Vikan - 09.03.1989, Page 62
MYNDIR OG TEXTI:
BJÖRN HRÓARSSON JARÐFRÆÐINGUR
s
ASuðausturlandi ber Öræfajökul við
himin. Efst hreykir sér Hvannadals-
hnúkur, 2119 m y.s., hæsti tindur
íslands. Öræfajökull hefúr að mestu hlað-
ist upp á síðustu 500.000 árum og er enn
vel virkur.
Tvö eldgos hafa orðið í fjallinu síðan
land byggðist, árið 1727 og 1362 en þá
varð mikið sprengigos, mesta gjóskugos
íslandsbyggðar. Líklegt er að fyrir sprengi-
gosið hafi Öræfajökull verið enn hærri en
hann er nú. f gosinu 1362 hafl askjan á
toppi hans myndast við að efsti hluti fjalls-
ins hrundi niður í kvikuhólfið undir fjall-
inu. Á fyrstu árum fslandsbyggðar er því
talið að fjallið hafi verið nokkur hundruð
metrum hærra en nú. Landnámsmenn sem
hingað komu úr austri sáu því fyrr til fs--
lands en þeir sem komu eftir árið 1362.
Gífúrlegt tjón varð í Öræfajökulsgosinu
1362, mesta gjóskugosi á fslandi síðan um
800 fyrir Krist. Öll byggð Litla-Héraðs
lagðist af í meira en 100 ár og fékk sveit-
in nafnið Öræfi. Gjóskan var súr og
má rekja ljósleitt gjóskulagið víða um
Suðurland.
Hvannadalshnúkur er vafalítið mesti út-
sýnisstaður landsins. Uppgangan er hins
vegar ekkert áhlaupaverk. í fyrsta lagi þarf
dálítinn hóp, 5 til 10 manns. Lína er skil-
yrði fyrir jökulgöngunni, auk tsaxa, mann-
brodda og annars útbúnaðar. Með í leið-
angrinum verður að vera kunnugur leið-
sögumaður sem vanur er jöklaferðum og
hefur lágmarksútbúnað, svo sem áttavita
og kort.
Tugir manna ganga á Öræfajökul ár
hvert. Flestir fara með Útivist eða Ferða-
félagi íslands. Þar fæst góð leiðsögn og
farið er rólega svo öllum gefst kostur á að
ná hnúknum. Gangan tekur 12—18 klst.
í samtalsbók við Stefán frá Möðrudal
segir hann að ekki geti hann skilið hvernig
þeir íslendingar geti gengið uppréttir sem
ekki eiga góðan reiðhest. Mörgum fjalla-
mönnum finnst einnig undarlegt hvernig
sannir íslendingar geti gengið uppréttir án
þess að hafa stigið fæti á hæsta tind
landsins. □
ÖRÆFAJÖKULL
HÁTTÚRAM
60 VIKAN 5. TBL. 1989