Vikan


Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 12

Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 12
ÚTVARP „Þyngri sm& wmMiiÍÆsíj ^óséjsé30 - segir fjármálastjóri nýjustu útvarpsstöðvarinnar íVikuviðtali TEXTI: PÉTUR STEINN GUÐMUNDSSON LJÓSM.: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON Þrír bjartsýnismenn stofnuðu nýtt hlutafélag, Reykvíska út- varpsfélagið, þann 2. júní síðast- liðinn. Tilgangurinn er að reka öðruvísi útvarpsstöð en þær frjálsu stöðvar sem eru fyrir á markaðnum. Þessir menn eru allir liðlega tvítugir og heita ívar Kristjánsson, sem starfar sem fjármálastjóri, Birgir H. Birgis- son markaðsstjóri og Konráð Ol- avson útvarpsstjóri. „Við verðum ekki með mikla yfirbygg- ingu í þessu fyrirtæki," sagði fvar er ég hitti hann nokkrum dögum eftir að stöðin FM 95,7 fór af stað. „Við þrír eigum meiri- hluta í þessu félagi en ég get ekki upplýst hverjir það eru sem eiga þetta með okkur. Þeir óskuðu nafhleyndar en þetta eru fjár- sterkir aðilar," sagði ívar. Er grundvöllur fyrir einni nýrri stöð núna þegar sameining hefúr átt sér stað hjá tveimur stærstu einka- stöðvunum? ,Já, það er engin spurning," heldur ívar áfram. „Miðað við þær undirtektir sem við höfum fengið er jjessi stöð komin til að vera. Það sem aðgreinir okkur frá öðrum .Jafnvel niiðað við verstu spár á þetta að geta gengið upp,“ segir ívar Kristjánsson fjár- málastjóri nýju útvarpsstöðvarinnar FM 95,7. 12 VIKAN 13. TBL. 1989 ÚTV/ARP Það er hress hópur sem stendur á bak við útvarpsstöðina FM 95,7. stöðvum er að við erum þyngri stöð og með vandaðri tónlist að okkar mati. Við höfum ekki hefðbundna fréttatíma á heila tímanum. Steingrímur Ólafsson sér um fféttatengda þætti á degi hverjum og tekur púlsinn á því sem er að gerast. Annars er þessi stöð i sífelldri endurskoðun og það getur vel verið að við setjum upp frétta- stofu í haust ef við teljum það hjálpa okkur.“ Hafið þið þrír haft einhver afskipti af útvarpi áður? ,Já, ég hef starfað á Útrás og var kosinn forseti útvarpsráðs Fjölbrautaskólans í Ár- múla. Þar fæddist þetta barn, sem nú hefur tekið til starfa. í haust reikna ég með að hætta á Útrás því það gengur ekki upp að vera í forsvari fyrir tvær stöðvar." Hvað gerist svo í haust þegar Útrás byrjar, hafið þið fengið húsnæði til að halda áffam rekstrinum? ,Já, við erum að ieita að ieiguhúsnæði og kanna frekari tækjakaup. Við hugsum þessa stöð til frambúðar," sagði fvar. „Mannabreytingar hafa orðið í Reykvíska útvarpsfélaginu frá því fyrst var farið að velta útvarpsrekstri fyrir sér. Það gekk vonum framar að fá starfsfólk sem var grundvöllurinn að því að við lögðum í þetta. Meira að segja hætti einn dagskrár- gerðarmaðurinn hjá Bylgjunni/Stjörnunni til að vinna með okkur. Þetta fólk er allt tilbúið að vera áfram ef dæmið gengur upp. Hugmyndin að þessari stöð er frá í vetur en punkturinn yfir i-ið varð þegar sameiningin átti sér stað hjá Bylgjunni/ Stjörnunni. Þá ákváðum við að kýla á þetta.“ Hvað kostar að reka svona útvarps- stöð? „Þetta er dýrt, í kringum tvær milljónir á mánuði," segir fjármálastjórinn íbygginn á svip.“ Því hefur verið fleygt að þið ætlið að nota kostun við dagskrárgerð. ,Já, það eru mörg fyrirtæki að velta kost- un fyrir sér en við byrjum ekki á því fyrr en eftir mánaðamótin júní/júlí. Kostun gengur þannig fyrir sig að þáttur dag- skrárgerðarmannsins er styrktur af ein- hverju fyrirtæki og á það að nægja til að greiða laun hans og annan kostnað við þáttinn. Þetta er þekkt, til dæmis úr Pepsi- poppi á Stöð 2,“ sagði ívar. Hvað er bjartsýnin mikill hluti af rekstrardæminu? „Það veit ég ekki, við erum bjartsýnis- menn, en reiknuðum dæmið að minnsta kosti 200 sinnum og fengum menn tii að reikna það fyrir okkur sem hafa meiri reynslu af slíkum útreikningi. Jafnvel mið- að við verstu spár á þetta að geta gengið upp. Við höfúm ákveðið forskot sem er sumarið. Það ætti að létta okkur stofh- kostnaðinn. Við þurfum 5 milljónir til að setja stöðina upp í haust og við það bætist síðan húsaleiga," sagði ívar Kristjánsson fjármálastjóri nýju útvarpsstöðvarinnar FM 95.7. Smáauglýsingar y TBL.1989 VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.