Vikan


Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 37

Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 37
FÓLK ■ w • v • r • w Ja, ja, |a, ja... Viðtal við Óskar Kinp, eiganda veitingastaðarins Hjá Kim TEXTI: INGIBJÖRG ELÍN SIGURBJÖRNSDÓTTIR Gestrisni er nokkuð sem íslend- ingar eru þekktir fyrir, að því er okkur er tjáð af útlendingum er sækja okkur heim. Þegar tveir íslendingar koma „daginn áður“ til að kanna aðstæður á veitingastaðnum Hjá Kim þá hitta þeir fyrir rausnarskap, umhyggju- semi, örlæti og eitt sólskinsbros. Bros sem aldrei bregður fyrir á íslendingum nema þeim hafl verið sögð skrítla. Jú, skýringin er komin, við erum stödd hjá Kim: „Ég ætlaði að laga reglulega fína rétti handa ykkur,“ sagði Óskar Kim þegar við Gunnar Leifúr ljósmyndari rýndum í matseðilinn á borð- inu. Okkur þóttu réttirnir alveg nógu kór- eskir á að líta og pöntuðum rækjur í kant- oneskri, súrsætri sósu og Kims Iambakótil- ettur steiktar í kryddlegi: „Kótiletturnar eiga að vera þunnskornar, nokkrir millí- rnetrar, og penslað yfír þær,“ segir Kim og er enn að býsnast yfír því að hafa ekki feng- ið að bjóða okkur helgarréttina sína sem meira er lagt í. Rækjurnar eru framreiddar sem djúpsteiktar bollur sem er kærkomin tilbreyting og bragðast eins og ostrur að líkindum gera og hrísgrjónin, þau voru ein- hvern veginn alveg rétt. Ekki of klesst, ekki of þurr, ekki of blaut. - Hvernig sýðurðu hrísgrjónin? „Ekki of mikið vatn. Flestum hættir til að hafa of mikið vatn við suðuna og hafa hrísgrjónin of lengi í vatni,“ segir Kim. Gunnar Leifúr spyr Kim hvernig hann Ofurlítið sýnishom af herlegheitunum hjá Kim. hafi farið í skóla og svq framvegis. Þá Ijóm- ar Kim og byrjar að segja frá fýrstu við- brögðum sínum við fslendingum: „Fyrst fannst okkur þetta voðalega skrítið mál. ís- lendingar létu sér ekki nægja að segja já eða nei þegar þeir svöruðu einhverju heldur sögðu þeir: Já, já, já, já, já...“ segir Kim og það geislar af honum jákvæðnin og bjart- sýnin þegar hann heldur áfram: „Yflrleitt eru íslendingar jákvæðir, ekki neikvæðir, já, já, já... (skellihlær) já, já, röðin kemur á eftir. Þetta fannst mér skrýtið. En það var erfitt að læra íslensku, svo sannarlega." ísland er paradís Einhver gæti haldið að verið væri að taka viðtal við Kim til þess að auglýsa hann upp og þess háttar. Það er öðru nær. Á þessum tímum, þegar um fjörutíu veitingastaðir hafa ýmist orðið gjaldþrota eða þurft hefur að selja þá út úr neyð, er Óskar Kim bjart- sýnin uppmáluð og gefúr sér góðan tíma til þess að sitja og spjalla. - Gengur reksturinn vel? ,Já, já, já, já. Ég ætlaði mér sex mánuði til þess að byggja þennan stað upp en það tók aðeins einn mánuð. Hér er alltaf fúllt út úr dyrum í hádeginu og um kvöldmatar- leytið. Kúnnarnir streyma hingað aftur og aftur hver á fætur öðrum,“ segir Kim, sem opnaði staðinn Hjá Kim vorið 1987. Áður hafði hann rekið svipaðan stað í Síðumúla. Sá hét Koflnn sem seinna breyttist í Seoul og var starfsemi hans þar gerð góð skil í blöðunum árið 1983. „Kofinn byrjaði að byggjast upp eftir að Sigurdór, sem þá var hjá Þjóðviljanum, kjaftaði frá,“ segir Kim og er auðsjáanlega hlýtt til Sigurdórs og minn- ist þess að hafa sagt honum að ísland væri 13. TBL. 1989 VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.