Vikan


Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 51

Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 51
upp lá stigi inn í enn meira myrkur. Þar þefjaði allt af ryki og óþvottum — inni- byrgðu rakamettuðu lofti. Svertinginn bauð þeim inn í stofu. Þar voru húsgögnin stór og þunglamaleg og klædd leðri. Þegar sá svarti dró ffá einum glugganum sáu þeir að áklæðið var sprungið og þegar þeir sett- ust gaus upp rykmökkur og þyrlaðist hægt í sólargeislanum frá glugganum. í umgerð, sem fallið var á, var rauðkrítarmynd af föð- ur ungfrú Emily. Þeir stóðu upp þegar hún kom inn og sáu að þetta var lítil kona, feit, svartklædd og hafði gullkeðju um hálsinn sem hvarf undir belti hennar. Hún studdist við svart- an staf með ófægðu handfangi úr gulli. Hún var ákaflega beinasmá og hefði annars mátt kallast digur og klunnaleg. Nú var þó ekki hægt að segja urn hana annað en að hún væri feit. Hún sýndist vera tútnuð út og blaut, eins og hefði hún legið lengi niðri í kyrrstæðu vatni, föl eins og fiskur sem lengi hefúr legið í bleyti. Augun, sem rétt glitti í milli augnalokanna, líktust kola- mola sem þrýst hefði verið inn í gljúpt deig. Þessir kolamolar færðust til og frá meðan hún virti fyrir sér aðkomumennina hvern af öðrum og hlustaði á þá bera fram erindi sitt. Hún bauð þeim ekki sæti heldur stóð kyrr í gættinni og beið þangað til þeim sem orð hafði fyrir aðkomumönnum fór að vefjast tunga um tönn. Þá varð svo hljótt að þeir heyrðu tiflð í úrinu sem ósýnilegt var undir belti hennar. Hún hóf máls og röddin var þurr og hörð. „Ég geld engin opinber gjöld hér í borg. Sartoris höfuðsmaður sagði að ég þyrfti þess ekki. Ef til vill á einhver ykkar aðgang að skjalasafni borgarinnar svo hann geti sannfærst um þetta af eigin raun.“ „Við höfúm gert það nú þegar. Við erum yflrvöld þessarar borgar, ungfrú Emily. Fenguð þér ekki bréf frá borgarstjóranum, undirskrifað af honum sjálfum?" „Ég fékk bréf, satt er það,“ sagði ungfrú Emily. „Ef til vill heldur hann að hann sé borgarstjóri... Ég geld engin opinber gjöld hér í borg.“ „En fýrir því er engin sönnun í skjala- saftii borgarinnar. Við verðum að fara eftir..." „Sartoris höfuðsmaður sagði að ég ætti engin opinber gjöld að inna...“ „En, ungfrú Emily...“ „Talið við Sartoris höfuðsmann. (Sartor- is höfuðsmaður hafði legið í gröf sinni í tíu ár.) „Ég á engin opinber gjöld að inna af hendi hér. Tobe!“ Svarti þjónninn kom. „Vísaðu þessum heiðursmönnum út.“ II Hún vafði þeim um fingur sér hverjum fyrir sig eins og hún hafði gert við feður þeirra þrjátíu árum áður þegar lyktin gaus upp. Það gerðist tveimur árum eftir að fað- ir hennar dó og stuttu eftir að unnusti hennar — hinn eini sem við héldum að ætl- aði að eiga hana — hafði svikið hana. Hún 5MÁ5AC5A sást sjaldan úti eftir að faðir hennar dó, varla nokkurn tíma eftir að unnustinn fór. Fáeinar konur gerðust svo fífldjarfar að ætla að heimsækja hana en engri þeirra hleypti hún inn. Eina lífsmarkið sem sást með húsinu var þegar svarti þjónninn fór út með körfúna að kaupa í matinn. „Það er varla við því að búast að karl- maður kunni að þrífa í eldhúsi," sögðu konurnar og því þótti þeim engri fúrðu gegna þegar lyktin kom. Þessi lykt var raunar eini tengiliðurinn milli almennings og þessa síðasta afsprengis hárrar ættar nema ef telja skyldi negrann með körfuna. Nágranni hennar, sem næstur var, kona nokkur, kvartaði um þetta við borgarstjór- ann, Judge Stevens, áttræðan mann. „Hvað ætlist þér til að ég geri í þessu, frú?“ sagði hann. „Nú, gera henni tiltal og segja að við viljum ekki líða þetta.“ „Ekki skil ég að nein þörf sé á því,“ sagði Judge Stevens. ,/Etli negrinn hennar hafl ekki drepið rottu eða snák í garðinum? Ég skal færa það í tal við hann.“ „Ljótt er að heyra, “ sagði Judge Stevem, „œtlið þið að vaða beint framan að konunni og segja henni að það sé ólykt af henni?“ Daginn eftir komu tveir aðrir og kvört- uðu, annar ógnarlega bágur og vandræða- legur. „Þetta getur ekki gengið, Judge. Aldrei mundi ég vilja segja eitt aukatekið orð um ungfrú Emily en þetta getur ekki gengið." Um kvöldið kom bæjarstjórnin á fund saman — þeir voru þrír gamlir og gráhærð- ir og einn yngri og hann var fulltrúi æsk- unnar. „Þetta er vandalaust," sagði hann. „Við skulum gera henni orðsendingu um að hún skuli hreinsa til. Við skulum gefa henni lítils háttar frest og ef hún skipast ekki þá...“ „Ljótt er að heyra," sagði Judge Stevens, „ætlið þið að vaða beint framan að kon- unni og segja henni að það sé ólykt af henni?" Þannig atvikaðist það að næstu nótt, upp úr lágnættinu, laumuðust fjórir menn þjófslega yfir grasflötina hjá ungfrú Emily og þeftiðu gaumgæfilega meðfram hús- hliðinni og við alla kjallaraglugga og kjall- aradyr. Einn þeirra veifaði hendi eins og hann væri að sá enda hafði hann poka bundinn við öxl sér. Þeir brutu upp kjall- aradyrnar og sáðu þar líka leskjuðu kalki og einnig í öll útihús. Þegar þeir voru að Iaumast til baka yflr flötina kviknaði ljós í glugga þar sem ekkert ljós hafði verið og þar sat ungfrú Emily, staurbein og grafkyrr eins og skurðgoð en þeir læddust hljóð- lega leiðar sinnar. Eftir eina eða tvær vikur hvarf lyktin. Upp úr þessu fór fólkið að kenna í brjósti um hana og það ekki lítið. Fólkið í borg okkar mundi vel eftir frænku hennar, gömlu frú Wyatt, sem varð alveg rugluð á endanum. Það var talað um að Grierson- fólkið liti víst nokkuð stórt á sig og ef til vill meira en vert væri. Það var sagt að enginn ungur maður hefði þótt samboð- inn henni þegar hún var ung sjálf og á gift- ingaraldri. Við minntumst þeirra feðgin- anna ætíð í sömu stellingum: hún, grönn og hvítklædd fyrir aftan hann, hann, sprað- andi af rembilæti með svipu í hendi, gal- opnar útidyrnar að baki þeim. Og svo þeg- ar hún var komin yflr þrítugt og ógefln enn kann að vera að það hafi ekki beinlínis vakið illkvittni heldur var sagt sem svo að jafnvel þó brjálsemi leyndist í ættinni mundi hún ekki hafa hafnað hverju sem bauðst ef henni hefði nokkuð boðist. Þegar faðir hennar dó var sagt að hún hefði ekkert erft nema húsið og sumum fannst þetta mátulegt. Því hún hafði yerið svo stolt. Nú mátti ætla að drambið lægði fyrst hún var bæði einmana og fátæk og gæti fremur farið að líta á sig sem eina af þeim sem auraleysið þrúgaði. Daginn eftir að hann féll frá ætluðu margar konur að koma og votta henni samúð sína svo sem venja er. Ungfrú Emily kom ffarn í dyr á móti þeim, kædd eins og venjulega og alls engan sorgarsvip á henni að sjá. Hún sagði þeim að faðir sinn væri ekki dáinn. Þetta gerði hún í þrjá daga og komu þá prestarnir og læknarnir og heimt- uðu umráð yfir líkinu. Einmitt þegar ákveðið hafði verið að beita lögregluvaldi guggnaði hún og líkið var jarðað í skynd- ingu. Enginn sagði hana ruglaða eða galna þegar þetta bar til. Okkur fannst sem hún hefði orðið að gera þetta. Við töluðum um alla biðlana sem faðir hennar hafði rekið burt og fyrst hún átti ekkert eftir fannst okkur sjálfsagt af henni að halda dauða- haldi í þann sem hafði tekið allt frá henni, því það gera menn. III Eftir þetta var hún lengi veik. Þegar hún sást næst var hún stuttklippt og gerði það hana unglega. Hún minnti lítið eitt á engl- ana í litlu kirkjugluggunum — með blæ af alvöru og harmi. Borgarstjórnin hafði um þetta leyti sam- þykkt að leggja hellur á gangstéttarnar og verkið var haflð sumarið eftir að faðir hennar dó. Það kom flokkur af svertingj- um, múlösnum og vélum. Verkstjórinn hét Frh. á bls. 52 13. TBL. 1989 VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.