Vikan


Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 34

Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 34
RAUPAÐ 0C5 RI55AÐ Baróttujaxlar TEXTI OG TEIKNINGAR: RAGNAR LÁR Húmorinn í Biblíunni Séra Jakob Jónsson lét af störfum sem prestur Hallgrímskirkjusafhaðar fyrir nokkrum árum en hafði þá þjónað söfhuð- inum frá stofhun hans. Séra Jakob hefur löngum verið iðinn við skriftir og liggur mikið verk eftir hann í bundnu og óbundnu máli. Þessar línur eru hér settar á blað vegna þess að raupari fann í fórum sínum skissu sem hann hafði gert árið 1978 af séra Jakobi, ásamt vísukorni sem til hafði orðið um svipað leyti. Tilefni vísunnar var það að haft var eftir prestinum að hann væri síður en svo verkefnalaus þó hann væri hættur prestsskap. Ennfremur var eftir honum haft að hann hefði mikinn áhuga á þeim húmor sem finna mætti í Biblíunni. Vísan er svona: 1 steininn helgan hefur sest þó hugga sálir ennþá kunni; hefur nú á handrit fest húmorinn úr Biblíunni. Björn í ASÍ Það er sömu sögu að segja um Björn Þór- hallsson og Kristján Ragnarsson. Björn hefur verið í fremstu röð verkalýðsfor- kólfa um árabil og lætur engan bilbug á sér finna. 34 VIKAN 13. TBL. 1989 Kristján í LÍÚ Fleiri skissur voru í sama bunka og skissan af prestinum. Meðal annarra var skissa af Kristjáni Ragnarssyni sem lengi hefúr ver- ið í forsvari fyrir Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Ekki er annað hægt en að dást að þeim mönnum sem helga líf sitt baráttumálum hinna ýmsu samtaka. Krist- ján hefur staðið í eldlínunni þessi ár, átt í sífelldri baráttu, annars vegar við hið opin- bera í tengslum við veiðileyfi og kvóta- skiptingu. Hins vegar hefúr hann staðið í baráttu í samningamálum útvegsmanna og sjómanna. Það er ekki að sjá á Kristjáni að hann hafi breyst á þessum áratug sem lið- inn er síðan skissan var gerð. Komiði sæl Sumir verða þjóðsagnapersónur í lifanda lífi. Einn af þeim er Sigurður Sigurðsson, útvarpsmaðurinn góðkunni. Sigurður hef- ur einnig verið þeirrar gæfu (eða...) að verða þjóðareign. Frægastur hefúr Sigurð- ur vafalaust orðið fyrir ógleymanlegar íþróttalýsingar sínar en þær mun hann hafa byrjað fýrir tilviljun og án sérstaks áhuga á íþróttum. „Vörumerki" Sigurðar er hin fræga kveðja hans, „komiði sæl“, og er hún einmitt nafnið á endurminningabók hans sem út kom fyrir nokkrum árum. Seinni árin hefur Sigurður séð um lýsing- ar á skákmótum en hann mun vera liðtæk- ur skákmaður. Veriði sæl!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.