Vikan


Vikan - 09.03.1989, Side 11

Vikan - 09.03.1989, Side 11
Páli Ásgeiri Tryggvasyni og Björgu Ásgeirsdóttur ■ „Það er hálfskrítið að hafa gott kaup og í raun nóga peninga, en geta ekki með nokkru móti eytt þeim.“ ■ Þýskir diplomatar fá mánaðarlegan bónus á launin sín fyrir hvert tungumál sem þeir kunna. ■ Hafa reynt að haga málum þannig að börnin festu ekki rætur á erlendri grund og settust þar að til frambúðar. barnanna okkar að koma við hjá okkur með því að við borg- uðum svo sem helminginn af fargjaldinu þeirra. Það bar mjög takmarkaðan árangur," sagði hann og hló við. Eru sendiherrar látnir vera tiltölulega skamman tíma í Moskvu? „Diplómatískir starfsmenn eru yfirleitt ekki látnir vera þar lengur en í svona tvo til fjögur ár. Ritarar eru heldur ekki hafðir í Moskvu nema kannski í tvö ár í senn.“ Björg hellti nú í kaffibollana á nýjan leik og tyllti sér stutta stund hjá okkur. „í Moskvu var allt mjög framandi," sagði hún, „og ekki síst tungumálið. Ég reyndi þó að setja mig aðeins inn í rússneskuna svo ég gæti komist betur af með þjónustu- fólkið og aðra sem við þurftum að skipta við. Það er hending að hitta Rússa sem talar annað en móðurmál sitt.“ Hvernig er svo að koma á nýjan stað eftir að vera orðinn vel að sér í starfi sínu í öðru landi? Verður fólk ekki nánast að byrja á öllu upp á nýtt? „Maður kemur inn í nýtt þjóðfélag — aðra siði og fram- andi venjur,“ svaraði Páll Ás- geir. „Þetta verður fólk að til- einka sér og laga sig sem fýrst að aðstæðum. Þeim getur mað- ur ekki breytt. Þess vegna er það auðveld- ara fyrir okkur að koma til Noregs til dæmis. Þar er þjóð sem hugsar á margan hátt eins og við íslendingar. Við eigum líka sameiginlegan uppruna og menningu í mörgum tilvikum. í Noregi fellur maður strax inn í krarnið." Björg: „Hér í Þýskalandi tala fáir ensku og því verður mað- ur sem mest að reyna að tala þýskuna. Hins vegar verða allir þýskir „diplómatar“ að geta talað ensku. Við þekkjum meira að segja einn sem talar íslensku. Hann er reyndar kvæntur íslenskri konu en hann hefur aldrei komið til ís- lands nema í stuttar heimsókn- ir.“ íslenskan ekki mikils metin Páll Ásgeir: „Yfirleitt tala þýskir „diplómatar" tvö erlend tungumál reiprennandi, eink- um ensku og ffönsku. Þeir þurfa að gangast undir strangt próf áður en þeir fá störf innan utanríkisþjónustunnar. Þar er mikil áhersla lögð á góða mála- kunnáttu, sem eðlilegt er. Þeir fá mánaðarlegan bónus á launin sín fyrir hvert það tungumál sem þeir kunna. Sú þóknun er mismunandi og fer efitir því hvað málið er fram- andi og hversu mikilvægt það er, hve margir kunna það og þar fram eftir götunum. Ég held þeir fái ekki nema 40 mörk aukalega fyrir að kunna íslensku, þó svo að málið sé bæði erfitt og að aðeins fáir Þjóðverjar kunni það. íslensk- an er einfaldlega ekki talin mikilvægari en raun ber vitni.“ Björg skaut því inn í að fýrir japönskuna fengjust ein 70 mörk á mánuði. „Ég varð nú bara hálfmóðguð þegar ég heyrði það,“ sagði hún. Er ekki erfitt fyrir barnafólk að starfa í utanríkisþjónust- unni? Björg: „Við eigum fimm börn og ein þrettán barna- börn. Börnin okkar eru fædd 1947, ’49, ’50, ’51 og ’59. Við vorum ekki með börn á far- aldsfæti fýrr en 1960, þegar við fórum fýrst til Danmerkur.” Páll Ásgeir hafði horft kím- inn á konu sína og gerði því næst eftirfarandi athugasemd: „Barnalæknirinn okkar í Dan- mörku hafði orð á því að eitt- hvað hlyti að hafa verið að hjá okkur árið 1948 úr því að þá hafi okkur ekki fæðst neitt barnið." Björg: „Þegar við fórum aft- ur út árið 1979 voru þau öll 5. TBL. 1989 VIKAN 1 1

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.