Vikan


Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 64

Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 64
5NYRTINC5 „Vandamál í sambandi við hárvöxt eru ekki ný af nálinni," seg- ir Sylvia Lewis. „Ég hugsa að manneskjan hafl barist við þau firá upphafl vega en þau eru meira áberandi nú vegna aukinnar áherslu á æsku og fegurð.“ magnsmeðferð sem byggist á því að farið er með nál inn í hársekkinn, niður að rótinni og rafmagni hleypt á nálarodd- inn. Næsta umhverfi rótarinn- ar brennur saman og mögu- leikar hársins til að taka til sín næringu hverfa. Áður en rafimagnsmeðferð- inni er beitt þarf að kanna á- stand húðarinnar með húð- skynjara til að flnna hvernig skammta ber rafstrauminn. Þurr húð þarf meiri rafstraum en feit húð. Nálin, sem er notuð, er stíf og L-laga þannig að auðvelt er að beina henni niður eftir hárslíðrinu. Einung- is tæpur millímetri af nálar- oddinum gefur rafstraum en hinn hluti nálarinnar er ein- angraður. Þess vegna er engin hætta á að hún brenni húðina og skilji eftir sig ör. í viðtali við Vikuna sagði Sylvia að margar ástæður lægju að baki þeirri ákvörðun hjá konum að vilja losna við þessi óæskilegu hár. „Vandamál í sambandi við hárvöxt eru ekki ný af nálinni. Ég hugsa að manneskjan hafl barist við þau frá upphafl vega en þau eru meira áberandi nú á dögum vegna aukinnar áherslu á æsku og fegurð. Dag- blöð og tímarit með áberandi litmyndum á gljápappír eyða þjást í hljóði og halda gjarnan að þær séu ekki eins og fólk er flest en það er auðvitað algjör firra. Þeim flnnst hárvöxturinn spilla fyrir sér og að þær njóti sín ekki sem konur. Þannig að þetta er raunverulegt vanda- mál.“ — Hvers vegna fórstu út í að þróa þessa rafmagnsmeðferð? „Ég byrjaði á því fyrir um það bil tíu árum. Ástæðan fýrir því er sú að ég fór að efast um þær kenningar sem lágu að baki þeim aðferðum sem not- aðar voru við háreyðingu. Mér fannst þær missa marks. Ég vildi þróa árangursríka aðferð án þess að spilla húðinni. Þær rafmagnsaðferðir, sem notaðar hafa verið, hafa gert það að verkum að opin á hárslíðrun- um herpast saman og húðin verður óslétt. Ég hef alltaf ver- ið þeirrar skoðunar að ákveða eigi rafstrauminn á grundvelli húðrakans en ekki á grundvelli hárþykktar. Gamla aðferðin var líka miklu sársaukafýllri. Ég álít að rafmagnsmeðferð til að eyða hári sé meðal mikilvæg- ustu þátta í starfi hverrar snyrtistofu. Það er vonandi að fleiri stofur tileinki sér þessa aðferð og starfsfólk gefi sér líka tíma til að ræða við kon- urnar því það er þeim mikill léttir að tala við einhvern sem Burtmeð áæskilegu hárín! TEXTI: GUÐNÝ DÓRA GESTSDÓTTIR LJÓSM.: EGILL EGILSSON Það getur reynst konum þungbært að vera með mik- inn hárvöxt á stöðum sem að öllum jafhaði karlar hafa einungis hárvöxt, svo sem á lærum, vöngum, höku, efri vör, brjóstum og bringu. Það passar ekki við staðlaða kvenímynd hér á Vestur- löndum að vera með hár á þessum stöðum. Margar konur láta sér fátt um finn- ast þó eitthvað sé af auka- hárum hér og þar. Þær telja það hégóma að vilja losa sig við þessi „óæskilegu hár“. Þær eru þó án efa fleiri sem hafa miklar áhyggjur af hárvextinum. Óæskilegur hárvöxtur er al- gengur meðal kvenna. Oft eru það fordómar, ókurteisi og óviðeigandi talsmáti sem ógna 62 VIKAN 13. TBL.1989 sjálfsmynd kvenna sem glíma við þetta hárvaxtarvandamál. Það er áríðandi að konur átti sig á því að þetta snertir ekki á neinn hátt kveneðli þeirra, jafnvel þó að fólk sé með óvið- urkvæmilegar og dónalegar at- hugasemdir. Orsakir aukins hárvaxtar hjá konum eru yfir- leitt merki um truflun á horm- ónabúskap líkamans. Jafnvægi kvenhormóna þeirra hefur raskast. Hárvöxtur getur kom- ið í kjölfar alvarlegra sjúkdóma en oftast er þetta einangrað fyrirbrigði sem getur haft óþægindi í för með sér fýrir konuna. Ennfremur getur hár- vöxtur aukist við tíðahvörf, ef kona tekur pilluna eða ef kona gengur með barn. Konur geta leitað læknis til að láta kanna hormónabúskapinn. Sylvia Lewis, snyrtisérfræð- ingur frá Bretlandi, hefur um árabil þróað aðferð til að fjar- lægja óæskileg hár. Þetta er raf- miklu rými í fegurðardísir og fegurðarmeðul. Það er enginn hégómi að vilja losna við þessi óæskilegu hár. Konur láta sí- fellt meira að sér kveða í þjóð- lífinu og eru orðnar áberandi. Þær ganga í ný störf og eru jafngildar körlum sem fyrir- vinnur heimilanna. Þær verða að leggja sig fram og þær vilja líta vel út. Óæskilegur hár- vöxtur getur lagst mjög þungt á konur. Margar reyna allt til þess að eyða hárunum og nota misgóðar aðferðir til þess. Þær hefur skilning á þessu vanda- máli. Við samræðurnar gera þær sér Ijóst að þær eru ekki einar á báti. Mjög margar kon- ur hafa kvartað við mig og starfsfólk mitt yfir skilnings- leysi og skorti á samúð sem þær hafa mætt á öðrum snyrti- stofum. Þær hafa iðulega fúnd- ið fyrir því að þær eða þeir sem veitt hafa rafmagnsmeð- ferðina hafa litið niður á þær. Það er nefnilega afar áríðandi að snyrtifræðingurinn sýni samúð og skilning." □ Sylvia Lewis hélt nýlega námskeið fyrir starfsfólk snyrtistofa í aðferð sinni gegn óæskilegum hárvexti. j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.