Vikan


Vikan - 29.06.1989, Side 17

Vikan - 29.06.1989, Side 17
5AMBUÐIM — Hvað segirðu um þá fullyrðingu að seinni sambúð sé betri? „Ef við lítum á tölur ffá Bandaríkjunum kemur í ljós að skilnaðartíðni er hærri í seinna hjónabandi en í því fyrra. Til þess að seinna hjónaband gangi betur er æski- legt að einstaklingarnir hafi öðlast ákveð- inn þroska. Það er líka mjög mikilvægt að fólk hafi unnið úr sínum skilnaði og þeirri togstreitu sem því fylgir að hefja nýja sambúð. Annars getur bakgrunnur þeirra sem fara í sambúð í annað sinn verið mjög mismunandi. Það getur t.d. verið að báðir aðilar hafi verið í sambúð áður og séu barnlausir, báðir eða annar aðilinn eigi börn frá fyrra hjónabandi eða báðir eða annar aðilinn misst fyrri maka sinn. í raun- inni komum við aftur og aftur að því sem að mínu viti er grundvallaratriði í þessu sambandi; hversu mikilvægt það er hvern- ig einstaklingurinn hefur tekist á við þau tímamót sem hann fór í gegnum áður en stofnað var til seinni sambúðar. Tökum t.d. manneskju sem hefur misst maka sinn og hyggst hefja nýja sambúð. Það skiptir höfuðmáli að hún sé búin að vinna úr sorginni og kveðja vel. Mér finnst öll um- ræða um þessi mál vera að breytast. Fólk er ekki eins hrætt við að ræða opinskátt og gera upp sín tilfinningamál. Ég tel að oft á tíðum sé meiri vandi sem fylgir því að hefja sambúð í annað sinn því eins og ég gat um áðan er bakgrunnurinn svo mismunandi. Það koma upp annars konar vandamál en hjá því fólki sem er að hefja sitt fyrsta hjónaband. Ef upp koma erfiðleikar í seinna hjónabandi er mikil hætta á því að fólk fari að yfirfæra eitthvað á milli einstaklinganna og þeir settir á vog- arskálina en það getur haft afskaplega slæm áhrif. Einnig ef börn eru í spilinu, þá er það mikið álag á sambandið og gerir meiri kröfur til parsins. Sú reynsla, sem fólk hefur í farteskinu þegar það hefur fyrra hjónaband, er reynslan af sambandi úr eigin upprunafjölskyldu við foreldra og systkini. En í öðru hjónabandi hefur fólk með sér nokkurs konar mannkynssögu, reynsluna af því að búa með maka og deila lífi sínu með öðrum. Væntingarnar til seinni maka eru oft á tíðum óraunhæfar því mikið er í húfi. Margir hugsa sem svo að það sé nú í lagi að skilja einu sinni, en tvisvar, það er fulllangt gengið. Þannig á allt að heppnast í seinna skiptið því að í fyrra skiptið tókst ekki nógu vel til. Seinni makinn á að vera fullkominn. Kröfurnar eru svo miklar. Það þarf mjög þroskaða einstaklinga til að ganga í gegnum þetta og þar skiptir aldurinn miklu. Ferli hjónabandsins Öll hjónabönd og sambönd fara í gegn- um ákveðin ferli ef svo má segja. Yfirleitt er stofhað til þeirra á rómantískum grunni, þar sem ástin hefur völdin. Þetta tímabil er stundum kallað glansmyndatímabilið þar sem fólk skiptist á glansmyndum. Það sér ekki hvort annað í réttu ljósi og lokar aug- unum fyrir öllu neikvæðu en í gegnum þennan neista er grunnur hjónabandsins byggður. Fólk glatar oft þessum neista og gleymir að setja kol á eldinn og þróa með sér kærleiksríkt samband. Þegar glans- myndatímabilinu lýkur kemur hversdags- leikinn í ljós og þá bregður ansi mörgum í brún. Heimilisstörfin, þvotturinn og allt sem því fylgir. Þá hefst samningsgerðin, bæði meðvituð og ómeðvituð. Við sem vinnum að þessum málum tölum um hjónabandssamninginn. í honum felst t.d. ákveðin verkaskipting. Innan þessa ramma mótast oft ákveðið samskiptamynstur sem er náttúrlega mismunandi eftir sambönd- um. Það er hægt að fá stuðning, sýna gleði, reiði og þær tiifinningar sem fólk sýnir ekki öðrum. Oft eru þessar tilfinningar í mjög föstum jarðvegi. Það er t.d. annar að- ilinn sem grætur oftar og hinn aðilinn er oftar í hlutverki þess sem huggar o.s.ffv. Þegar parsambandið verður að fjölskyldu breytist sambandið oft. Það þarf að ala upp börnin og koma þeim til manns. Þá hættir fólki oft til að gleyma sjálfu sambandinu. Það snýst allt um fjölskylduna sem heild. Ef gleymist að rækta sambandið getur ver- ið hætta á ferðum. Fólk verður að leyfa sér að gera eitthvað út af fyrir sig, vera tvö ein. Þegar börnin eru orðin fullorðin og flogin úr hreiðrinu hefst nýtt tímabil í samband- inu. Þá taka önnur hlutverk við og því þarf að endurnýja samninginn, sem flestir gera ómeðvitað. Á tímamótum í hjónabandi verða mjög oft einhver átök sem geta leitt til skilnaðar." Að leita sér aðstoðar — Leitar fólk sér aðstoðar ef einhver vandamál eru í hjónabandinu eða er það hrætt við það? „Það hefur gjörbreyst á síðustu árum, m.a. vegna breyttra þjóðfélagshátta. Undanfarin tíu ár hefur skilnuðum fjölgað allmikið. Afstaðan til skilnaða hefur breyst. Fólk þarf ekki lengur að dúsa í vonlausu hjónabandi. Hlutverk kynjanna eru líka önnur en þau voru. Konur eru fjárhagslega sjálfstæðari og félagsleg aðstoð er betri. í kjölfar alls þessa er fólk orðið opnara fýrir alls konar umræðu um sín mál. Fólk getur átt við vandamál að stríða þó það sé ekki veikt eða jafnvel bilað eins og áður var álitið. Þó að ofit sé erfitt að gefa bein ráð í þessum efhum getur verið gott að fá ein- hverja speglun frá þriðja aðila. Það færist í vöxt að fólk leiti eftir aðstoð, t.d. við skiln- að eða ef það hyggur á aðra sambúð og börn eru í spilinu. Stjúpfjölskyldan er sér- stök fjölskyldugerð. Fólk afheitar því oft að vandamál geti fyigt því að stofna til slíkrar fjölskyldu. Það vill láta líta þannig út að þar ráði hamingjan ríkjum. Það er ekki sjálfgefið að maður verði hrifinn af börnum væntanlegs maka þó að hann sé ástfanginn upp fyrir haus af makanum. Þarna getur skapast vandi. Tökum dæmi af konu með tvö börn sem hefur verið ein um tíma en kynnist síðan nýjum maka sem ekki hefur átt barn áður. Konan og börnin hafa mótað sitt samskiptamynstur. Honum finnst hún alltaf halda verndarhendi yfir börnunum sem hún á ffá fyrra hjónabandi. Nanna K. Sigurðardóttir félagsráðgjafi. Hann nær ekki sambandi við þau vegna þess að þau viðurkenna hann ekki í föður- hlutverkinu. Þau eiga pabba úti í bæ og fyrirmynd stjúpföðurhlutverksins vantar. Stálpuð börn geta brugðist mjög harkalega við og hafa mjög ákveðnar skoðanir á seinna sambandi foreldra sinna. Ég hef rekist á að ef t.d. ekkja eða ekkill hefur nýja sambúð finnst börnunum stundum það vera vanvirðing við hinn látna. Á námskeiðunum fýrir stjúpforeldra leggjum við Sigrún áherslu á að hjón komi saman. Við förum yfir sérstöðu stjúpfjöl- skyldunnar, stöðu barnanna og samskipti við foreldri úti í bæ. í stjúpfjölskyldunni reynir allt þetta sérstaklega á hjónasam- bandið. Á þessum námskeiðum er ffæðsla um þessi fyrirbæri og þar hittist fólk í hlið- stæðri stöðu. Reynsla okkar af námskeið- unum er að þau hjálpi fólki að ffæðast um það sem er þekkt og vitað um fyrirbærin og ræða við aðra í sömu aðstöðu. Forvarnarstarf er nauðsynlegt — Telurðu að fólk sem hyggur á sam- búð ætti að verða sér úti um einhverja fræðslu um hjónabandið? ,Já, ég tel að þannig forvarnarstarf sé nauðsynlegt, að fólk fái tækifæri til að átta sig á um hvað þetta snýst. Kirkjan hefur verið með slík námskeið. Hér áður fyrr var það þannig að fólk stofhaði til hjónabands vegna bamsins sem var á leiðinni en ekki að vel athuguðu máli. En þetta er að breyt- ast. Öll ffæðsla er af hinu góða og í raun- inni það eina rétta. Fræðsla um samskipti er mjög mikilvæg, ekki bara í hjónabandi heldur einnig í sambandi við afstöðuna til vímuefha, kynlífs og fjölskyldunnar. Ég tel að það sé nauðsynlegt að börn fái þjálfun í að tjá skoðanir sínar óþvingað. Böm leiðast oft út í fullorðinshegðun of snemma og eru heff hvert gagnvart öðru og fullorðnu fólki líka. Fræðsla og æfing í að tjá sig í hreinskilni getur hjálpað í þessum efnum síðar. Lykilatriði, að mínu mati, fyrir fólk sem er að hefja sambúð, hvort sem um er að ræða fyrri eða seinni sambúð, er að verða sér úti um fræðslu og gefa hvort öðm tíma til þess að kynnast því yfirleitt liggur ekki svona mikið á að setja þessa stofnun á laggirnar, þ.e. hjónabandið eða fjölskyld- una. Að fara beint úr óuppgerðu sambandi í nýja sambúð getur leitt af sér mikla erfið- leika í nýja sambandinu sem hefði mátt forðast ef fólk hefði gefið sér góðan tíma.“ 13. TBL. 1989 VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.