Vikan


Vikan - 09.03.1989, Page 58

Vikan - 09.03.1989, Page 58
FERÐAL0C5 Sumarfrí TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR Nýverið sendi þýska ferðamálaráðið ffá sér bækling yfir sum- arleyfisstaði í Þýskalandi, þar sem jafnframt er sagt frá öllum þeim mismunandi bústöðum sem hægt er að búa í á meðan á sumarleyfi stendur. íslend- ingar hafa ferðast mjög mikið um Þýskaland á undanförnum árum og sumir fara þangað jafnvel ár eftir ár, enda hafa margar ferðaskrifstofur hér verið duglegar að bjóða upp á ferðir til Þýskalands þar sem dvalið er í sumarhúsum eða íbúðum — og það gera einnig mörg stéttarfélög. Og núna þegar flestir eru farnir að huga að sumarfríinu og eru að reyna að ákveða hvert á að fara í ár, þá skaðar I Þýskalandi alla vega ekki að hafa meiri upplýsingar en minni og í bæklingnum, sem kallast „Self- catering in Germany ’89/’90“, eru upplýsingar um verð, hvernig á að panta og í raun flest allt annað sem ferðalang- ar þurfa að vita. Til að fá bækl- inginn sendan heim þarf ein- faldlega að skrifa til: Tysk Turist-Central, Vesterbrogade 6 D, DK-1620 Kpbenhavn, Danmark eða hringja í síma 01127095. Eirinig er sniðugt að biðja í leiðinni um bækling- inn „Fortcoming events 1989“ því þar er sagt frá öllu því helsta sem er að gerast á árinu, s.s. hátíðahöldum fýrir börnin, tónleikum, listasýningum, flugeldasýningum, vínsmökk- un og öllu mögulegu öðru. Til gamans birtum við hér sýnis- horn úr sumarleyfisbæklingn- Gönguferðir gegnum fallegt skóglendi tilheyra sumarfiríum í Þýskalandi, enda göngustigar alls staðar og auðvelt að komast leiðar sinnar. 56 VIKAN 5. TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.