Vikan


Vikan - 09.03.1989, Side 52

Vikan - 09.03.1989, Side 52
5MÁ5AC5A EFTIR HENRY SLESAR Mér líkar elcki vid yður, /V dr. Feldman A engum líkari en Albert Schweitzer. Hver gat haft óhuga ó að myrða hann? Dr. Horace Feldman kom til Ponchawee Manor í þeirri von að allir væru hrifhir af honum. Drengurinn sem sá um farang- urinn var yfir sig hrifinn af Mercedesbíl læknisins. Stúlkan í gestamóttökunni ljóm- aði, þegar ístran á dr. Feldman straukst við afgreiðsluborðið, ráðsmaður hvíldar- heimilisins heilsaði honum með handa- bandi, en hann tók varlega, — mjög varlega í hönd hans, með tilliti til þess að þetta var hönd skurðlæknis. Þetta var elskuleg að- koma, en dr. Feldman var ekkert hissa á því, hann var vanur því að honum væri sýnd aðdáun og virðing. Það voru tvenn hjón og ekkja sett við borð hans í borðsalnum. Ekkjan hét frú Shear, var um sextugt, en það er svo sem ekki hár aldur, þegar aðlaðandi læknir um fimmtugt, hraustlegur í útliti, með snyrti- legt yfirvararskegg, er sessunauturinn. — Svo þér eruð skurðlæknir, dr. Feldman? sagði hún glaðlega og hnippti í aðstoðarþjóninn. — Stanley, segið matsveininum að hann þurfi ekki að skera nautasteikina, við erum búin að fá kunnáttumann hingað. Það hlakkaði í dr. Feldman, og hann borðaði súpuna sína með ánægju. Áður en komið var að kaffinu, var hann búinn að upplýsa sessunauta sína um að hann væri skurðlæknir, með sérgrein í að gera við æðastíflur við hrygginn, sem að vísu voru sjaldgæfar, en ltfshættulegar. — Sem betur fer eru ekki margir sem þurfa á slíkri aðgerð að halda, en ef svo ber til, þá koma þeir til mín. — Þetta er bara einokun, sagði frú Shear, og sló á lærið. Læknirinn sagði að pening- arnir væru ekkert atriði í þessu tilliti, þeir sem þyrftu að fara í slíka aðgerð, væru allt- af styrktir til þess af því opinbera. Eftir þessa yfirlýsingu hækkaði álitsstjarna læknisins ennþá meir. Það var ekki nóg að hann væri lífgjafi með blessaða fingur, 50 VIKAN 5. TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.