Vikan


Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 40

Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 40
DULFRÆÐI Spádómarnir um endurkomu JESÚ KRISTS TEXTI: GUÐMUNDUR S. JÓNASSON Biblían er ein af þeim bókum sem mikið er til af en féir nenna ab lesa. Hún er sögð staglsöm og leiðinleg. Að meginefni er hún þrautasaga gyðinga; grimmdarlegar lýsingar á sigrum þeirra og ósigrum, með væn- um skammti af úreltum siðapredik- unum, óræðum spádómum og fúl- lyndum guði sem gyðingar nefna Jehóva. Trúarlegt gildi hennar er einkum talið fólgið í frásögnum um ævi og kenningar Jesú frá Nasaret. Margt af því sem haft er eftir Jesú í guðspjöllunum er kunnugt og þykir þess vert að til þess sé vitnað á helgidögum. Öðru er þó sjaldnar vikið að. Þannig er til dæmis um fyrirheitið sem Jesú gaf um að koma aftur til jarðarinnar. Uppstigningardagur er sá dagur kirkjuársins sem helgaður er himnaför Jesú Krists. Um upp- stigninguna segir í Postulasögunni: „Og er hann hafði talað þetta, varð hann upp numinn, að þeim ásjáandi, og ský nam hann frá augum þeirra. Og er þeir störðu til himins, þegar hann fór burt, sjá, þá stóðu tveir menn hjá þeim í hvítum klæðum, er sögðu: Galilíumenn, hví stand- ið þér og horfið til himins? Þessi Jesú, sem var upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.“ Flestir eru þó þeirrar skoðunar að hér sé ekki um sanna frásögn að ræða heldur helgisögn eða fagran tilbúning sem ekki sé mark á takandi. Á sama hátt eru fáir sem vænta endurkomu Krists, ef frá eru taldir kreddufullir bókstafstrúarmenn sem bíða í ofvæni eftir dómsdegi, auðvitað í þeirri trú að þeim bjóðist eilíf sæluvist í himnaríki á meðan þorri mannkyns stiknar í logum helvítis. Það eru ekki einungis efahyggju- menn sem telja seinni endurkomu Krists skáldlegan heilaspuna heldur hefur sú skoðun rutt sér meir og meir til rúms inn- an kirkjunnar sjálfrar. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup telur til dæmis trúna á endurkomu Krists bera vott um „sjúkleg heilabrot", svo notuð séu hans eigin orð. Hann segir ennfremur: „Og allar tilraunir til þess að finna kenningu um tvöfalda endurkomu hans stoð í Nýja testamentinu eru fálm eitt.“ Það þarf hins vegar ekki að lesa lengi í guðspjöllunum til þess að uppgötva að þessi orð séra Sig- urbjarnar eru byggð á misskilningi, ef ekki viljaleysi til að skilja rétt. í 24. kapítula Matteusarguðspjalls og samsvarandi guðspjöllum Markúsar og Lúkasar lýsir Jesú Kristur rækilega þeim kringumstæðum sem einkenna „hina síð- ustu daga“ og verði undanfari komu mannssonarins. Hann segir að ffam á sjón- arsviðið komi falspámenn og falskristar sem kenni í hans nafhi en ieiði marga í villu. Þjóð mun rísa upp gegn þjóð og kon- ungsríki gegn konungsríki. Miklir jarð- skjálftar verða, hallæri og drepsóttir og voðafýrirburðir á ýmsum stöðum. Kær- leikur manna á milli mun minnka, siðleysi og lestir margs konar aukast. Þetta ófremdarástand verður alþjóðlegt því það mun koma „yflr alla þá, sem búa á öllu yflr- borði jarðarinnar" (Lúk. 21.35). Jesú hefur einnig á orði: „En þegar eftir þrenging þessara daga mun sólin sortna og tunglið eigi gefa skin sitt, og stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna munu bifast. Og þá mun tákn mannssonar- ins sjást á himninum; og þá munu allar kynkvíslir jarðarinnar kveina, og þær munu sjá mannssoninn komandi á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð“ (Matt. 29.31). Má vænta endurkomu Krists? Torvelt er að túlka þessi orð á annan veg en að Kristur heiti því að snúa aftur til jarðar. Allur þorri guðffæðinga lætur sér þó fátt um finnast og staðhæfir að endur- komuna beri að skilja í óeiginlegri eða yfirfærðri merkingu. Þeir hafa sumir fýrir satt að fyrirheitið um endurkomu Jesú Krists hafi ræsts þegar postularnir fylltust heilögum anda, aðrir boða að kirkjan sem slík sé í raun Kristur endurkominn. Þessar hugmyndir stangast að vísu á við það sem í guðspjöllunum stendur en einhverju verður til að svara því enginn trúir því lengur í fullri alvöru að Jesú komi aftur. Því er ekki að neita að prestum er þó- nokkur vorkunn í þessu máli. Vantrú þeirra er skiljanleg. Er hægt að ætlast til þess að nokkur maður með heilu viti trúi því að Kristur hafi horfið til himna á skýja- bólstri og komi þaðan aftur svífandi á skýi? Skringisögur af þessu tagi samrýmast ein- faldlega ekki niðurstöðum vísindanna. Ef til vill hefur Kristur séð þetta ástand fýrir þegar hann andvarpar sáran og segir: „Mun þá mannssonurinn finna trúna á jörðinni, er hann kernur?" (Lúk. 18.8). í Pétursbréfi er einnig vikið að vantrúnni á endurkomu Jesú Krists. Þar segir: „Á hin- um síðustu dögum munu koma spottarar með spotti, er ffamganga eftir eigin girnd- um og segja: Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Því að frá því að feðurnir sofnuði (þ.e. postularnir dóu) stendur allt við sama eins og frá upphafi." Skýstólpar á himni Það ber að geta þess að þetta dularfulla „ský“ kemur við sögu á fleiri stöðum í Biblíunni. f Nýja testamentinu segir frá því að skömmu áður en Kristur var krossfest- ur tók hann nokkra lærisveina sína með sér upp á hátt fjall. Þar ummyndaðist hann þá að þeim ásjáandi og Móse og Elía birt- ust þeim og töluðu við Krist. „Meðan hann var enn að tala, sjá þá skygði bjart ský yfir þá, og sjá, rödd úr skýinu sagði: Þessi er minn elskaði sonur, sem eg hefi velþókn- un á; hlýðið á hann“ (Matt. 17.6). f Postulasögunni kemur ffam áþekkt fýrirbæri þegar fjöldamorðinginn Sál varð fýrir vitrun á Ieið sinni til Damaskus og tók trú á Jesúm Krist. Sál eða Páll postuli, eins og hann var síðar nefndur, lýsir þessum viðburði þannig: „(Eg sá) á veginum, um miðjan dag, ljós af himni sólu bjartara leiftra um mig og þá, sem mér voru sam- ferða. Og er vér allir féllum til jarðar, heyrði eg rödd, er sagði við mig á hebreska tungu: Sál, Sál hví ofsækir þú mig?“ Páll segir einnig ffá því að ljómi þess ljóss, sem leiffraði um hann, hefði verið slíkur að hann blindaðist og urðu föru- nautar hans að leiða hann til Damaskus. í Gamla testamentinu er á ýmsum stöð- um greint ffá því hvernig guð opinberar sig í gegnum „ský“ eða „eldstólpa" á himni. 38 VIKAN 13. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.