála. Þriðja málið sem olli forustu Sjálfstæðisflokksins vanda var síðan áðurnefnt forsetamál og óánægja sjálfstæðiskvenna með niðurstöðu þess. En hver er Salóme Þorkelsdóttir, sjálf- stæðisþingmaðurinn, sem stóð þarna í eld- línunni og komst að þeirri niðurstöðu, að hún hefði ekki hlotið þann frarna, sem henni bar innan þingflokksins, vegna þess að hún væri kona? Sjómannsdóttir úr Reykjavík Salóme er fædd og uppalin í Reykjavík og stundaði nám í Kvennaskólanum. Móð- ir hennar er Anna Sigurðardóttir og faðir Þorkell Sigurðsson vélstjóri, sem lést árið 1969. Sjálf hefúr Salóme sagt, að hún sé nánast fædd inn í Sjálfstæðisflokkinn. Þar starfaði faðir hennar mikið og var mikill áhugamaður um félagsmál og stjórnmál. Þorkell faðir Salóme skrifaði mikið í blöð og tímarit. Honum voru meðal annars sjávarútvegsmál mjög hugleikin og þeim er þetta ritar er minnisstætt, að þegar Hrafnista, Dvalarheimili aldraðra sjó- manna í Reykjavík, var vigt snemma á sjötta áratugnum var Þorkell Sigurðsson þar með sérstakt sölu- og kynningartjald. Þar vakti hann athygli á því hugðarefhi sínu, að íslendingar ættu strax að helga sér landgrunnið allt. Um þetta hafði hann sam- ið bækling og seldi við vígslu Hrafhistu. Þorkell var þarna töluvert á undan sinni samtíð, því þó svo að þessi landgrunns- stefna ætti sér stoð í lögum frá 1948, þá var hún tæpast nema fjarlægur draumur í augum flestra, nema Þorkels Sigurðssonar og nokkurra annarra. Gerðist bóndakona Salóme Þorkelsdóttir á því ekki langt að sækja stjórnmálaáhugann. Lengi vel var þó fátt sem benti til þess, að kvennaskóla- stúlkan, sem lauk námi sínu í síðari heims- styrjöldinni, mundi snúa sér að stjórnmál- um. Um tvítugt giftist hún garðyrkjubónda og hóf búskap í sveit. Fyrst í Biskupstung- um en síðan í Mosfellssveit. Börnin fædd- ust og urðu þrjú. Sjálf hefur Salóme sagt að reynslu í félagsstörfum hafi hún öðlast í kvenfélag- inu í Mosfellssveit. Hún var líka einn af stofnendum sjálfstæðisfélagsins í sveitinni. Upphaf stjórnmálaferils Salóme Þorkels- dóttur var þó ekki innan þess félags. Sá fer- ill hófst árið 1962. Þá má segja, að Mos- fellshreppur hafl enn að miklu leyti verið sveit en þó með nokkrum þéttbýliskjörn- um í nánd við helstu atvinnufyrirtækin. fbúar Mosfellshrepps voru þá aðeins vel á annað þúsundið og pólitísku flokkarnir höfðu enn ekki séð ástæðu til afskipta af hreppsmálum. Þetta ár, 1962, bauð Salóme sig fram til setu í hreppsnefnd á lista, sem kallaður var launþegalisti. Hún var þar í öðru sæti. Listinn kom einum manni að. Síðan gerist það að fýrsti maður launþegalistans flytur úr Mosfellssveitinni og Salóme tekur við af honum í hrepps- nefnd árið 1965. Síðan hefur stjórnmála- ferill Salóme Þorkelsdóttur verið óslitinn og frá sveitarstjórnarkosningunum árið 1966, ávallt á vegum Sjálfstæðisflokksins. Mönnum ber saman um það að Salóme hafi starfað ötullega að sveitarstjórnarmál- um. Hún hóf auk þess að starfa á skrifstofu Mosfellshrepps 1967. Sjálf hefur hún sagt, að það hafi hjálpað sér mikið í byrjun, að hreppsnefndarfundirnir hafi ekki verið tímafrekir. Uppeldi barnanna hafi auðvitað tekið sinn tíma og stjórnmálastarfið hafi ekki hafist fyrir alvöru fyrr en börnin voru orðin stálpuð. Fékk ekki sveitarstjórastarfið Fljótlega kom í ljós að Salóme Þorkels- dóttir hafði fullan hug á að ná meiri frama í stjórnmálunum en aðeins því að sitja í hreppsnefnd Mosfellshrepps. Hún varð meðal annars formaður Samtaka sveitar- félaga í Reykjaneskjördæmi og gat sér gott 6 VIKAN 5. TBL.1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.