Vikan


Vikan - 29.06.1989, Page 48

Vikan - 29.06.1989, Page 48
UTIVERA EIRÍKSJÖKULL Itærsti stapi jarðar ^— > eosið var svo öfluet að áður cn nokkrir skriðiöklar norður ov hvors manns hani aö villasf frni TEXTI OGLJÓSM.: BJÖRN HRÓARSSON JARÐFRÆÐINGUR Hæsta fjall á vestanverðu íslandi, vestan hábungu Hofsjökuls, er jökul- krýndur stapi norðvestan Lang- jökuls sem heitir Eiríksjökull og nær 1675 metra yflr sjávarmál. Eiríksjökull hefur myndast við feikimikið gos undir jökli, að öll- um líkindum á síðasta kulda- skeiði isaldarinnar fyrir 20—40 þúsund árum. tsaldarjökullinn hefur þá verið um 1000 m þykk- ur þar sem Eiríksjökull er nú. Kvika hefúr brotið sér leið upp á yfirborð og hlaðið upp móbergs- hrúgald í geil í ísinn sem hitinn frá jarðeldinum myndaði. Eld- gosið var svo öflugt að áður en yfir lauk náði það upp gegnum 1000 m þykkan ísinn og flæddu þá hraun frá efsta hluta móbergs- hrúgaldsins og yfir á ísinn. Þegar jökullinn fór, fyrir um 10.000 árum, stóð svo móbergsstapinn, sem nú nefnist Eiríksjökull, eftir á sléttunni austan Borgarfjarðar. Á veðrabestu tímabilum nú- tímans (síðustu 10.000 árum) varð Eiríksjökull jökullaus með öUu en á kaldari tímabilunum, eins og því sem nú stendur yfir, myndast jökulhetta á Eiríksjökli. Jökulbreiðan sem nú krýnir jökulinn á sinn þátt í því að gera hann að einu fegursta fjalli á ís- landi og þó víðar væri leitað. Jökullinn er nú um 22 ferkíló- metrar og níundi stærsti jökull landsins. Frá Eiríksjökli falla nokkrir skriðjöklar norður og norðaustur af jökulstallinum og bera nöfn eins og Klofajökull og Ögmundarjökull. Uppganga á Eiríksjökul er öll- um fær þó um erfiða göngu sé að ræða. Ferðafélag islands og ferða- félagið Útivist eru með skipu- lagðar ferðir á jökulinn og má þannig ná tindi þessa stærsta stapa jarðar og mesta fjalli á vest- anverðu íslandi á öruggan hátt. Venjulega er gengið á Eiríksjökul upp með austurbakka gils upp á Stallinn, en svo er halinn er geng- ur til vesturs frá fjallinu kallaður. Hamrabeltin eru þó sums staðar kleif allt austur í Flosaskarð, milli Eiríksjökuls og Langjökuls, en þegar lengra dregur norður úr Flosaskarði er jökull allt ffam á klettahengiflugið og þar yrði það hvers manns bani að villast fram af og ógengt upp. f skriðum Eiríksjökuls að norð- an er klettadrangur hár og þver- hníptur sem heitir Eiríksgnípa. Þjóðsaga segir að einn útilegu- manna úr Surtshelli, Eiríkur að nafni, hafi flúið undan byggðar- mönnum og klifið upp bjargið en svo nærri komust þeir honum að einn þeirra hjó undan honum annan fótinn. Um það er sagt að Eiríkur hafukveðið: Hjartað mitt er hlaðið kutt, bvergi náir skeika. Meðfótinn annan fór ég á burt, fáir munu eftir leika. Samkvæmt sögunni fengu jökuUinn og gnípan nafh af Eiríki þessum en áður gekk Eiríksjökull undir nafriinu BaUjökull. 46 VIKAN 13. TBL. 1989 X

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.