Vikan


Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 16

Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 16
5AMBÚÐIN Þrítugur hommi: „Seinni sambúðin uppskera þeirrar fyrri“ „Ef fólk nýtir sér það neikvæða úr fyrra sambandi á jákvæðan hátt og tal- ar opinskátt um hlutina getur seinni sambúð verið betri.“ Þetta segir þrí- tugur maður sem nú býr með seinni sambýlismanni sínum og hann telur að reynslan úr fýrri sambúð hafl nýst honum. „Maður gerir ekki sömu mistökin tvisvar. Fyrri sambúðin stóð í fimm ár. Mér leið ekki vel þann tíma. Sambandið ein- kenndist af einhvers konar meðvitundar- leysi. Hlaupum á eítir hlutum sem skiptu engu máli og flótta ífá því að takast á við það sem skipti máli - sambandið sjálft. Það má segja að innanríkismálin hafl verið á mjög lágu plani. Sambandið varð að vana eins og oft vill verða. Ég var haldinn mikilli vanmáttarkennd, hafði lítið sjálfs- traust. Mér finnst svona eítir á að ég hafi alltaf verið að þóknast honum og gleymdi sjálfum mér algjörlega. Ég var heldur ekki nógu ákveðinn. Maður verður að vita hvað maður vill og hafa skoðanir, annars er svo mikil hætta á því að samband verði leiðin- leg rulla.“ Erum ekki að þóknast hvor öðrum „En það sem ég gerði í seinni sambúð- inni var að brjóta mér leið út úr þessum ógöngum. Það leið nú ekki nema mánuður frá því að ég sleit samvistum við fyrri sambýlismann minn þar til ég kynntist þeim núverandi. Ég er í rauninni mjög feg- inn að ekki skyldi hafa liðið lengri tími því ég var svo ákveðinn í að breyta högum mínum og byggja sjálfan mig upp. Ég leit- aði mér aðstoðar hjá fagfólki því ég var ekki í andlegu jafhvægi, hafði lítið sjálfs- traust o.þ.h. Þar var mér bent á vissa hluti sem hægt væri að laga. Ég bý að þessari hjálp í seinna sambandinu. Það má eiginlega segja að ég hafl háð ákveðna sjálfstæðisbaráttu. Það var náttúr- lega svolítið erfitt fyrir núverandi sambýl- ismann. Ég var alltaf á varðbergi. Það átti enginn að segja mér fyrir verkum. Hann er nefnilega mjög hvetjandi og það olli mis- skilningi. Mér fannst eins og hann væri að ráðskast með mig eftir sínu höfði. Ég var óvanur því að fá hvatningu. Seinni sambúð er að vissu leyti örugg- ari, alla vega í mínu tilviki. Ég næ miklu betra sambandi við seinni sambýlismann minn og við höfúm sett okkur það að ræða alla hluti, hversu ómerkilegir sem þeir kunna að virðast. Það má tala og það verð- ur að tala. Við erum sjálfstæðir einstakling- ar og getum gert það sem okkur sýnist, haft okkar skoðanir og tjáð þær án þess að vera að hugsa um hvort þær falli í góðan jarðveg eða ekki. Við erum ekki að þókn- ast hvor öðrum eins og ég upplifði í fýrri sambúðinni. Ég varð alltaf að passa hvað ég sagði og hafði eiginlega sektarkennd vegna skoðana minna. Þetta var sjálfspynt- ing. Núna upplifl ég mig sem einstakling. Við tökum náttúrlega tillit hvor til annars. Öðruvísi gætum við ekki búið saman. Seinna sambandið er uppskeran af því fýrra. Það skiptir máli að vera meðvitaður, líka um hversdagslega hluti, ræða málin og láta vandamálin ekki hlaðast upp þangað til allt springur í loft upp. Það er mikill misskilningur að hlutirnir gerist af sjálfú sér. Maður verður að vera vakandi og rækta sambandið — báðir aðilar.“ Maður á fimmtugsaldir: „Hver sambúð á sínar góðu hliÓar## Maður á flmmtugsaldri, sem nú er í seinni sambúð, hefúr þá skoðun að sambúðir séu mjög mismunandi og ekki hægt að búa til einhverja klisju um það. Hins vegar eigi hver sambúð sína góðu og slæmu hliðar. „í mínu tilfelli er seinni sambúðin betri - alveg tvímælalaust. Hún átti sér langan aðdraganda og það leið langur tími frá skilnaðinum við fýrri konu mína þar til ég hóf seinni sambúð. Ég var þroskaðri - maður verður það með aldrinum. Ég er mjög góður vinur fýrri konunnar minnar — það er ekkert að því. Við vorum ung þegar við hófúm sambúðina. Ég var bara 22 ára. Það er alltof ungt. Maður var ekki nógu þroskaður." 1 6 VIKAN 13. TBL, 1989 Nanna K. Sigurðardóttir félagsráðgjafi Seinni sambúft flólcnari Felagsráðgjafamlr Nanna K. Sigurð- ardóttir og Sigrún Júlíusdóttir hafa sérhæft sig í hjóna- og fjölskylduráð- gjöf. Þær hafa um árabil haldið nám- skeið fýrir nýfráskilið fólk og stjúp- foreldra. Blaðamaður ræddi við Nönnu um þann vanda sem fýlgir því að hefla sambúð í annað sinn, ferli hjónabandsins og um þá aðstoð sem stendur fólki til boða sem á í einhverj- um vanda í tengslum við hjónaband- ið. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.