Vikan


Vikan - 09.03.1989, Side 56

Vikan - 09.03.1989, Side 56
KYMLIFIÐ Góður elskhugi Ef hann vekur strax hjá þér góðar kenndir, þá á hann vœntanlega eftir að verða góður eiginmaður og elskhugi Kynlífsfræðingar voru fsiending- um vart kunnir nema af afspurn þar til á síðasta ári þegar Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, fyrsti kynlífsffæð- ingurinn okkar, tók til starfa. Eins og flestir vita vöktu námskeið hennar mikið fjaðra- foki í fyrstu og í viðtali í 27. tbl. Vikunnar 1988 kynntust lesendur viðhorfum henn- ar og henni sjálfri nánar. Jóna Ingibjörg nam fræðin í Bandaríkjunum en þar hafa kynlífsfræðingar starfað í mörg ár og þykja ekkert tiltökumál lengur. Einn sá fyrsti þar í landi var Helen Singer Kaplan, en hún hefur starfað við fagið síðustu tuttugu ár og hefúr án efa kynnst flest öllu sem við- kemur kynlífshegðun manna. Þar sem þetta þykir alltaf forvitnilegt efhi fannst okkur ekki úr vegi að þýða svör hennar við nokkrum spurningum sem fyrir hana voru lagðar í erlendu blaði, enda kemur þar ffam að viðhorf og umræða um kynlíf er ekki alveg sú sama og hér á landi þannig að kannski má læra eitthvað eða sjá hvað ber að forðast. Starf Helenar hefúr verið að aðgreina kynlífshegðun manna í löngunar-, ástríðu- og fullnægjustig og er aðgreining hennar höfð til viðmiðunar nú þegar kynlífsvanda- mál eru skilgreind. Hún hefúr gefið út margar fræðibækur en sú nýjasta, The Real Truth about Womert and Aids (Sann- leikurinn um konur og eyðni), er sú fýrsta sem hún ætlar hinum almenna lesanda. Dr. Kaplan hefur samt sem áður tíma til að reka eigin stofú, sem gengur afar vel, auk þess sem hún er móðir þriggja barna - og eru tvö þeirra læknar. Viðtaíið fer ffam í íbúð hennar í New York þar sem sér yfir Central Park. íbúðin er full af dýrmætum aldamótahúsgögnum frá Vín, sem er feð- ingarstaður hennar. — Er kynlífsbyltingin yflrstaðin? „Fólk er hætt að sofa hjá hverjum sem er, en kynlífsbyltingin átti aldrei að þýða lauslæti," svarar Kaplan. „Hún þýddi að við gætum losað okkur við sektarkenndina og skömmina sem fylgja áttu lönguninni til kynlífs. Þeim ávinningi höfúm við ekki glatað.“ - Vegna eyðni og íhaldssemi undanfarið er komið í tísku að halda sig við sinn maka. Hefur þetta kannki ekki reynst eins vel og ætla mætti fyrir öll hjón? „Þetta hefur komið sér vel fýrir hjón sem hefðu kannski skilið án þess að hafa í raun ástæðu til. Áður fýrr var svo auðvelt að sofa hjá öðrum að mörg ágætis hjóna- bönd fóru út um þúfur. Slíkt gerist ekki svo auðveldlega lengur." — Hvað er það sem fær sambönd til að haldast, eða slitna? „Því er auðvelt að svara; að hæfa hvort öðru. Til dæmis ef báðir aðilar sinna starfi sínu og frama af alúð, þá skilja þeir auð- veldlega hvers vegna hinn er ekki til við- tals um tíma vegna starfs síns og hæfa því hvort öðru. Vilji annar aftur á móti að þau tali saman og séu náin alla tíð, en hinn þarf dálítinn tíma með sjálfúm sér og finnst Helen Singer Kaplan var á meðal fyrstu kynlífsfræð- inga Bandaríkjanna. Hún hefur unnið að því að aðgreina kynlífshegðun manna í löngunar-, ástríðu- og fullnægingarstig og er aðgreining hennar höfð til viðmiðunar nú, þegar kynlífsvandamál eru skilgreind. hinn þá alltaf vera að troða sér og sínu að, þá hæfa þau illa hvort öðru.“ - Hversu mikilvægt er gott kynlíf í hamingjusömu sambandi eða hjóna- bandi? „Kynlífið er ekki það sem skiptir mestu máli; heldur hvort kynlífslöngun beggja sé álíka. Ég hef hitt fólk sem er í mjög ham- ingjusömu sambandi án þess að um nokk- urt kynlíf sé að ræða. En í flestum tilfellum þar sem annar reynir að koma sér undan kynlífi eða á við annars konar kynlífs- vanda að glíma, þá verður ástandið vana- lega slæmt. Annar aðilinn dregur sig í hlé og hinum finnst honum hafhað. - Hvað er það auðveldasta eða aug- ljósasta sem fólk getur gert, en gerir oft ekki, til að gera kynlífið ánægju- legra fyrir hinn aðilann? ,Áð skilja og vita af því sem hann langar að gera. Þú getur aldrei orðið góður elsk- andi ef þú skilur ekki óskir maka þíns; þeim þarf að taka og síðan uppfýlla. Annað atriði er að maður sjálfúr verður að vera afslappaður gagnvart kynlífi. Enginn hefúr ánægju af því að elska manneskju sem er ein taugaflækja." - Tala karlmenn minna um kynlíf sitt en konur? Ef það er svo, hver er þá ástæðan? „Þeir eru ekkert feimnir við að gorta af ímynduðum afrekum við félaga sína, en sem hópur eru þeir ekki jafn viljugir að ræða kynlíf á jafh opinskáan hátt og konur. Sín á milli tala konur mikið um kynlíf í smáatriðum." (Á þetta einnig við um ís- Ienskar konur?) - Konur nú hafa flestar kynnst náið fleiri en einum karlmanni. Gerir þetta karlmenn óstyrka? „Stundum. Vegna þess að maður sem er óöruggur með sjálfan sig fer að gera sér grillur varðandi fyrri elskhuga konunnar og velta sér upp úr hlutum eins og: ’Ég er viss um að hún hefur séð hann stærri en á mér’ eða ’Ég er viss um að hún hefúr sofið hjá mönnum sem eru færari en ég og voru betur vaxnir’. Hann heldur þá að konan sé sífellt að bera hann saman við aðra menn, en vanalega er þetta aðeins ímyndun hans.“ - Eitt af stærstu vandamálunum er að fólk virðist ekki geta talað hreint út um hlutina sín á milli. Er til einhver lausn á þessu samskiptavandamáli? „Fólk verður að taka á honum stóra sín- um og taka því að þetta verði óþægilegt — gera sér grein fýrir því að jafnvel þótt hinn aðilinn reiðist þá muni hann komast yfir það. Margir leita til ráðgjafa til að brjóta ísinn. Skortur á tjáskiptum þarf ekki að orsaka kynlífsvandamál, en hann er örugg- lega ekki til að bæta það.“ — Hefúrðu orðið vör við að pör kvarti um kynlífsleiða? „Við höfum orðið vör við 40% aukn- ingu á þess konar kvörtunum hjá fólki seffl hefúr verið gift í 12 ár eða lengur. Það sem vanalega er að er að fólk byrgir reiði inni, 54 VIKAN 5. TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.