Vikan


Vikan - 09.03.1989, Qupperneq 62

Vikan - 09.03.1989, Qupperneq 62
MYNDIR OG TEXTI: BJÖRN HRÓARSSON JARÐFRÆÐINGUR s ASuðausturlandi ber Öræfajökul við himin. Efst hreykir sér Hvannadals- hnúkur, 2119 m y.s., hæsti tindur íslands. Öræfajökull hefúr að mestu hlað- ist upp á síðustu 500.000 árum og er enn vel virkur. Tvö eldgos hafa orðið í fjallinu síðan land byggðist, árið 1727 og 1362 en þá varð mikið sprengigos, mesta gjóskugos íslandsbyggðar. Líklegt er að fyrir sprengi- gosið hafi Öræfajökull verið enn hærri en hann er nú. f gosinu 1362 hafl askjan á toppi hans myndast við að efsti hluti fjalls- ins hrundi niður í kvikuhólfið undir fjall- inu. Á fyrstu árum fslandsbyggðar er því talið að fjallið hafi verið nokkur hundruð metrum hærra en nú. Landnámsmenn sem hingað komu úr austri sáu því fyrr til fs-- lands en þeir sem komu eftir árið 1362. Gífúrlegt tjón varð í Öræfajökulsgosinu 1362, mesta gjóskugosi á fslandi síðan um 800 fyrir Krist. Öll byggð Litla-Héraðs lagðist af í meira en 100 ár og fékk sveit- in nafnið Öræfi. Gjóskan var súr og má rekja ljósleitt gjóskulagið víða um Suðurland. Hvannadalshnúkur er vafalítið mesti út- sýnisstaður landsins. Uppgangan er hins vegar ekkert áhlaupaverk. í fyrsta lagi þarf dálítinn hóp, 5 til 10 manns. Lína er skil- yrði fyrir jökulgöngunni, auk tsaxa, mann- brodda og annars útbúnaðar. Með í leið- angrinum verður að vera kunnugur leið- sögumaður sem vanur er jöklaferðum og hefur lágmarksútbúnað, svo sem áttavita og kort. Tugir manna ganga á Öræfajökul ár hvert. Flestir fara með Útivist eða Ferða- félagi íslands. Þar fæst góð leiðsögn og farið er rólega svo öllum gefst kostur á að ná hnúknum. Gangan tekur 12—18 klst. í samtalsbók við Stefán frá Möðrudal segir hann að ekki geti hann skilið hvernig þeir íslendingar geti gengið uppréttir sem ekki eiga góðan reiðhest. Mörgum fjalla- mönnum finnst einnig undarlegt hvernig sannir íslendingar geti gengið uppréttir án þess að hafa stigið fæti á hæsta tind landsins. □ ÖRÆFAJÖKULL HÁTTÚRAM 60 VIKAN 5. TBL. 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.