Vikan


Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 48

Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 48
UTIVERA EIRÍKSJÖKULL Itærsti stapi jarðar ^— > eosið var svo öfluet að áður cn nokkrir skriðiöklar norður ov hvors manns hani aö villasf frni TEXTI OGLJÓSM.: BJÖRN HRÓARSSON JARÐFRÆÐINGUR Hæsta fjall á vestanverðu íslandi, vestan hábungu Hofsjökuls, er jökul- krýndur stapi norðvestan Lang- jökuls sem heitir Eiríksjökull og nær 1675 metra yflr sjávarmál. Eiríksjökull hefur myndast við feikimikið gos undir jökli, að öll- um líkindum á síðasta kulda- skeiði isaldarinnar fyrir 20—40 þúsund árum. tsaldarjökullinn hefur þá verið um 1000 m þykk- ur þar sem Eiríksjökull er nú. Kvika hefúr brotið sér leið upp á yfirborð og hlaðið upp móbergs- hrúgald í geil í ísinn sem hitinn frá jarðeldinum myndaði. Eld- gosið var svo öflugt að áður en yfir lauk náði það upp gegnum 1000 m þykkan ísinn og flæddu þá hraun frá efsta hluta móbergs- hrúgaldsins og yfir á ísinn. Þegar jökullinn fór, fyrir um 10.000 árum, stóð svo móbergsstapinn, sem nú nefnist Eiríksjökull, eftir á sléttunni austan Borgarfjarðar. Á veðrabestu tímabilum nú- tímans (síðustu 10.000 árum) varð Eiríksjökull jökullaus með öUu en á kaldari tímabilunum, eins og því sem nú stendur yfir, myndast jökulhetta á Eiríksjökli. Jökulbreiðan sem nú krýnir jökulinn á sinn þátt í því að gera hann að einu fegursta fjalli á ís- landi og þó víðar væri leitað. Jökullinn er nú um 22 ferkíló- metrar og níundi stærsti jökull landsins. Frá Eiríksjökli falla nokkrir skriðjöklar norður og norðaustur af jökulstallinum og bera nöfn eins og Klofajökull og Ögmundarjökull. Uppganga á Eiríksjökul er öll- um fær þó um erfiða göngu sé að ræða. Ferðafélag islands og ferða- félagið Útivist eru með skipu- lagðar ferðir á jökulinn og má þannig ná tindi þessa stærsta stapa jarðar og mesta fjalli á vest- anverðu íslandi á öruggan hátt. Venjulega er gengið á Eiríksjökul upp með austurbakka gils upp á Stallinn, en svo er halinn er geng- ur til vesturs frá fjallinu kallaður. Hamrabeltin eru þó sums staðar kleif allt austur í Flosaskarð, milli Eiríksjökuls og Langjökuls, en þegar lengra dregur norður úr Flosaskarði er jökull allt ffam á klettahengiflugið og þar yrði það hvers manns bani að villast fram af og ógengt upp. f skriðum Eiríksjökuls að norð- an er klettadrangur hár og þver- hníptur sem heitir Eiríksgnípa. Þjóðsaga segir að einn útilegu- manna úr Surtshelli, Eiríkur að nafni, hafi flúið undan byggðar- mönnum og klifið upp bjargið en svo nærri komust þeir honum að einn þeirra hjó undan honum annan fótinn. Um það er sagt að Eiríkur hafukveðið: Hjartað mitt er hlaðið kutt, bvergi náir skeika. Meðfótinn annan fór ég á burt, fáir munu eftir leika. Samkvæmt sögunni fengu jökuUinn og gnípan nafh af Eiríki þessum en áður gekk Eiríksjökull undir nafriinu BaUjökull. 46 VIKAN 13. TBL. 1989 X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.