Vikan


Vikan - 09.03.1989, Page 46

Vikan - 09.03.1989, Page 46
Viðbótarhár sem situr fast TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON í Vikunni hefur nokkrum sinnum verið sagt frá hinum ýmsu hjálpar- meðulum sem eiga að endurvekja og auka hárvöxt SÉ HÁRRÓTIN EKKI DAUÐ. Þegar ekkert dugar þá er ekki nema um tvennt að ræða; að sætta sig við hármissinn eða fá sér viðbótarhár. Nýverið voru á ferðinni í Reykjavík tveir Norðmenn, Metta Mellbostad og Morten Holseth, sem voru að kynna það sem þau vilja kalla viðbótarhár. Hár þetta er unnið hjá Apollo fyrirtækinu í Banda- ríkjunum, sem er eitt stærsta fyrirtækið þar sem sérhæfir sig í þannig framleiðslu. Þar hefiar fyrirtækið starfað í um 15 ár, en útibú fyrir Apollo í Evrópu hefur verið í Noregi í 4 ár. Á íslandi hefur Apollo hár verið fáanlegt í um 2 ár en umboðsmaður hér er Eiríkur Þorsteinsson í Greifanum á Hringbraut i 19. Hefur hár frá Apollo eitthvað ffam yfir aðra sams konar vöru? spyrjum við Mettu og Morten, en þau starfa hjá norska um- boðsaðilanum og ferðast víða til að kynna vöruna. Metta er hárskeri en Morten módel. ,Jú, það er betra vegna þess að það er fast á höfðinu og hægt að vera með það allan sólarhringinn án þess að það haggist, jafnvel þótt farið sé í sund, leikfimi eða annað.“ Fólk horfði á höfuðið á mér Morten er 22 ára og segist hafa farið að missa hárið f8 ára. Hann sagði að það hefði haft mikil áhrif á sálarlífið, þó hvorki hann né flestir aðrir sem missa hárið vilji viðurkenna slíkt. „Ég hugsaði varla um annað allan daginn en hárið sem ég var búinn að missa og ég tók eftir því að þegar fólk talaði við mig þá horfði það ekki leng- ur í augun á mér heldur á höfúðið. Ég missti sjálfstraustið og leið ekki vel. Áður en ég fékk hár frá Apollo hafði ég skoðað allt sem fékkst á markaðnum, en leist síðan best á Apollo af því það situr fast og engin hætta á að einhver gárunginn rífi það af manni. Nú man ég sjaldnast eftir því að ég hafi í raun minna hár en flestir, enda sér það enginn og sjálfstraustið er komið aftur.“ Metta segir okkur að viðbótarhárið sé ýmist algjörlega úr mannshári, blandað til helminga með gervihári eða þá algjörlega úr gervihári. Hver og einn kemur til um- boðsmannsins og þar er höfúðið mælt og litaprufa tekin úr hárinu sem fyrir er. Þetta Morten, sem er 22 ára, var ekki nema 18 ára þegar hann fór að missa hárið og um leið missti hann sjálfstraustið, sem hann segir þó að hafi komið aftur þegar hann fékk sér viðbótarhár ffá Apollo. Á myndinni er Metta að setja það á hann, en hún er einnig með viðbót við eigið hár sem gefur því meiri fyllingu. er síðan sent til Bandaríkjanna þar sem það tekur um 6 vikur að útbúa viðbótar- hár fyrir hvern og einn. Konur geta einnig misst hárið og fyrir þær er einnig hægt að útbúa viðbótarhár sem kallast Diamond Hair hjá Apollo. Þær ákveða þá fyrirfram hvernig hárgreiðslu þær ætla að vera með (sítt hár, stutt o.s.frv.) og svo er hárið fest á mjög gisinn hárbotn sem lagður er yfir þeirra eigið hár sem síðan er dregið í gegnum götin á hárbotninum þannig að hárið sem fyrir er og viðbótarhárið bland- ast sv» vel að ekki er nokkur leið að sjá muninn. Konur geta auðvitað einnig feng- ið heila hárkollu og hvers konar viðbót- arhár sem þær óska. Á karlmenn er viðbótarhárið ýmist saumað fast við hárið sem fyrir er eða að smellur eru ofnar í hárið á höfðinu, síðan eru smellur á viðbótarhárinu og þessu síð- an smellt saman. Hjá Eiríki er þannig þjón- usta að hægt er að koma með Apollo hárið til hans í sérstaka gufumeðferð sem hressir það við og gerir það gljáameira og er hæfi- legt að gera það um leið og eigið hár — eða Apollohárið — er klippt, svona á 6-8 vikna fresti. Morten vildi að lokum segja við ís- lenska jafnaldra sína, og aðra, að það væri ekkert til að skammast sín fyrir að vera með svona aukahár, því ef við hugsum um það þá erum við alltaf að bæta einhverju á okkur til að gera útlitið fallegra. HÁR 44 VIKAN 5. TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.