Vikan


Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 10

Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 10
5J0NVARP annað; hugsanlegt samstarf við Breta. Til dæmis hafði einka- sjónvarpið í Skotlandi mikla reynslu af því að búa til litlar sjónvarpsstöðvar. Maður var dálítið hræddur um að stórt ríkisútvarp eins og í Svíþjóð myndi ekki gera þetta þannig að við réðum við það. En þetta fór nú allt vel og hjálpin, sem við fengum, var alveg ómetan- leg. Nú heldur samstarfið á- fram með því að það er skipst á dagskrám en því miður er menningarfræðsla alltaf í sambandi við það. Okkur hætt- ir til að senda hver öðrum eitt- hvað sem við höldum að sé hámenning. Við fengum á tímabili að sjá hundleiðinleg leikrit frá Finnlandi um þjóð- félagsvandamál - en venjuleg prógrömm sem hver og einn býr til, þar sem menn eru bara að skemmta sér og syngja eins og heima hjá sér, kannski ekki á háu menningarstigi en mjög góð skemmtun, það senda þeir aldrei hver öðrum. Þetta er ennþá svona. Þetta er ennþá svona, því miður. Því að auðvitað eru daglegir hlutir og dagleg af- þreying menning líka þótt það sé ekki skapandi hámenning. Nú fékk sjónvarpið strax tekjur af auglýsingum og afnotagjöldum, meðal ann- ars til að búa til innlent efiii, setja upp leikrit og fleira. En þetta hefúr stund- um staðið svolítið tæpt. Já, já. Eins og allir hlutir reyndist sitthvað verða fjár- hagslega öðruvísi en við höfð- um reiknað með og Efnahags- stofnun ríkisins var sett í þetta. Það var komin opinber rann- sókn á okkur strax á öðru eða þriðja ári. Það var ákveðin hræðsla við að fyrirtækið myndi moka peningum alveg eins og í tóma tunnu. Það er satt að segja enginn vandi að gera það. Það er voðalega mik- il hætta á því að sjónvarp verði úr hófi kostnaðarsamt og allt heila dótið riði til falls. Þess urðum við alltaf að gæta. Það var til dæmis þýðingarmikil á- kvörðun að hafa sérstaka frétta- stofu, meðal annars vegna þess að gamla útvarpið var í mjög ströngum viðjum hvað fréttir snerti. Við settum því unga stráka og stelpur í nýja frétta- stofú og þau urðu fljótt firæg fýrir að taka fólk fýrir, spyrja í þaula og vera ágeng. Þetta var byrjun á nýrri fréttamennsku. Nútíma blaðamennska kom meira að segja á eftir. Ég tel að fréttastofa sjónvarpsins hafi verið alger brautryðjandi í nú- tíma fréttamennsku. Að vísu er óðagotið í fjölmiðlunum núna komið nokkuð langt en engu að síður þurfti að breyta þessu. Útvarpið mátti til dæmis ekki hafa fféttamenn á Alþingi. Starfsmaður Alþingis las bara úr þingskjölum í útvarpið. Við ákváðum að brjóta ísinn. En þegar við skoðum þessi gömlu dagskrárdrög betur, hvemig finnst þér helst hafa ræst úr þessu? Ja, þróun dagskrárinnar fór af stað mjög svipað því sem við ætluðum. Ég held að við höfúm séð nokkuð vel fýrir bæði hvað við gætum gert og líka hvað væri æskilegt að gera. Nú er bara meira af öllu og allt saman betur gert; meira starfslið og meiri tækni. Aðal- atriðið í dagskrárgerð íslensks sjónvarps er að hafa góðar ís- lenskar fréttir. En svo eru þama þættir þar sem skáld lesa úr verk- um sínum. Já, já. Fyrst í stað sögðu menn: „Upplestur á ekki heima í sjónvarpi. Það er ekki hægt að horfa á mann sitja bara og lesa.“ En sannleikurinn er nú sá að ef þetta er sett upp á rétt- an hátt er það ágætis sjón- varpsefni því að mannsandlit er besta sjónvarpsefni sem til er. Ég held að skilningur á þessu hafi farið vaxandi aftur. En svona þættir mega aldrei vera langir. Nú er orðið svo mikið af sjónvarpsstöðvum í veröldinni (þetta dettur yfir hverja þjóðina af annarri úr gervihnöttum) að vandamál mannkynsins er ekki miðillinn sjálfur heldur e/hið sem er miðlað. Maðurinn getur ekki ffamleitt nógu mikið efhi til að fylla þetta. Þess vegna sjáum við þessar gasalegu endurtekn- ingar aftur og aftur og aftur. Þetta er stóra vandamálið. Ég held að lausnin á þessu sé í staðbundnu sjónvarpi; því sem er næst í kringum okkur. Og svo hefur reynslan sýnt að sjónvarpstæknin er langsam- lega best ef hún kemst í eitt- hvað lifandi efni sem er að ger- ast af náttúrunnar hendi. Ekki eitthvað sem er búið til í stúdíói. Og það er engin þjóð sem er eins dugleg við þetta og Ameríkumenn. Til dæmis þegar Kennedy var myrtur, viðburður sem gerist alveg óvænt, og hvernig þeir gátu fylgst með þessu. Þetta er skýringin á því hvað beint sjónvarp af íþróttaleikjum er vinsælt efhi. Þetta er að gerast, núna. Það er ekki til handrit að því hver skorar næsta mark. Og þegar sjónvarpið og tölvan fara að taka saman höndum verður hægt að fá allar mögu- legar upplýsingar af sama skjánum; hvernig er umferð á leiðinni í vinnuna, veðrið ... ótal margt annað sem kemur til greina. Sýnishorn af hugsanlegri, íslenzkri sjónvarpsdagskrá SUNNUDAGUR MÁNUDAGUE ÞRIÐJUDAGUR MIÐVIKUDAGUR FIMMTUDAGUR FÖSTUDAGUR LAUGARDAGUR 16.00 Endurtekiö efni Laugardagstaflmótið 16.00 20.00 Atvinnuhættir I Samtai Póstkasslnn Fllnt Tónlistarmenn okkar: lgL danshljómsveltir Telknlmyndlr fyrir 20.00 Sk&ft&rþingi Rætt vö Brand Jóns- Rætt um bréf áhorf- Teiknimyndir Bjöm ólafBson Bjöm R. Einars8on böra lslenzk kvikmynd af lifi liðinna kynslóöa son um Heyrnleys- ingjaskólann enda um allt milli himins og jaröar. 3 menn Tómstundir Jón Pálsson Um daginn og veginn Pétur Benediktsson með Eily Vilhjálma og fleirum Baraasagan: Helga Valtsdóttlr les Sk&ldin lesa Tómas Guömundsson Bangsimon 20.30 Auglýsingar Auglysingar Auglýsingar Auglýsingar Auglýslngar Auglý&lngur Auglýfllngar 20.30 20.4 Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Fréttlr Fréttlr Fréttir 20.45 21.00 Dyragaröur Gestir S sjónvarpssal Kvikmynd Bonanza Nýja SJ&land Ivar hlújám Spumin gaþ&ttur 21.00 (BBC) Rætt vlö ýmsa borg- Hefndin eftir Chekov, Ævintýri úr Villta Fræöslumynd Framhaldsævintýri akólanna 22.01* Brúðkaup Figaros ópera Mozarts, ara, söngur og skemmtiatriði á milli rússnesk (95 min.) vestrinu, um Cartwright-feögana Surtaey Sig. Þórarinsson segir frá BBC tírrustan um meö skemmtiatriöum Robertino syngnr 22.00 2. og 3. þáttur Oliver Twist tir akemmtan&liflnu frá og sýnir mjmdir Atluntahaflö (Nordvision) (Eurovision frá ltalíu) Vikufréttlr (Framhaldsævintýri frá BBC) Kaflar úr vænt&nleg- um leikritum og kvik- myndum i Reykjavik Ur víðri verttld Erlendar frétta- myndir Myndir úr slðasta ófriöi Ed Sullivan Amerisk skemmtun Urval erlendra og innlendra frétta- mynda I Mumici Tónleikar frá lt&llu (Euroviaion) Benedikt Gröndal setti upp fýrir aldarfjórðungi hugmynd að dagskrá sjónvarps einn mánuð. Hér fýrir ofan sjáum við eina viku- dagskrá í heild sinni. Af dagskrárliðum hinar vikumar má nefna eftirfarandi: Sýningu fransks sirkuss, viðtal við Gunnar Eyjólfs- son leikara, um starf hans, bændaglímu, laufabrauð bakað í sjónvarpseldhúsinu, BBC Drama; Þakið eftir Tennessee Williams, fræðsluþátt um rjúpuna, blaðamannafúnd með Ólafi Thors, fýrrverandi forsætisráðherra, listaverkauppboð Sigurðar Ben- ediktssonár í sjónvarpssal, norrænt leikrit, dregið í happdrætti, fræðslumynd um kaffiframleiðslu í Brasihu, ævintýramyndina Gunsmoke frá Ameríku, Roland ballettinn, íslenskt brúðuleikhús, og loks þáttinn Deilumál þar sem rætt yrði um Hallgrím- skirkju. Gert var ráð fyrir útsendingu sjónvarps alla daga vikunnar frá klukkan átta á kvöldin. Á sunnudögum og laugardögum var þó gert ráð fyrir að vera með endurtekið efni á dagskrá klukkan fjögur. 10 VIKAN 13. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.