Vikan


Vikan - 29.06.1989, Side 38

Vikan - 29.06.1989, Side 38
hálfs árs, mun gera í haust. „Ég er ekki lengur Kóreubúi. Við hjónin skruppum þangað árið 1978 og þá fannst mér svo mikil mannmergð þarna og áttaði mig á því hvað mér þótti gott að vera ein- mana á íslandi. Ég verð að viðurkenna þetta. Hér er mjög gott að hugsa og hugsa um sjálfan sig. f Kóreu hafa menn mjög sterkan persónuleika. Þar gildir einstakl- ingshyggjan svipað og hér á íslandi. Ég er eini fúllorðni maðurinn frá Kóreu hér á ís- landi. Bara aleinn. Ég er stoltur af þessu. Ég mun aldrei opna veitingastað í Kóreu eftir þetta. Þar yrði það undirsátalíf. Þar er illa menntað fóik og fífl sem sjá um veitinga- rekstur... ég nenni ekki að veraþarna," seg- ir Kim og virðist meina hvert orð. Hann er opinskár og einlægur og bætir við: „Sérstak- lega kjötiðnaðarmenn og veitingamenn, þetta er ekki góður hópur manna í Kóreu. Það eru aumingjar sem vinna þessi störf.“ Kim segir svo skemmtilega frá þessu að ekki er hægt annað en hlæja og gleðjast með honum yflr því að hann skuli hafa komist hingað til lands og vegnað vel. „Ég er ekki lengur Kóreubúi. Við hjónin skruppum þangað árið 1978 og þá fannst mér svo mikil mannmergð þarna og áttaði mig á því hvað mér þótti gott að vera einmana á íslandi.“ paradís fyrir utan veðrið og verðbólguna. I grein Sigurdórs í Þjóðviljanum 15.-16. janúar 1983 segir: „Félagar mínir á Þjóðviljanum hafa i <art átt nógu sterk lýsingarorð til að koma til skila hrifningu sinni á þeim matsem Kim og Kuija (nú Jenný) hjóða gestum..." f sömu grein Sigurdórs spyr hann hvers vegna fólk frá Kóreu setjist að hér norður á íslandi? „ Okkur þótti landið undurfallegt, urð- um hreinlega ástfangm af því og þó alveg sérstaklega Kuija (jenný), sem ákvaðþegar að við flyttum til íslands. Ekki dró það úr hve vel okkurfóll viðþá íslendinga, sem við hittum. Og um haustið, í október, 1974 fluttum við til íslands og eftirþví sjáum við ekki. ísland erparadís... “ „Þannig varað á árunum 1965 til 1980 var mjög mikið um það að fólk frá Kóreu fœri til V-Þýskalands að vinna. Þá var í gildi samningur milli /atidanna sem gerði þetta mögulegt. Ástœðan fyrirþví að Kóreufólkfór til Þýska- lands var einföld, margfalt hœrti laun en greidd voru í Kóreu. Við hjónin fórum til Þýskalands sitt í hvoru lagi og kynntumst raunar í Þý’skalandi. Við vomm ung og sennilega hefurþað mest verið œvintýraþrá sem rak okkurþetta. Þannig erþað oft með ungt fólk. Ég hafði unnið við matargerð á hóteli í Kóreu, en samt fékk ég allt að 15 sinnum hœrri laun sem iðnverkamaður í Þýskalandi. Nema hvað, svo varþað árið 1974, að við Kuija fómm sem ferðamenn með þýskum hópi til íslands. Ég man vel hvað mérþótti landslagið hrœðilega Ijótt á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur. En svo breyttist alltþegarþangað var komið... “ Látum þessa umfjöllun Sigurdórs nægja um hver, hvaðan og hvers vegna þau eru hingað komin. Hjónin Kim ogjenný virðast líka hafa fjarlægst allt þetta og líta á sig sem hverja aðra íslendinga. Börnin þeirra tvö eru fædd á íslandi og skilja lítið í kóresku. Dóttirin, Klara Jenný Kim, er orðin tíu ára og gengur í Flataskóla í Garðabæ en þar býr fjölskyldan í einkar snotru kúluhúsi. Klara hafði áður farið í ísaksskóla eins og yngri bróðir hennar, Skúli Óskar Kim, fjögurra og Kóresk menning Gestrisni felst vitanlega í orðum eins og „hvað má bjóða ykkur?“ og „gerið svo vel og fáið ykkur meira" og allt það en hjá Kim er sú spurning áleitin hvort gestrisni hans eigi sér ekki dýpri rætur. Kim ber með sér ríkulega lífsgleði sem smitar út frá sér. Hjá Kim fær maður þá flugu í höfúðið að allt tal um gjaldþrot og rekstrarerflðleika mat- sölustaða sé eintómur misskilningur. Fljót- lega kemur í ljós að Kim lenti sjálfúr í erfíð- leikum og varð að selja staðinn Seoul til Bangkok, en þetta var fyrir rúmum tveimur árum svo Kim var langt á undan sinni samtíð. Munurinn liggur aðeins í afstöðu Kims. Hann barmar sér ekki en talar um mistök eins og próf sem hann hafi lært af. „Ég mun aldrei opna veitingastað í Kóreu efitir þetta. Þar yrði það undirsátalíf. Þar er illa menntað fólk og fífl sem sjá um veitingarekstur... ég nenni ekki að vera þama.“ FÓLK 36 VIKAN 13. TBL.1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.