Vikan


Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 67

Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 67
5TJORNUMERKI SEINNI HLUTI Minnið er stórkostlegt Fortíðin er krabbanum mik- ils virði og hann leiðir hugann að því liðna. Flestir krabbar eiga mjög erfltt með að hugsa fram á við - þeir lifa í fortíð- inni. Þeir segja því oft við börnin sín: - Svona gerðum við ekki þegar ég var ungur. Vel getur verið að aðalástæðan fyrir því að þeir segja þetta sé hvað þeir hafa gott minni. Af þessu Ieiðir einnig að þeir verða mjög góðir sagnfræðing- ar og forða frá gleymsku mörgu sem aðrir hefðu löngu gleymt. Líklega hættir engu stjömu- merki eins til að skapa sér áhyggjur og krabbanum. Krabbinn verður að hafa áhyggjur af einhverju og um leið og fundin er lausn á ein- um vanda verður hann að flnna sér annað vandamál. Það er ekki til nokkurs hlutar að segja krabbanum að hætta að hafa áhyggjur, hann getur það Þtmnig er krabbinn hreinlega ekki. En geri hann sér grein fyrir þessu vandamáli sínu getur það orðið til þess að auðvelda honum að sjá hlutina í réttu ljósi og skilja sjálfan sig. Hræðslan getur orðið svo mik- il að hún leiði til meltingar- tmflana og stundum endar þetta með því að krabbinn fær magasár. Krabbinn og ástin Þegar krabbinn verður ást- fanginn ná tilfinningarnar tök- um á honum. Hann er ótrúlega rómantískur en sá sem binst krabba kemst ekki hjá því að kynnast geðsveiflum hans. Líf- ið getur orðið skemmtilegt en það getur líka orðið svolítið þreytandi. Samvera að kvöld- lagi getur reynst yndisleg eða fúllkomlega misheppnuð. í báðum tilvikum byggist það auðvitað mest á því hversu þolinmóður félaginn er og hve langt hann leyfir krabbanum að ganga. Eitt er víst að sam- band við krabba getur slegið öll met. Ef maki krabbans er áhyggju- laus og sættir sig við bæði skin og skúri í sambúðinni gæti lífið orðið ánægjulegt. Ástfanginn krabbi sýnir yfir- leitt sína rómantísku hlið og hugsar vel um sinn eða sína heittelskuðu. En vegna þess hve krabbarnir binda sig fast við allt umhverfis sig eiga þeir mjög erfitt með að slíta sam- bandi þótt það væri hið eina rétta. Krabbinn sem vinur Vinátta við krabba endist yfirleitt allt lífið. Ef krabbi eignast vin á skólaárunum, sem síðan flyst til fjarlægs staðar, þá berast vininum ævinlega jólakveðjur og gjafir með reglulegu millibili. Búi vinurinn nærri krabbanum ætti hann að gæta þess vel að lenda ekki í þrætum við hann því krabbinn tekur lífið og til- veruna mjög alvarlega. En það er alltaf hægt að fa að gráta á öxl krabbans ef illa gengur og það þótt langt sé síðan fúndum bar síðast saman. Krabbinn og hjónabandið Fá stjörnumerki leggja jafn- mikið upp úr hjónabandi og krabbinn. Það kann að vera vegna þess að krabbinn finnur sig ekki heilan og fullkominn fyrr en hann er kominn í hjónaband. Krabbar leggja oft mikið á sig til þess að treysta hjónabandið. Þeir eru yfirleitt mjög góðir matreiðslumenn, bæði konur og karlar, og dug- legir við heimilisstörfin. Krabbamóðir getur oft ekki slitið sig frá heimilisstörfunum og segist ekki geta farið út vegna þess að hún eigi eftir að strauja þvottinn, þótt raun- veruleg ástæða sé ótti við að yfirgefa öryggið innan veggja heimilisins. Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Þér gengur vel með verk- efni þín og má segja að þú sért í bland mjög heppinn. Rómantíkin skýtur upp koilinum, þar sem þú hafðir ekki vænst hennar. Sam- eiginlegt skipbrot treystir vináttu- böndin. Nautið 20. apríl - 20. maí w Vertu hress í bragði, þótt margt á móti blási. Þú veist af gamalli reynslu að áhyggjur bæta ekki ástandið. Leggðu krafta þína í verk þín og sannaðu til að þau mjakast f rétta átt. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Þú hellir þér af krafti í verkefni sem þú og félagar þínir eru nýbyrjaðir á. Þú getur hagn- ast nokkuð á ferðum þfnum, þótt það sé ekki beinlínis til- gangurinn. Verslaðu á fimmtu- dag. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Þú leggur of mikið upp úr áliti annarra. Líkur eru til að þetta ósjálfstæði eigi eftir að koma sér illa. Þér hefur verið trú- að fyrir verki sem þú vanrækir fullkomlega. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Þú getur gert góð við- skipti á mánudag. Þú verður ásamt starfsfélögum þínum fyrir miklum áhrifum af nýjum starfs- félaga. Þér býðst tækifæri sem þú getur e.t.v. hagnýtt þér í sumarfríinu. Meyjan 23. ágúst - 22. sept. Það lítur út fyrir að þú sért einráður um of; athugaðu hvort það hefur eins góð áhrif á umhverfið og þú ætlast til. Heppnin verður með þér á þriðju- daginn. Þú skemmtir þér um helgina. Vogin 23. sept. - 23. okt. Fyrirætlanir þínar renna út í sandinn; þú berð þó gæfu til að sjá hið broslega við hlutina. Nágranni þinn er afar þaulsætinn og forvitinn. Þér verður boðið út að borða síðari hluta vikunnar. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Þú ert ekki eins hreinn og beinn og æskilegt væri. Segðu álit þitt á réttum stöðum, en vertu ekki að dæla því yfir aðra, sem hafa eflaust nóg með sig. Rómantískt einkalíf. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Langt samtal við vin fær þig til að breyta afstöðu þinni í þýðingarmiklu máli. Uppáþrengj- andi persóna á mikinn þátt í gerðum þínum á miðvikudag. Þú gætir brúað bilið við kunningja með símtali. Steingeitin 22. des. - 19. janúar Reyndu að ná samkomu- lagi með rósemi. Láttu ekki félag- an hafa truflandi áhrif á þig. Sniðgakktu félagslífið ef þú átt þess nokkurn kost, að sinni. Þú færð viðurkenningu fyrir löngu unnin störf. Vatnsberinn 20. janúar - 18. febrúar Brátt gerast hlutir er hafa mikil áhrif á framtíð þína og þinna. Bittu ekki of miklar vonir við gagnstæða kynið. Líkur eru á að stríðni og gáleysishjal spilli fyr- ir þér. Fiskar 19. febrúar - 20. mars Þú sinnir mest þeim mál- um sem þér eru að skapi. Á- kveðnir þættir í starfi þínu eru mjög lýjandi. Vertu ekki ragur við að segja meiningu þína. Reyndu að hafa það náðugt um helgina. 5TJÖRNU5PÁ 13. TBL. 1989 VIKAN 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.