Vikan - 09.03.1989, Síða 19
DULFRÆÐI
Frh. af bls. 17
snyrtisérffæðings og árangurinn verður
eftir því.
Til dæmis þegar þú ferð í bað eða sturtu
skaltu ímynda þér að heita vatnið hafl ró-
andi, mildandi og heilandi áhrif á þig.
Sjáðu fyrir þér sérhverja meinsemd
bráðna burt eða skolast af þér og þú stand-
ir eftir skínandi tær og hrein/n ytra sem
innra.
Notir þú líkamsolíu skaltu nudda húð
þína ástúðlega og staðhæfa í huganum að
húð þín verði stöðugt mýkri og fallegri.
Þegar þú þværð hárið einbeittu þér að at-
höfhinni og staðhæfðu að hárið verði
þykkara, meira glansandi og heilbrigðara
en nokkru sinni fyr. Þegar þú burstar tenn-
urnar staðhæfðu að þær verði sterkari,
heilbrigðari og fallegri og svo ffamvegis.
Matarsiðir og venjur
Margt fólk hefur neikvæða afstöðu til
matar. Við óttumst oft að maturinn sé fit-
andi og heilsuspillandi. Samt höfúm við ár-
áttu til að eta einmitt þann mat sem við
óttumst og sköpum jafnffamt innri tog-
streitu og spennu og köflum að endingu
ffam þau áhrif sem við óttumst — fitu og
veikindi.
Einnig er margt fólk ekki með hugann
við matinn þegar það er að borða. Við
erum svo önnum kafin við að tala og hugsa
um aðra hluti að okkur bregst að stilla inn
á gómsætt bragðið og næringargildi feð-
unnar.
Fæðutaka er eiginlega töffaathöfn þar
sem mismunandi orkustraumar alheimsins
umbreytast í líkamsorku og gerð. Það sem
við hugsum á meðan er hluti þessarar
„gullgerðarlistar".
Hér er helgiborðsiðahald sem þú getur
gert a.m.k. einu sinni á dag án tillits til þess
sem þú ert að borða:
Sestu niður með matinn fyrir ffaman
þig. Lokaðu augunum smástund og slak-
aðu á, andaðu djúpt. Þakkaðu í hljóði for-
sjóninni fyrir fæðuna og öllum þeim ver-
um sem sáu fyrir henni, að meðtöldum
plöntunum og dýrunum og fólkinu sem
ræktaði fæðuna og útbjó hana.
Opnaðu augun og virtu matinn gaum-
gæfilega fyrir þér. Finndu hvernig hann
lyktar. Á meðan þú matast skaltu tala við
sjálfa/n þig í huganum og segðu sjálfum/
sjálfri þér að þessari fæðu hafi verið um-
breytt í lífsorku til þinna nota. Segðu sjálf-
um/sjálfri þér að líkami þinn noti allt sem
hann þarfnast og haftii auðveldlega því
sem hann noti ekki. Sjáðu þig verða heil-
brigðari og fallegri við hvað sem þú
borðar. Gerðu þetta án tillits til hvaða
skoðanir þú hefúr áður haft á gæðum fæð-
unnar sem þú borðar.
Borðaðu hægt og dokaðu við smástund
eftir að þú hefur lokið máltíðinni til að
njóta vellíðaninnar sem kemur þegar mag-
inn er sæll og ánægður.
Því oftar sem þú gerir þessa athöfn því
betur nýtur þú matarins ásamt bættri
heilsu og útliti.
Hér er önnur helgisiðaathöfh sem er
enn einfaldari. Áður en þú ferð að sofa,
þegar þú vaknar eða hvenær sem þú ert
þyrst/ur skaltu fá þér glas af vatni. Sestu
niður, slakaðu á og drekktu það hægt. Þeg-
ar þú drekkur skaltu segja sjálfum/sjálfri
þér að þetta vatn sé ódáinsveig (heilsu-
drykkur) og uppspretta eilífrar æsku.
ímyndaðu þér að hann þvoi burt öll
óhreinindi og feri þér orku, fjör, fegurð og
heilsu.
Offita
Hér eru ráðleggingar til þeirra sem eiga
við offituvandamál að stríða: Slakaðu á.
Finndu og ímyndaðu þér alla þá kosti fýrir
því að vera grannur/grönn og spengileg/
ur. Notaðu öll skynfæri eins og:
a) Sjón og heyrn: Finndu mynd af þér
eins og þú varst upp á þitt besta eða af ein-
hverjum öðrum sem þú vilt líkjast. Sjáðu
þig fýrir þér granna/n og spengilega/n eins
og á myndinni. Sjáðu síðan og heyrðu aðra
dást að þér og hrósa þér fýrir hve þú lítur
vel út.
b) Snerting: ímyndaðu þér þegar þú ert
orðin/n grönn/grannur hversu sléttir og
stinnir handleggir þínir, læri og magi
munu vera.
c) Bragð og lykt: Sjá æfinguna um mat-
arvenjur hér að ofan.
d) Tilfinningar. Finndu vellíðanina
hríslast um þig þegar þú ert grönn/grann-
ur og hvernig lifhar yfir allri tilverunni.
Finndu fögnuðinn og sjálfstraustið sem
geislar frá þér grannri/grönnm og vel
1
byggðri/byggðum. Finndu hvað þú ert
létt/ur í spori og liðug/ur, fara í fötin sem
eru orðin of þröng á þig, fara í sundföt í
laugunum o.s.frv.
Að sjálfsögðu er góð hreyfing og frískt
loft eitt það mikilvægasta af öllu. Það er
betra að léttast hægt og sígandi heldur en
missa mörg kíló á einni viku, því líkaminn
þarf að venjast breyttum aðstæðum. Þér er
líka miklu hættara við að þyngjast aftur ef
þú léttist of ört!
Hér eru nokkrar staðhæfingar sem
eru góðar fyrir heilsu og fegurð:
■ Með hverjum degi geisla ég frá mér
meiri fegurð og frískleika.
■ Allt sem ég borða færir mér aukna
heilsu, fegurð og aðlaðandi spengileika.
■ Éger góð/ur við líkama minn og lík-
ami minn er góður við mig.
■ Ég verð sterkari og öflugri með hverj-
um degi.
■ Ég mun hér eftir borða aðeins það
sem mér er jyrir bestu hverju sinni.
■ Pví meir sem ég elska og virði migþví
fegurri verð ég.
■ Ég er ómótstœðilega aðlaðandi fyrir
menn (eða konur).
Heimildir:
1) Gawain, Shakti: Creative Visualization, Millvalley
California, USA, 1983.
2) Silva, José & Mile Philip: Silva Mind Control, NY, NY,
USA, 1978.
3) Ostrander, S. & Schroeder, L.: Superlearning, GB,
1979.
Teikningamar sýna samsvömn á staðsetningu sálrænu orkustöðvanna í líkam-
anum annars vegar og innkirtlakerfinu hins vegar.
1) Krónuorkustöð (sahasrara) og heilaköngull (pineal)
2) Ennisorkustöð (ajina) og heiladingull (pituitary)
3) Hálsorkustöð (vishuddha) og skjaldkirtill (thyroid) / kalkkirtill (parathyroid)
4) Hjartaorkustöð (anahata) og hóstarkirtill (thymus)
5) Magagróforkustöð (manipura) og nýrnahettur (adrenals)
6) Kviðarorkustöð (svadhisthan) og bris (pancreas)
7) Kynorkustöð (muladhara) og kynkirtlar - eggleg/eistu (ovaries, testes)
Samband orkustöðva og kirtla
5. TBL.1989 VIKAN 19